Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið

Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag

Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið.

Erlent
Fréttamynd

„Það hefði auð­vitað verið betra“

Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“

Innlent
Fréttamynd

Nýr talnaspekingur Trump við þing­húsið þegar ráðist var á það

Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“.

Erlent
Fréttamynd

Melania Trump hótar lög­sókn á hendur Hunter Biden

Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna.

Erlent
Fréttamynd

Fundað í hverju horni fyrir Alaska­hitting Trump og Pútín

Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað.

Erlent
Fréttamynd

Við lifum á tíma fas­isma

Það eru engin tíðindi að fasismi ríki í Ísrael og í Rússlandi, en á undanförnum árum hefur hann ruðst fram þar um slóðir með óvenju miklum grimmdarverkum, jafnvel þjóðarmorði eins og er að gerast á Gaza. Og það sem er nýtt er það að Bandaríkin eru smám saman að breytast í fasistaríki sem minnir á Þýskaland Hitlers.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða að stofna viðbragðssveit gegn upp­þotum í Banda­ríkjunum

Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara.

Erlent
Fréttamynd

Sendur til Ís­lands eftir þrætu um per­sónu­upp­lýsingar inn­flytj­enda

Fyrrverandi skattstjórinn sem á að verða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er íhaldssamur repúblikani sem er sagður mannblendinn og vinalegur. Hann notaði reynslu af uppboðshaldi eitt sinn til þess að þagga niður í vandræðagemsa á þingi. Svo virðist sem hann hafi verið rekinn fyrir að þýðast ekki Hvíta húsið þegar það krafðist persónuupplýsinga um skattgreiðendur.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er í rauninni þreifingafundur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður.

Erlent
Fréttamynd

Neitar að birta dómsskjöl og gagn­rýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik

Dómsskjöl frá leynilegum ákærudómstól sem leiddi til sakfellingar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, verða ekki opinberuð. Dómari lýsti því yfir í dag og gagnrýndi hann starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna harðlega fyrir að gefa í skyn að skjölin innihéldu nýjar upplýsingar um glæpi Epsteins.

Erlent
Fréttamynd

Sagður slaka á kröfum og úti­loka ekki landsvæðaskipti

Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. 

Erlent
Fréttamynd

Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lög­regluna á sitt vald

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Í­hugar að bjóða Selenskí eftir allt saman

Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Sendi­herra á Ís­landi á grund­velli mis­skilnings

Billy Long, sem er að öllum líkindum næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ýjar að því á samfélagsmiðlum að verið sé að senda hann til Íslands fyrir mistök. Þó er líklega um orðagrín að ræða en hann segist hafa beðið Trump um að fá að ganga til liðs við Bandarísku innflytjendastofnunina ICE en Trump hafi misheyrt það sem „Iceland.“

Innlent