Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Dómstóll í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hann fyrirskipaði tollahækkanir á fjölmörg ríki fyrr á árinu í skjóli laga um neyðarvald. Viðskipti erlent 29.5.2025 08:49
Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur fyrirskipað öllum sendirráðum landsins að hætta tímabundið að taka við umsóknum námsmanna um vegabréfsáritanir. Forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggjur af stöðunni og segir alvarlegt að vegið sé að tjáningarfrelsi þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og hvetur námsmenn sem fundið hafa fyrir áhrifum þessa til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni. Innlent 28.5.2025 13:11
Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að náða hjónin Todd og Julie Chrisley sem voru með raunveruleikaþættina Chrisley Knows Best og fengu áralanga fangelsisdóma fyrir tugmilljóna lánasvik og skattaundanskot. Erlent 28.5.2025 08:31
Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta „algjörlega genginn af göflunum“ í kjölfar loftárása Rússa á Úkraínu um helgina. Ágengni Pútín muni leiða til falls Rússlands og segist Trump íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Erlent 26. maí 2025 07:06
Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta gildistöku fimmtíu prósenta tolla á vörur frá Evrópusambandinu fram til níunda júlí næstkomandi. Hann ræddi tollamálin við Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins símleiðis í kvöld. Erlent 25. maí 2025 23:47
Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskiptaráðherra Evrópusambandsins kallar eftir tollasamningi milli sambandsins og Bandaríkjanna sem byggi á virðingu en ekki hótunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í gær að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu. Viðskipti erlent 24. maí 2025 10:44
Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Bandaríkjaforseti hótaði því að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu og 25 prósent toll á Apple-vörur í samfélagsmiðlafærslum í dag. Hann segir hvorki ganga né reka í viðræðum við ESB um viðskipti. Viðskipti erlent 23. maí 2025 13:48
Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. Erlent 23. maí 2025 12:02
Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Íslendingur sem nam við Harvard háskóla og vinnur nú í Bandaríkjunum á hefðbundnum landvistarleyfi fyrir námsmenn, gæti þurft að yfirgefa landið með stuttum fyrirvara. Er það eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna felldi úr gildi landvistarleyfi fyrir nemendur skólans og meinaði skólanum að taka móti nýjum erlendum nemendum. Erlent 22. maí 2025 21:33
Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Ríkisstjórn Donalds Trump, tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskólans í dag að heimild skólans til að taka við nemendum erlendis frá hefði verið felld úr gildi. Þessu var hótað í síðasta mánuði en Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn skólanum og öðrum í Bandaríkjunum. Erlent 22. maí 2025 19:48
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Erlent 22. maí 2025 12:22
Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Erlent 21. maí 2025 22:37
Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Erlent 21. maí 2025 19:01
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. Erlent 20. maí 2025 23:48
Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga úr fjárútlátum sínum til stjórnmálamanna og vegna málefna sem honum eru hugfangin. Hann segist búinn að gera nóg, í bili. Erlent 20. maí 2025 20:33
Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. Erlent 20. maí 2025 14:24
Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Viðskipti innlent 19. maí 2025 20:25
„Frábært“ símtal en án niðurstöðu Bæði Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, segja rúmlega tveggja klukkustunda símtal þeirra hafa gengið vel. Trump, sem segir að tónn símtalsins og andi „frábær“ segir að Rússar og Úkraínumenn muni hefja viðræður um mögulegt vopnahlé og svo í kjölfarið frið. Mögulegt er að þær viðræður fari fram í Vatíkaninu. Erlent 19. maí 2025 19:26
Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Innlent 19. maí 2025 10:28
Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Donald Trump segist sorgmæddur yfir krabbameinsgreiningu Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og sendir hann Biden-fjölskyldunni hlýjar kveðjur. Erlent 18. maí 2025 22:48
Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á mánudag um að „binda enda á blóðbaðið“ í Úkraínu. Erlent 17. maí 2025 21:50
Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir stórstjörnuna Taylor Swift ekki lengur vera „heita“. Forsetinn vakti athygli á þessu á samfélagsmiðli sínum í dag og spurði hvort einhver hefði tekið eftir því að það væri hans vegna sem þessi breyting hefði átt sér stað. Lífið 16. maí 2025 16:00
Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. Erlent 16. maí 2025 11:33
Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Yfirvöld á Indlandi eru að íhuga að draga verulega úr flæði áa sem flæða til ræktunarlands í Pakistan. Á að gera það til að refsa Pakistönum fyrir mannskæða hryðjuverkaárás í indverska hluta Kasmír í síðasta mánuði. Indverskir ráðamenn eru þar að auki sagðir ósáttir við framgöngu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og embættismanna hans í aðdraganda og eftir vopnahlé. Erlent 16. maí 2025 09:37