Hefur áhrif á efnahagslífið í Bolungarvík
Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Undirlag vegarins er ótraust og klæðningin viðkvæm og brothætt. Hættustig er í gildi á svæðinu og þurfa fyrirtæki fyrir vestan að leita annarra leiða til að flytja verðmæti þaðan suður.