The Master

Nýjasta mynd Paul Thomas Anderson, sem á m.a. að baki There Will Be Blood, Magnolia og Boogie Nights. Sláandi lýsing á stefnulausu og leitandi fólki í Bandaríkjunum á eftirstríðsárunum. Í myndinni segir frá uppgjafahermanninum Freddie sem leikinn er af Joaquin Phoenix, sem snýr heim í lok seinni heimsstyrjaldarinnar ráðvilltur og óviss um framtíð sína. Hann hrífst af Málstaðnum og sterkum persónuleika leiðtoga hans, Lancasters Dodd, í frábærri túlkun Philip Seymour Hoffman og verður hægri hönd hans. En hann fer að efast um sjálfan sig og Málstaðinn eftir því sem á líður með ófyrirséðum afleiðingum. Með hlutverk eiginkonu Dodds, Peggy, fer Amy Adams sem getið hefur sér gott orð í myndum eins og Enchanted og The Fighter.

9860
02:38

Næst í spilun: Erlendar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Erlendar kvikmyndir