Oddrún Ýr Sigurðardóttir um hestadaga í Reykjavík
Dagana 28.mars - 2.apríl næstkomandi fara á stað Hestadagar í Reykjavík sem er samstarfsverkefni Höfuðborgarstofu, Icelandair group, Inspierd by Iceland, Landssambands hestamannafélaga og hestamannafélaga hér á höfðuborgarsvæðinu. Þetta er í 1 sinn sem þessi hátíð er haldin og verður árlegt verkefni, búið að gera 3 ára samning um verkefnið. Margt verður í boði þessa daga og frábær dagskrá frá mánudegi til laugardags. Gæti ég nefnt að laugardaginn 2.april fer 180 hesta skrúðganga ríðandi upp Laugaveginn og endar inn í Fjölskyldu og Húsdýragarði þar sem frítt er inn og skipulögð dagskrá allan daginn. Þið getið séð allt um Hestadaga í Reykjavík á www.hestadagar.is