Darri lánaður til Hamars Körfuknattleiksmaðurinn öflugi Darri Hilmarsson mun ekki leika með KR næsta vetur. Hann hefur verið lánaður til Hamars í eitt ár. Körfubolti 1. júlí 2010 07:15
Bárður hættur hjá Fjölni Bárður Eyþórsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag. Körfubolti 28. júní 2010 12:45
Kemur Hjalti í staðinn fyrir Hreggvið hjá ÍR-ingum? ÍR-ingar eru kannski búnir að finna eftirmann Hreggviðs Magnússonar sem samdi á dögunum við erkifjendurna í KR. Hjalti Friðriksson hefur gert tveggja ára samning við ÍR og mun leika með Breiðhyltingum á næstu leiktíð í Iceland Express deild karla. Þetta kom fyrst fram á karfan.is. Körfubolti 13. júní 2010 09:00
Hörður Axel: Þarf gott tilboð til að fara frá Keflavík Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson ætlar ekki að hoppa á hvaða tilboð sem er þótt að hann stefni á það að komast aftur út í atvinnumennsku. Hörður Axel spilaði frábærlega með Keflavíkurliðinu á síðasta tímabili ekki síst í úrslitakeppninni þar sem Keflavík fór alla leið í oddaleik um titilinn. Körfubolti 5. júní 2010 08:30
Arnar Freyr aftur heim í Keflavík Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindvíkinga undanfarin tvö tímabil, hefur ákveðið að snúa heima til Keflavíkur. Arnar Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík í gær en þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Körfubolti 1. júní 2010 09:00
Sverrir Þór hættur að spila og tekinn við kvennaliði Njarðvíkur Sverrir Þór Sverrisson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann spilaði stórt hlutverk hjá Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni þegar liðið fór alla leið í oddaleik um titilinn. Sverrir Þór hefur auk þess tekið við þjálfun kvennaliðs Njarðvíkur í Iceland Express deildinni en Unndór Sigurðsson hætti með liðið í vor. Körfubolti 12. maí 2010 14:30
Hlynur samdi við Sundsvall Hlynur Bæringsson hefur ákveðið að leika með sænska úrvalsdeildarfélaginu Sundsvall Dragons á næstu leiktíð. Körfubolti 4. maí 2010 22:41
Benedikt á leið til Þorlákshafnar Körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs Þórs frá Þorlákshöfn. Körfubolti 3. maí 2010 22:51
Hlynur og Signý voru valin best á Lokahófi KKÍ í kvöld Miðherjar Íslandsmeistaraliðanna, Hlynur Bæringsson í Snæfelli og Signý Hermannsdóttir í KR, voru í kvöld valin leikmenn ársins á Lokahófi Körfuknattleiksfólks á Broadway. Körfubolti 1. maí 2010 23:45
Ingi Þór: Búnir að brjóta alveg svakalega íshellu Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, gerði liðið að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta ári með liðið en til þess að hampa þeim stóra þurfti liðið að yfirvinna söguna sem var öll á móti þeim í oddaleiknum. Körfubolti 30. apríl 2010 10:33
Hlynur: Hefði ekki sofið fram á haust hefðum við tapað aftur Ef það var einhver sem átti það skilið að verða Íslandsmeistari í Keflavík í gær þá var það Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson sem kórónaði frábært tímabil og magnaða úrslitakeppni með enn einum stórleiknum í Keflavík í gær. Hlynur var með 21 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk loksins að taka við þeim stóra. Körfubolti 30. apríl 2010 10:28
Fögnuður Snæfells - myndir Snæfell varð í gærkvöld Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins er liðið rúllaði yfir Keflavík í oddaleik í Sláturhúsinu. Körfubolti 30. apríl 2010 08:00
Umfjöllun: Snæfellingar tryggðu sér fyrsta meistaratitilinn með stæl Snæfell tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með því að slátra Keflavíkurliðinu með 36 stiga sigri, 105-69, á þeirra eigin heimavelli í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2010 23:21
Nick Bradford: Völdum slæman dag til þess að spila hrikalega illa Nick Bradford varð annað árið í röð að sætta sig við að tapa í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra tapaði hann með Grindavík aðeins einu stigi á móti KR en í kvöld steinlágu hann og félagar hans í Keflavík fyrir Snæfelli. Körfubolti 29. apríl 2010 23:08
Jeb Ivey: Þurfti ekki að gera neitt sérstakt því þeir eru með frábært lið Jeb Ivey varð Íslandsmeistari í annað skiptið á ferlinum í kvöld en hann var með 13 stig og 7 stoðsendingar í 36 stiga sigri Snæfells á Keflavík, 105-69, í oddaleiknum. Jeb vann titilinn einnig með Njarðvík fyrir fjórum árum. Körfubolti 29. apríl 2010 22:55
Emil Þór: Ég var svo reiður eftir þetta högg í síðasta leik Emil Þór Jóhannsson átti frábæran leik þegar Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með 36 stiga sigri í Keflavík í kvöld. Emil var með 17 stig í leiknum og hitti úr 5 af 6 skotum sínum Körfubolti 29. apríl 2010 22:40
Pálmi Freyr: Þvílíkur tímapunktur að eiga okkar besta leik Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum en hann vann einnig titilinn með KR 2007 og 2009. Pálmi var með 10 stig í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2010 22:29
Guðjón Skúlason: Við vorum okkur bara til skammar Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur með leik sinna manna eftir 36 stiga tap á heimavelli á móti Snæfelli í hreinum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 29. apríl 2010 22:14
Snæfell Íslandsmeistari í körfubolta árið 2010 Snæfell tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla er liðið vann ótrúlegan yfirburðasigur á Keflavík, 69-105, í oddaleik liðanna suður með sjó. Körfubolti 29. apríl 2010 20:53
Tölfræðin undirstrikar þrjú mikilvæg atriði í leik kvöldsins Þegar tölfræðin úr fyrstu fjórum leikjum Keflavíkur og Snæfells er skoðuð þá kemur í ljós að þrír tölfræðiþættir hafa sýnt mjög mikla fylgni við úrslit leikjanna. Körfubolti 29. apríl 2010 17:00
Aðeins þrír leikmenn í kvöld hafa spilað áður úrslitaleik um titilinn Það eru aðeins þrír leikmenn í liðum Keflavíkur og Snæfells sem þekkja það að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það eru Keflvíkingarnir Gunnar Einarsson og Nick Bradford og Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Körfubolti 29. apríl 2010 16:30
Snæfellingar geta jafnað afrek Njarðvíkinga frá 1994 Snæfellingar geta í kvöld jafnað sextán ára gamalt afrek Njarðvíkinga frá árinu 1994 þegar Njarðvíkingar tryggðu sér titilinn eftir að hafa unnið oddaleiki á útivelli í bæði undanúrslitum og lokaúrslitum. Körfubolti 29. apríl 2010 15:45
Keflvíkingar hafa aldrei tapað oddaleik um titilinn á heimavelli Keflvíkingar eru gestgjafar í kvöld í fjórða sinn í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 29. apríl 2010 14:45
Íslandsmeistarabikarinn hefur aldrei farið norður fyrir Esju Snæfell getur í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagins þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um titilinn í Toyota-höllinni í Keflavík. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 29. apríl 2010 13:45
Ingi: Ekki hægt að vinna titilinn á einum manni Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir mikla tilhlökkun ríkja hjá sínum leikmönnum fyrir leik liðsins gegn Keflavík í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2010 13:15
Keflvíkingar geta fyrstir lyft Sindra Stál-bikarnum í tíunda skipti Keflvíkingar geta í kvöld orðið fyrsta félagið sem vinnur Sindra Stál-bikarinn í tíunda skipti þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 29. apríl 2010 12:45
Guðjón: Tek kannski Mourinho á þetta ef við vinnum Guðjón Skúlason segir að allir hans leikmenn séu klárir fyrir leikinn mikilvæga gegn Snæfelli í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2010 12:15
Oddaleikir hjá báðum kynjum annað árið í röð Körfuboltamenn og konur hafa boðið upp á mikla spennu allt til enda í úrslitakeppnum Iceland Express deildanna síðustu tímabil og nú er svo komið að Íslandsmeistaratitilinn vinnst í oddaleikjum hjá báðum kynjum annað árið í röð. Körfubolti 27. apríl 2010 11:00
Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik um titilinn - myndasyrpa Keflvíkingar spilltu sigurhátíð Hólmara með sigri í fjórða leiki liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þetta þýðir að liðin spila hreinan úrslitaleik um titilinn í Toyota-höllinni í Keflavík á fimmtudaginn. Körfubolti 27. apríl 2010 08:30
Guðjón: Ekki einn leikmaður sem vinnur svona leiki heldur lið Keflvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks í Stykkishólm í kvöld og skilaði það sér í sigri. Þeir náðu þar með að tryggja sér oddaleik sem fram fer í Keflavík á fimmtudagskvöld. Körfubolti 26. apríl 2010 22:47