Heitt vatn komið á í Grindavík Heitt vatn er komið aftur á í Grindavík og gert er ráð fyrir eðlilegum þrýstingi á hitaveituna eftir helgi. Í dag var ný hjáveitulögn tengd við hitaveituna. Innlent 24. febrúar 2024 20:33
Ný lögn í gegnum hraunið Lokað er fyrir heitt vatn á Grindavík meðan unnið er að því að tengja hjáveitulögn í bæinn. Með lögninni tapast minna af heitu vatni og hægt er að auka þrýstinginn. Um 25 manns vinna að verkinu, sem gengur vel. Innlent 24. febrúar 2024 16:32
Almannavarnir boða til íbúafundar fyrir Grindvíkinga Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Laugardalshöll fyrir íbúa Grindavíkur næstkomandi mánudag. Markmiðið er að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík. Innlent 24. febrúar 2024 10:39
Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. Viðskipti innlent 23. febrúar 2024 22:18
Sífellt erfiðara að sjá fyrir upphaf eldgoss Fyrirvarinn á næsta eldgosi á Reykjanesi gæti orðið innan við hálftími að mati jarðeðlisfræðings. Merkin sem fylgst er með í aðdraganda eldgosa verði sífellt veikari eftir því sem atburðunum á svæðinu fjölgar. Innlent 23. febrúar 2024 18:36
Spókuðu sig í nýja hrauninu við Svartsengi Hópur ferðamanna kíkti á hraunið við Svartsengi í dag. Túristarnir, sem voru með síma sína á lofti, gengu um Grindavíkurveg sem varð illa úti í síðasta gosi. Innlent 23. febrúar 2024 16:05
Fyrirvari næsta goss gæti orðið innan við hálftími Kvikumagn undir Svartsengi nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda fyrri gosa. Fyrirvari vegna næsta eldgoss gæti orðið mjög stuttur, innan við þrjátíu mínútur. Innlent 23. febrúar 2024 15:03
Loka fyrir heitt vatn á meðan ný hitaveitulögn er tengd HS Veitur munu á morgun loka fyrir heitt vatn í Grindavík frá klukkan 09:00 og fram á kvöld á meðan verið er að tengja hjáveitu hitalögn sem kemur í stað þeirrar sem skemmdist í eldgosi þann 14. janúar síðastliðinn. Innlent 23. febrúar 2024 14:41
Fagna lögum um kaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir nýsamþykkt frumvarp um kaup á íbúarhúsnæði í bænum fagnaðarefni en mögulega þurfi að mæta ákveðnum hópnum betur. Innlent 23. febrúar 2024 12:21
Lög um kaup á húsnæði í Grindavík samþykkt Alþingi samþykkti stuttu eftir miðnætti frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík og fjáraukalög til þess að fjármagna kaupin. Innlent 23. febrúar 2024 00:38
Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. Innlent 22. febrúar 2024 21:07
Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign. Viðskipti innlent 22. febrúar 2024 16:28
Nær þröskuldi eldgoss í næstu viku Kvikusöfnun við Svartsengi heldur áfram á sama hraða og áður. Hraðinn er stöðugur og svipar mjög til þess sem sást í aðdraganda síðustu eldgosa. Innlent 22. febrúar 2024 15:42
Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. Innlent 22. febrúar 2024 14:47
Hiti rís upp frá nýju hrauni og myndar bólstra í lofti Ef litið er frá höfuðborgarsvæðinu í átt að Reykjanesinu má í dag sjá röð skúraskýja frá nýju hrauni við Sundhnúkagíga og út á sjó. Veður 22. febrúar 2024 13:15
Grindavíkurvegur opnaður á nýjan leik Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara. Innlent 22. febrúar 2024 12:25
Köldu vatni hleypt á hafnarsvæðið Byrjað er að hleypa köldu vatnið á kerfið á hafnarsvæðinu í Grindavík. Almannavarnir ítreka að mikilvægt er að eigendur fasteigna séu viðstaddir þegar vatni er hleypt á. Innlent 22. febrúar 2024 10:28
Veita eigendum íbúða í Grindavík undanþágu Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Viðskipti innlent 22. febrúar 2024 08:45
Hópur fólks finni fyrir þrýstingi um að fara inn í Grindavík Tugir mættu til vinnu í Grindavík í dag eftir langt hlé. Á sama tíma er bærinn alveg vatnslaus, en vonir standa til að köldu vatni verði komið á hafnarsvæði bæjarins á morgun. Verkalýðsleiðtogi í Grindavík er gagnrýninn á opnun bæjarins. Innlent 21. febrúar 2024 19:04
Vildi einn lækka stýrivexti Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. Viðskipti innlent 21. febrúar 2024 18:36
„Galið“ að opna bæinn upp á gátt Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður fyrir búsetu og atvinnustarfsemi. Hann segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr en í morgun, þegar þau voru boðuð á fund með fulltrúum ráðuneyta. Ekki nema um tíu manns gistu í Grindavík í nótt, fyrstu nóttina eftir að bærinn var opnaður að fullu. Innlent 21. febrúar 2024 11:49
Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. Innlent 21. febrúar 2024 11:09
Búið að afgreiða 244 umsóknir af 598 um endurmat brunabóta Eigendur 598 íbúða í Grindavík hafa óskað eftir endurmati brunabóta og af þeim hafa 244 umsóknir þegar verið afgreiddar. Þetta kemur fram í umsögn HMS við frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Innlent 21. febrúar 2024 06:45
Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. Innlent 20. febrúar 2024 21:17
Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. Innlent 20. febrúar 2024 18:12
Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. Innlent 20. febrúar 2024 15:47
Hættir við málsókn gegn ríkinu vegna aðgengi að Grindavík Maður sem höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna lokunar Grindavíkur hefur hætt við. Stefán Kristjánsson, forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins, hætti við þar sem búið er að opna á aðgengi fólks að bænum. Innlent 20. febrúar 2024 15:12
Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. Innlent 20. febrúar 2024 12:11
Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. Innlent 19. febrúar 2024 22:33
Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ Innlent 19. febrúar 2024 19:48