Skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. Körfubolti 19. júní 2009 06:00
Sigurður Ingimundarson tekur við Solna Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að taka við þjálfarastöðunni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Solna frá Stokkhólmi. Sigurður skrifar undir eins árs samning við sænska félagið. Körfubolti 18. júní 2009 16:46
Magni á leið í Fjölni Fjölnismenn eiga von á góðum liðsstyrk í körfuboltanum en Ingvaldur Magni Hafsteinsson mun að öllum líkindum ganga í raðir félagsins frá Snæfelli á næstu dögum. Körfubolti 10. júní 2009 14:10
Páll Kolbeinsson ráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta Fyrrum landsliðsmaðurinn Páll Kolbeinsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, staðfesti fregnirnar í samtali við Vísi í kvöld. Körfubolti 4. júní 2009 22:24
Páll Kristinsson í Njarðvík Framherjinn Páll Kristinsson sem leikið hefur með Grindavík undanfarin ár hefur ákveðið að ganga í raðir Njarðvíkur á ný. Körfubolti 28. maí 2009 11:30
Stigahæsti leikmaður Iceland Express deildarinnar í ÍR ÍR-ingar hafa fyllt skarð Ómars Sævarssonar með því að fá til sín Nemanja Sovic sem lék mjög vel með nýliðum Breiðabliks á síðasta tímabili. Sovic hefur spilað í fimm ár á Íslandi en hann kom fyrst hingað til Fjölnis tímabilið 2004-2005. Körfubolti 19. maí 2009 11:00
Körfuboltabúðir á Ísafirði í júní KFÍ á Ísafirði mun í sumar standa fyrir æfingabúðum fyrir yngri flokka í körfubolta á Ísafirði. Búðirnar verða í íþróttahúsinu Jakanum dagana 7. til 14. júní og þar verða þekktir sebneskir þjálfarar að leiðbeina krökkunum. Körfubolti 12. maí 2009 14:07
Hreggviður: Erfitt að missa Ómar Hreggviður Magnússon, leikmaður ÍR, segist sjá eftir félaga sínum Ómari Sævarssyni sem í gær ákvað að ganga í raðir Grindavíkur í Iceland Express deildinni í körfubolta. Körfubolti 12. maí 2009 13:47
Ómar Sævarsson í Grindavík Miðherjinn Ómar Sævarsson sem leikið hefur með ÍR undanfarin ár hefur samþykkt að ganga í raðir Grindavíkur. Körfubolti 11. maí 2009 13:56
Karl tekur við Tindastóli Karl Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í stað Kristins Friðrikssonar sem þjálfað hefur liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram á fréttavefnum feykir.is. Körfubolti 7. maí 2009 22:53
Sigurður í viðræðum við KR Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, er í viðræðum við KR um að taka við karlaliði félagsins. Bæði Sigurður og formaður körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, staðfestu að viðræður hefðu átt sér stað. Körfubolti 7. maí 2009 14:19
Páll Axel: Það er alltaf gaman að heyra í mönnum Stórskyttan Páll Axel Vilbergsson segist ekki eiga von á að fara frá Grindavík þó hann hafi nýlokið við þriggja ára samning sinn við félagið. Körfubolti 5. maí 2009 14:11
Munum taka mjög vel á móti íslenskum bakvörðum "Ég er alveg viss um að við getum gert góða hluti með þetta lið," sagði Ingi Þór Steinþórsson sem í dag skrifaði undir samning um að taka að sér þjálfun karla- og kvennaliðs Snæfells næsta vetur. Körfubolti 1. maí 2009 20:23
Jón Arnór og Guðrún Sóley íþróttafólk KR Körfuboltakappinn Jón Arnór Stefánsson og knattspyrnukonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hafa verið valin íþróttafólk KR. Körfubolti 1. maí 2009 14:52
Ingi Þór búinn að semja við Snæfell - þjálfar bæði liðin Ingi Þór Steinþórsson verður næsti þjálfari meistaraflokka Snæfells í Iceland Express deildunum. Ingi Þór skrifaði áðan undir samning á blaðamannafundi í Stykkishólmi og mun þjálfa bæði karla- og kvennalið félagsins. Körfubolti 1. maí 2009 14:00
Hrafn ráðinn þjálfari Blika Körfuknattleiksdeild Breiðabliks gekk í kvöld frá ráðningu á Hrafni Kristjánssyni sem þjálfara meistaraflokks karla. Hrafn verður þess utan yfirþjálfari yngri flokka og mun stýra nokkrum þeirra. Körfubolti 24. apríl 2009 21:53
Jón Arnór: Hungrið komið aftur „Það voru tvö dæmi í gangi hjá mér. Þetta með Benetton og svo var líka topplið á Spáni sem var að sýna mér áhuga. Þetta varð svo niðurstaðan eftir að Spánn datt upp fyrir," sagði Jón Arnór Stefánsson við Vísi en Jón er búinn að skrifa undir mánaðarsamning við ítalska liðið Benetton Treviso. Körfubolti 24. apríl 2009 14:43
Yngvi og Ari ráðnir þjálfarar Vals Yngvi Gunnlaugsson verður í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals og Ari Gunnarsson þjálfari kvennaliðsins í körfubolta. Körfubolti 24. apríl 2009 13:34
Páll Kristinsson: Njarðvík eða hættur Körfuknattleiksmaðurinn Páll Kristinsson sem lék með Grindavík í vetur reiknar ekki með að spila með liðinu á næstu leiktíð. Körfubolti 22. apríl 2009 20:45
Friðrik áfram í Grindavík Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur komist að samkomulagi við Friðrik Ragnarsson um að halda áfram að þjálfa karlalið félagsins á næsta tímabili. Körfubolti 22. apríl 2009 20:00
Valur áfram og uppaldir Njarðvíkingar á heimleið Njarðvíkingar fengu góðar fréttir á heimasíðu sinni í gær en þar var tilkynnt að Valur Ingimundarson myndi þjálfa liðið áfram og að nokkrir fyrrverandi og uppaldir Njarðvíkingar væru á leiðinni heim. Körfubolti 22. apríl 2009 09:15
Jón Arnór: KR-ingar eiga að vera þakklátir fyrir að hafa Benna Jón Arnór Stefánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar, vildu þakka þjálfaranum Benedikti Guðmundssyni að titilinn kom i hús í kvöld. Benedikt sagði eftir sigurinn í kvöld að hann væri hættur með liðið. Körfubolti 13. apríl 2009 23:15
Myndaveisla úr leik KR og Grindavíkur KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta í kvöld eftir sigur á Grindavík, 84-83, í oddaleik liðanna í kvöld. Körfubolti 13. apríl 2009 23:12
Brenton: Vildi frekar tapa með 20 stigum en að tapa svona Brenton Birmingham lék frábærlega í úrslitaeinvíginu en varð eins og aðrir Grindvíkingar að sætta sig við eins naumt tap og hægt er - að tapa oddaleik með einu stigi. Körfubolti 13. apríl 2009 22:52
Benedikt er hættur Benedikt Guðmundsson er hættur sem þjálfari KR eftir að hans menn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Grindavík í kvöld. Körfubolti 13. apríl 2009 21:46
Jón Arnór bestur í úrslitakeppninni Jón Arnór Stefánsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express deildar karla að loknum leik KR og Grindavíkur í kvöld. Körfubolti 13. apríl 2009 21:07
Jakob: Ótrúlega skemmtilegur vetur Jakob Örn Sigurðarson var í mikilli sigurvímu þegar Vísir náði tali af honum rétt eftir leik. Körfubolti 13. apríl 2009 21:04
KR Íslandsmeistari KR er Íslandsmeistari í körfubolta eftir nauman sigur á Grindavík í oddaleik liðanna um titilinn, 84-83. Körfubolti 13. apríl 2009 18:33
Oddaleikur um titilinn: Friðrik jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld þegar hann tekur þátt í sínum fimmta oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður eða þjálfari. Teitur lék fimm oddaleiki um titilinn og vann þrjá þeirra. Körfubolti 13. apríl 2009 17:00
Oddaleikur um titilinn: KR-ingar hafa söguna með sér í leiknum í kvöld KR-ingar hafa söguna með sér í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fer í DHL-Höllinni í kvöld. 5 af 7 heimaliðum hafa unnið oddaleik um titilinn sem og 5 af 7 liðum sem hafa jafnað einvígið í leiknum á undan. Í báðum tilfellum á þetta við KR-liðið í úrslitaeinvíginu núna. Körfubolti 13. apríl 2009 16:00