Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fjölgaði í gær verulega þeim sem mega ekki ferðast til Bandaríkjanna, eða sæta takmörkunum á ferðalögum þangað. Hann bætti tuttugu ríkjum við á lista slíkra ríkja og eru þau nú orðin 39 en ríkisstjórn hans leggur mikið púður í það að draga úr fjölda innflytjenda í Bandaríkjunum, hvort sem þeir dvelja þar með ólöglegum hætti eða ekki. Erlent 17.12.2025 10:10
Bölvun Trumps 2.0 Kjarni málsins er sá að annað kjörtímabil Trumps er æfing í pólitískri óskhyggju. Í þetta sinn ætlar hann ekki að láta lögfræðilegar athugasemdir eða eigin fyrri gjörðir standa í vegi. Listinn yfir öfgastefnur sem hann ræddi á fyrra kjörtímabili en hefur fyrst nú framfylgt er langur. Umræðan 17.12.2025 08:56
Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. Erlent 17.12.2025 07:30
Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Bandaríkjamenn hafa farið fram á það við Úkraínumenn að þeir gefi eftir það landsvæði sem þeir stjórna enn á Donbas-svæðinu svokallaða og segja að slíkt sé skilyrði fyrir friðarviðræðum við Rússa. Þá þykir orðið ólíklegt að hægt verði að nota frystar eigur Rússa í Belgíu til að fjármagna lán handa Úkraínumönnum og er það meðal annars vegna þrýstings frá Washington DC. Erlent 15. desember 2025 14:32
Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Átök brutust út milli taílenskra og kambódískra hersveita á landamærum landanna tveggja snemma í morgun, nokkrum klukkustundum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði vopnahléssamkomulag ríkjanna í höfn. Erlent 13. desember 2025 13:24
Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Gera má ráð fyrir að leitarhegðun Íslendinga á Google-leitarvélinni sé ákveðin endurspeglun á því hvað gerðist á árinu en á topp tíu listanum yfir vinsælustu leitirnar má finna bandarískan áhrifavald, fyrrverandi forseta, raðmorðingja og Afríkuríki. Tæknirisinn Google tók saman það sem Íslendingar leituðu helst að í leitarvélinni á árinu. Lífið 13. desember 2025 07:00
Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon. Erlent 12. desember 2025 15:28
Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í dag myndband sem hann tók á götum borgarinnar Kúpíansk. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og forsvarsmenn rússneska hersins héldu því fram í síðasta mánuði að borgin hefði verið hernumin að fullu en nú berast fregnir af því að Úkraínumenn séu að reka Rússa úr borginni. Erlent 12. desember 2025 13:53
Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. Erlent 12. desember 2025 11:10
Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð undirbúa að stöðva og taka yfir fleiri olíuflutningaskip sem notuð eru til að flytja olíu frá Venesúela, finnist þau á hafi úti. Fyrr í vikunni tóku Bandaríkjamenn stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela og var það í fyrsta sinn sem það hefur verið gert en Bandaríkin hafa beitt Venesúela refsiaðgerðum frá 2019. Erlent 12. desember 2025 10:27
Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær sem miðar að því að takmarka getu einstakra ríkja Bandaríkjanna til að setja reglur um gervigreindariðnaðinn. Erlent 12. desember 2025 07:22
Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í samtali við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum, í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn til að yfirgefa ríki sitt. Hann og fjölskylda hans þyrftu þó að fá almenna friðhelgi frá lögsókn. Erlent 11. desember 2025 16:31
Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. Erlent 11. desember 2025 15:23
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. Erlent 11. desember 2025 07:03
Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt 900 milljarða dala varnarmálafrumvarp, sem virðist vera nokkuð á skjön við nýútgefna stefnu Bandaríkjanna í þjóðaröryggismálum. Erlent 11. desember 2025 06:42
Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Bandarískt herlið hefur tekið stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á blaðamannafundi og sagði von á frekari árásum. Erlent 10. desember 2025 20:47
Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir engan fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafa unnið jafn mikið og hann hafi gert. Hann vinni lengri daga en allir aðrir og hann hafi skilað meiri árangri en flestir aðrir forsetar. Erlent 10. desember 2025 15:36
Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Íslendingar á leið til Bandaríkjanna í frí gætu bráðum þurft að veita Bandaríkjamönnum aðgang að samfélagsmiðlafærslum sínum fimm ár aftur í tímann. Einnig gætu ferðamenn frá Íslandi og öðrum ríkjum þurft að senda inn myndir af sér, ýmis sýni og mikið af upplýsingum um fjölskyldumeðlimi, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 10. desember 2025 10:14
Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Formleg kvörtun hefur verið send til siðanefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) og þar fullyrt að forseti sambandsins, Gianni Infantino, hafi ítrekað brotið á hlutleysisskyldu sinni þegar kemur að stjórnmálum. Er þess enn fremur krafist að rannsókn fari fram á ferlinu sem leiddi til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hlaut fyrstu friðarverðlaun FIFA. Fótbolti 9. desember 2025 18:36
Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 9. desember 2025 13:35
Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. Viðskipti erlent 9. desember 2025 11:38
Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. Erlent 8. desember 2025 16:21
Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. Viðskipti erlent 8. desember 2025 15:12
Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir. Erlent 8. desember 2025 14:18