Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 16:52 Frá síðasta eldgosi. Vísir/Vilhelm Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. Kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða og áður og hefur lítil breyting orðið á landrisinu við eldstöðvarnar. Í uppfærslu á vef Veðurstofu Íslands segir að í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi um átta til þrettán milljónir rúmmetra bæst við kvikuhólfið áður en hún hefur hlaupið þaðan yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nú sé magnið komið upp fyrir efri mörkin. Reynslan frá Kröflueldum sýni þó að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meiri þrýsting til að koma þeim af stað. „Því verður að teljast líklegt að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, en nokkur óvissa er um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til að koma nýju kvikuhlaupi af stað og að kvika nái til yfirborðs,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir þar einnig að nýjar gossprungur gætu opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og að hraunflæðið gæti orðið sambærilegt við upphafsfasta síðustu eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. „Aukin skjálftavirkni hefur verið að mælast á Sundhnúksgígaröðinni síðusta daga. Þessi aukning í skjálftavirkni er líklega merki um spennulosun í og við kvikuganginn á Sundhnúksgígaröðinni vegna aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfinu undir Svartsengi.“ Áfram verður fylgst náið með virkninni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni aukist í kjölfar gosloka Skjálftavirkni hefur aukist síðust sólarhringa yfir kvikugangi á Reykjanesskaga eftir að gosinu við Sundhnúksgígaröðina lauk. 9. maí 2024 23:14 Eldvörp líkleg næst Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er 9. maí 2024 11:35 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða og áður og hefur lítil breyting orðið á landrisinu við eldstöðvarnar. Í uppfærslu á vef Veðurstofu Íslands segir að í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi um átta til þrettán milljónir rúmmetra bæst við kvikuhólfið áður en hún hefur hlaupið þaðan yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nú sé magnið komið upp fyrir efri mörkin. Reynslan frá Kröflueldum sýni þó að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meiri þrýsting til að koma þeim af stað. „Því verður að teljast líklegt að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, en nokkur óvissa er um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til að koma nýju kvikuhlaupi af stað og að kvika nái til yfirborðs,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir þar einnig að nýjar gossprungur gætu opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og að hraunflæðið gæti orðið sambærilegt við upphafsfasta síðustu eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. „Aukin skjálftavirkni hefur verið að mælast á Sundhnúksgígaröðinni síðusta daga. Þessi aukning í skjálftavirkni er líklega merki um spennulosun í og við kvikuganginn á Sundhnúksgígaröðinni vegna aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfinu undir Svartsengi.“ Áfram verður fylgst náið með virkninni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni aukist í kjölfar gosloka Skjálftavirkni hefur aukist síðust sólarhringa yfir kvikugangi á Reykjanesskaga eftir að gosinu við Sundhnúksgígaröðina lauk. 9. maí 2024 23:14 Eldvörp líkleg næst Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er 9. maí 2024 11:35 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Skjálftavirkni aukist í kjölfar gosloka Skjálftavirkni hefur aukist síðust sólarhringa yfir kvikugangi á Reykjanesskaga eftir að gosinu við Sundhnúksgígaröðina lauk. 9. maí 2024 23:14
Eldvörp líkleg næst Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er 9. maí 2024 11:35