Norðurlöndin styðja kröfu Úkraínu um sérstakan stríðsglæpadómstól
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ítrekaði kröfu sína í Haag í Hollandi í dag um að settur verði á laggirnar sérstakur stríðsglæpadómstóll yfir Rússum í anda Nürnberg réttarhaldanna yfir nasistum að lokinni seinni heimsstyrjöldinni. Leiðtogar Norðurlandanna tóku undir þessa kröfu á fundi sínum með forsetanum í Helsinki í gær. Heimir Már fer yfir fund leiðtoga Norðurlandanna með Volodymyr Zelensky í Helsinki í gær.