Blóðugur undirbúningur fyrir Skrekk

Óskar, Kolbeinn, Heiða, Ármann, Saga og Anna eru öll nemendur í 10. bekk Hlíðaskóla. Þau ásamt fleirum hafa undanfarnar vikur staðið í ströngu við að undirbúa atriðið þeirra fyrir Skrekk, sem er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Öll atriði keppninnar hafa boðskap að geyma og í meðfylgjandi myndskeiði útskýra þau út á hvað atriðið þeirra gengur í ár og staðfesta í einlægni að unglingadeild Hlíðaskóla er reyk- og vímuefnalaus. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði á Skrekk en fyrirkomulag keppninnar er þannig að skólarnir keppa á fjórum undanúrslita-kvöldum þar sem tveir skólar komast áfram í útslit.

6539
01:04

Vinsælt í flokknum Lífið