Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Aþena vann loksins leik

    Botnlið Bónus deildar kvenna í körfubolta, Aþena, vann loks leik þegar liðið sótti Hamar/Þór heim. Sigurinn var eins naumur og hægt var, lokatölur 87-88.

    Körfubolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Erum ekkert að fara slaka á“

    Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Enn sami Siggi Ingi­mundar og áður: „Og bara rúm­lega það“

    Marg­faldi Ís­lands- og bikar­meistarinn í körfu­bolta, Sigurður Ingi­mundar­son, segist enn vera sami þjálfarinn og rúm­lega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Kefla­vík á dögunum. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en of­beldi“

    Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson mætti í ansi áhugavert viðtal eftir að lið hans Aþena tapaði áttunda leik sínum í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Gekk Brynjar Karl svo langt að kalla leikmenn sína „fokking aumingja“ í viðtalinu og mörgum virðist misboðið ef marka má færslu Bjarneyjar Lárudóttir Bjarnadóttur á Facebook.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Fokking aumingjar“

    Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 

    Körfubolti