Fagurbókmenntir eða pabbaklám Eftir að hafa unnið með fimmtán breskum rithöfundum í sex mánuði að verkum þeirra er mér orðin ljós öll sú flóra áhyggjuefna sem sækir á höfunda er þeir strengja saman orð í setningar. Um er að ræða áhyggjur á borð við: Bakþankar 27. september 2012 06:00
Helvíti á jörð Þetta var einhvern tímann stuttu eftir að ég byrjaði nám í háskóla. Ég leigði litla kjallarakompu í vesturbænum ásamt vini. Eins og lög gera ráð fyrir var lítið sem ekkert lesið en því meira var lífsblómið vökvað. Kjallarakompan góða var oft lokapunkturinn á svallinu. Einn morguninn vaknaði ég svo við að ákveðið var knúið dyra og reyndist það vera nágranni minn að biðja mig um að ganga varlegar um gleðinnar dyr næst þegar ég fengi gesti. Þessu lofaði ég manninum, sem var hinn vinalegasti. Bakþankar 26. september 2012 06:00
Hárfár Ég stend á tímamótum. Ég er komin á þann stað í lífinu að dóttir mín er komin með svo sítt hár að það er eiginlega nauðsyn að setja í það teygjur á hverjum morgni. Þar sem ég hef sjálf aldrei verið með sítt hár er ég í smá vandræðum, en hef gert gott úr þessu og set yfirleitt í hana staðlað tagl. Bakþankar 25. september 2012 06:00
Hinir óhæfustu lifa Sú var tíðin að ég taldi mig skilja kapítalismann. Taldi ég leikreglurnar vera á þann veg að þeir hæfustu kæmust af. Markaðurinn var það afl sem úrskurðaði hver væri hæfur og hver ekki. Eftir að markaðurinn úrskurðaði síðan marga af hinum helstu stórlöxum algjörlega óhæfa komst ég að því að þetta hefði verið hinn mesti misskilningur hjá mér. Bakþankar 24. september 2012 06:00
Ég er bara svo upptekin "Vissir þú að stór hluti fólks á elliheimilum fær aldrei neinn í heimsókn til sín,“ sagði afi minn við mig í barnaafmæli í sumar. "Já, hugsaðu þér,“ svaraði ég hneyksluð á meðan ég hrósaði sjálfri mér í huganum fyrir að vera betri afkomandi en það. Bakþankar 22. september 2012 00:01
Í þjónustu Nýdanskrar Ert þú eitthvað fyrir skartgripi?“ spurði söngvarinn mig þar sem við sátum hlið við hlið í rútunni. Spurningin kom flatt upp á mig en ég svaraði henni auðvitað neitandi enda hafði ég aldrei nokkurn tíma borið skartgrip. "Ég hef alltaf verið glysgjarn,“ sagði hann þá og lyfti höndunum til að sýna mér hringum prýdda sex eða sjö fingur, til að staðfesta orð sín. Fjólublár hatturinn sagði líka sína sögu svo ekki sé nú talað um pelsinn sem hann klæddist. Bakþankar 21. september 2012 06:00
Vildi fá sér vænan mann Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi.“ Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snúast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáldskaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkomlega óhugsandi að kona öðlist hamingju öðruvísi en í gegnum samband við karlmann. "Þetta er bara svona.“ Bakþankar 20. september 2012 06:00
Mánudagur til mæðu Hey! (hátt blístur) Pitsan þín er tilbúin!“ Ungi maðurinn með svuntuna veifaði mér og ýtti til mín kvöldmat fjölskyldunnar þetta mánudagskvöldið. Ég varð hálf hvumsa við hátt blístrið þar sem ég var eini gesturinn fyrir framan borðið hjá honum en stökk auðvitað til og þreif til mín pappakassann. Hér átti greinilega ekkert að hanga lengur en þörf var á. Unga manninum stökk ekki bros og mér sýndist hann hálf súr. Klukkan var orðin margt. Hann langaði greinilega að vera einhvers staðar annars staðar en í gluggalausu pitsueldhúsinu. Það var mánudagur í honum. Bakþankar 19. september 2012 06:00
Upp úr kafinu Á ferðalagi í austanverðri Afríku, nánar tiltekið í Vilankulo í Mósambík, bauðst okkur vinkonunum að heimsækja eyjaklasann Bazaruto þar sem er eitt merkilegasta og fallegasta kóralrif heims. Boðið var upp á ferðir út í eyjuna og einnig boðið að snorka eða kafa niður á kóralrifið. Bakþankar 18. september 2012 06:00
Við erum með eitruð gen Marteinn Lúther negldi skjal á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg og siðbreyting og siðbót hófust. Hamarshöggin og hugsun Lúthers opinberuðu vitleysur tímans, sem hægt var að leiðrétta. Hallarkirkjan og dyr hennar eru síðan hvetjandi tákn um að fólk sinni lífsleikni og taki á móti Guðsgjöfunum. Bakþankar 17. september 2012 06:00
Gjörningurinn Chris Brown Santiago Sierra heitir listamaður. Hann er þekktastur fyrir að borga fátæku fólki fyrir að gera erfiða og/eða niðurlægjandi hluti, eins og til dæmis að vera ofan í kassa í fjóra daga eða láta múra sig inn í vegg. Hann vill sýna fram á að fólk sé tilbúið að gera ansi margt sér til viðurværis, meðal annars að láta breyta líkama sínum varanlega, og greiddi til dæmis fjórum vændiskonum peningaupphæð sem samsvaraði einum heróínskammti fyrir að láta húðflúra línu á bak sitt. Sierra vill með list sinni sýna notkun kapítalismans á fólki og líkama þess. Í stuttu máli: hann fer illa með fólk til að sýna hversu illa er hægt að fara með einstakling án þess að samfélagið fordæmi það. Bakþankar 15. september 2012 06:00
Menntun utan skólastofunnar Mark Twain sagði eitt sinn í glettni að hann hefði aldrei látið skólagöngu trufla menntun sína. Ég hafði þetta eftir honum einhverju sinni í menntaskóla þegar ég var krafinn svara um af hverju ég hefði mætt seint í frönskutíma. Kennaranum var ekki skemmt. Ég skil það svo sem núna enda ákveðinn hroki gagnvart skólakerfinu fólginn í þessum orðum. Í þeim felst þó einnig sá sannleikur að menntun hvers og eins fer fram víðar en einungis í skólastofunni. Bakþankar 14. september 2012 11:00
Valdarán Svertingjar, mikið ósköp eruð þið orðnir þreytandi með þetta jafnréttistal ykkar, það er orðið að þráhyggju. Það má bara ekki ráða hvítan mann í góðu störfin, þá byrjið þið að vola – hvað um verri störfin – þar heyrist ekkert í ykkur. Þið eruð farnir að ganga á rétt hvítra. Hafið þið, svertingjar, hugsað út í það, hvort yfir höfuð stjórnmál séu réttu störfin fyrir svertingja? Hafið þið hugleitt hvort allt ruglið sé af því að þið eruð orðnir of margir í störfum sem þið valdið ekki. Þið skulið hugsa þessi mál, en ekki vera með þennan yfirgang. Lífið á að vera ganga hvers og eins á eigin forsendu, og hver og einn á að vita sín takmörk. Bakþankar 13. september 2012 06:00
Sjónvarpið mitt Stofan mín er á stærð við leikteppi tveggja ára gamals barns. Í öndvegi stendur þar forláta túbusjónvarp af Grundig-gerð, fjórtán ára gamalt. Það er á stærð við tönn á traktorsgröfu og myndgæðin á 29 tommu skjánum eru satt best að segja engin. Þetta tvennt, stofan mín og Grundigginn, eiga illa saman en einhverra hluta vegna fæ ég það ekki af mér að skilja á milli og bjóða nýtt sjónvarp velkomið í húsið. Fyrir því eru fleiri en ein ástæða. Hér verður aðeins fjallað um eina þeirra. Bakþankar 12. september 2012 06:00
R-O-K "Ég er ekki tilbúin fyrir þetta strax,“ hugsaði ég og dæsti. Nei, ég var ekki að hugsa um hjónaband og aldeilis ekki um að greiða meira í séreignarlífeyrissparnað. Ég var að hugsa um nákvæmlega það sama og allir aðrir Íslendingar í gærmorgun: Veðrið. Bakþankar 11. september 2012 07:00
Kristilegur kjaftagangur Spánn er meðal þeirra þjóða þar sem hljóðmengun er hvað mest. Það kemur íslenskum sólarlandaferðalöngum eflaust ekki á óvart sem komið hafa á spænskan bar. Þar talar hver og einn með slíkum raddstyrk að halda mætti að viðmælandinn væri í næsta bæjarfélagi. Þar á ofan þjösnast barþjónninn svo á kaffikvörninni að viðskiptavinurinn fær það fljótlega á tilfinninguna að hann sé staddur í vélsmiðju. Bakþankar 10. september 2012 09:30
Samfélagið versus heimurinn Það má ekki pissa bak við hurð, ekki henda grjóti oní skurð, hvorki skoða lítinn kall né gefa ketti drullumall og ekki segja ráddi heldur réði. Þessar eru á meðal þeirra lífsreglna sem okkur eru kenndar í Laginu um það sem er bannað, eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Bakþankar 8. september 2012 06:00
2700 límbandsrúllur Hvað getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmar 1,8 milljónir í mánaðarlaun? Dýrari bíl? Stærra hús? Lengri utanlandsferð? Fleiri jakkaföt? Bakþankar 7. september 2012 06:00
Hausthamingjan yfir mér Bezt eru vorin, ekkert elska ég heitar,“ orti Hannes Pétursson í Söngvum til jarðarinnar og eflaust taka margir sólþyrstir Íslendingar undir með skáldinu. Bakþankar 6. september 2012 06:00
Í blíðu og stríðu Ég blótaði sjálfri mér í huganum meðan ég þeytti saman sykur og egg. Skildi ekkert í mér að hafa gleymt þessu. Bakþankar 5. september 2012 06:00
Vald vaðalsmanna Fyrirtæki nokkurt hér í bæ hefur mælt væntingarvísitölu Íslendinga um nokkra hríð. Hún á að sýna hversu mikil bjartsýni einkennir þjóðina og gott ef sama könnun er ekki gerð í fleiri löndum þannig að alþjóðlegur samanburður náist. Ofurtrú ýmissa á hvers kyns skoðanakönnunum er reyndar slík að hún hefur litað pólitískan málflutning meira en góðu hófi gegnir. Um þessa könnun er hins vegar ekkert nema gott að segja, hún mælir hverjar væntingar við höfum til framtíðarinnar. Það hefur enda verið talið órækt merki þess að hlutirnir mjakist eilítið fram á við að þessi blessaða vísitala hefur aukist. Bakþankar 4. september 2012 09:20
Dýrustu kartöflur á Íslandi Þjóðviljinn flutti eitt sinn þá frétt, að kona í Vesturbænum ræktaði dýrustu kartöflur á Íslandi. Konan var mamma og Þjóðviljinn birti mynd af garðinum á dýrmætri byggingarlóð. Verktakar og lóðaþurfandi framkvæmdamenn komu svo og vildu kaupa. Pabbi vísaði þeim brosandi á mömmu. Bakþankar 3. september 2012 06:00
Lestur er sexý Ég hefði auðvitað getað skrifað Að lesa bók er ævintýri, Lengi býr að fyrstu bók, Lestur er bestur eða eitthvað miklu sniðugra og meira grípandi með lestur eða bók í titlinum. En ég hefði aldrei fengið eins marga til að athuga um hvað þessi pistill er ef ég hefði valið einhverja ofangreindra fyrirsagna. Með því að tengja saman lestur og lostvaka náði ég sennilega til mun breiðari hóps en hefði annars veitt nokkru sem skrifað er um lestur athygli. Kynlíf og allt sem því tengist selur því allir hafa áhuga á kynlífi, ekki satt? Bakþankar 1. september 2012 06:00
Besta Akureyri í heimi Fyrsta minning mín frá Akureyri er einhvern veginn svona: Ég var átta ára og að leika mér á glænýja eldrauða fjögurra gíra hrútastýris-Superia hjólinu mínu fyrir utan heima. Ég var nýfluttur í bæinn og þekkti fáa. Vatt sér þá að mér hjólbeinóttur náungi sem var að bera út Íslending og spurði hvort hann mætti prófa. Svarið var einfalt: Bakþankar 31. ágúst 2012 06:00
Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Dagur eitt: Ég hafði aðeins staðið nokkrar sekúndur í anddyri þreytulegs öldurhúss í smábæ í Maine á austurströnd Bandaríkjanna þegar miðaldra kona hentist inn úr myrkrinu, greip í handlegginn á mér og dró mig inn. Loftið var rakt og mettað svitablandinni bjórlykt. "Sestu,“ hrópaði hún yfir viskí-rispaða rödd feitlagins kántrísöngvara sem jóðlaði klúrar sveitavísur. Ég var í leit að ódýrum kvöldverði á ökuferðalagi mínu um Bandaríkin. Ég velti þó fyrir mér hvort þessi væri ekki of ódýr. Bakþankar 30. ágúst 2012 06:00
Veiðibjöllurnar Kryddlögurinn samanstóð af appelsínusafa, sykri og sjávarsalti, pipar, kúmíni, óreganó og steinselju. Einnig hvítlauk, soja og fleira smálegu. Þetta fór yfir eðalvöðva úr svíni sem ég raðaði á fat. Filma fór yfir og þetta var látið ryðja sig í ísskáp eina nótt. Daginn eftir þurfti ég að kyngja nokkrum sinnum þegar ég hélt á fatinu út á grill og líka á leiðinni aftur inn í eldhús í salatgerð. Bakþankar 29. ágúst 2012 06:00
Geðveikir endurfundir Árum saman velti ég fyrir mér hvað varð eiginlega um hann, manninn sem hélt að ég væri eiginkona hans þegar ég var að vinna á Kleppi. Ég velti því svo mikið fyrir mér að ég skrifaði pistil um hann í DV þegar ég vann þar. Um daginn fékk ég síðan óvænt skilaboð frá manninum á Facebook. Hann hafði lesið Bakþanka sem ég skrifaði, og fundið mig. Bakþankar 28. ágúst 2012 06:00
Þú veist hvaðan þau koma Í æsku var ég haldinn þeirri hrapallegu hugmynd að frægir íþróttamenn væru heillavænlegar fyrirmyndir. Ég æfði stíft, safnaði lubba og tileinkaði mér holla lifnaðarhætti til að líkjast Maradona en komst svo að því ég hafði farið alveg þveröfugt að. Ég hefði mátt vænrækja æfingarnar en leggja þeim mun meira kapp á að sjúga kókaín í nefið ef ég hefði viljað líkjast kappanum atarna. Ég bar mig þó rétt að varðandi lubbann. Bakþankar 27. ágúst 2012 11:00
Ósjálfbjarga og elska það Erlendur blaðamaður greip mig á rölti niður Laugaveginn á dögunum. Hún var að skrifa grein fyrir bandarískt tímarit um stefnumótamenningu Íslendinga og bað um mitt álit. Ég jós úr viskubrunni mínum á þessu sviði í dágóðan tíma og bölvaði því að riddaramennskan væri steindauð hérlendis. Þegar hún spurði mig af hverju ég héldi að það væri var ég þó alveg mát. Bakþankar 25. ágúst 2012 11:00
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun