Þorvaldur Lúðvík: Ég var ekki handtekinn

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. Þá var gerð húsleit hjá Saga Fjárfestingarbanka á Akureyri. Þorvaldur Lúðvík segir að rannsókn málsins tengist ekki honum sjálfum eða starfsemi Saga Fjárfestingarbanka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Þorvald Lúðvík síðdegis í dag.

827

Vinsælt í flokknum Fréttir