Borðuðu of mikið af rauðu kjöti
Örfáir náðu að fylgja Norrænu ráðleggingunum um mataræði frá 2014. Aðeins tvö prósent landsmanna borðuðu nógu mikið af grænmeti og ávöxtum og sextíu prósent borðuðu of mikið af rauðu kjöti. Sérfræðingur telur ráðleggingarnar hafa drukknað í upplýsingamagni og upplýsingaóreiðu nútímans.