Rafmagn er komið á í Vogum Rafmagnslaust er í Vogum á Vatnsleysuströnd og unnið er að því að koma rafmagni aftur á. Innlent 10. febrúar 2024 13:37
Geta hlaðið bíla sína frítt N1 hefur opnað fyrir hraðhleðslu í Reykjanesbæ þannig að íbúar geta hlaðið rafbíla sína frítt á hraðhleðslustöð félagsins. Innlent 10. febrúar 2024 13:29
Eldgosinu lokið Veðurstofan hefur lýst því yfir að eldgosinu sem hófst við Sundhnúksgíg morguninn áttunda febrúar sé lokið. Innlent 10. febrúar 2024 13:11
Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. Innlent 10. febrúar 2024 12:18
Staðan á kerfunum þokkalega góð Bæjarstjórar sveitarfélaga á Suðurnesjum koma saman til fundar í Reykjanesbæ um hádegisleytið og fara yfir stöðuna. Fundað verður reglulega í allan dag til að skipuleggja starfsemina og ákveða aðgerðir fyrir næstu daga. Innlent 10. febrúar 2024 10:58
Ekki hægt að segja til um hvenær heita vatnið kemur á Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið. Innlent 10. febrúar 2024 10:20
Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. Innlent 10. febrúar 2024 00:48
Vara við langvarandi rafmagnsleysi haldi fólk ekki út Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesi til að spara rafmagn og vara við alvarlegum afleiðingum haldi kerfið ekki út þessa álagstíma. Innlent 9. febrúar 2024 21:17
Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. Innlent 9. febrúar 2024 21:01
Rafmagnslaust í Njarðvík og víða Rafmagnslaust er í allri Innri Njarðvík og á ýmsum stöðum á svæðinu. HS Veitur greinir frá þessu og hvetur fólk til að takmarka rafmagnsnotkun sína. Innlent 9. febrúar 2024 19:46
Hægt að fá hitagjafa að láni Íbúar á Reykjanesi sem eru í brýnni þörf á hitagjöfum geta fengið rafmagnsofna eða blásara að láni í húsnæði Brunavarna Suðurnesja þar sem aðgerðarstjórnin er til húsa. Innlent 9. febrúar 2024 19:38
Unnur minnist unnusta síns Lúðvíks sem hvarf í sprungu Minningarathöfn um Lúðvík Pétursson var haldin í Langholtskirkju í dag, föstudaginn 9. febrúar, en hann týndist í Grindavík 10. janúar sl. þegar hann var að vinna við að fylla sprungur fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Innlent 9. febrúar 2024 17:00
Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. Innlent 9. febrúar 2024 16:50
Engin merki um gosvirkni Engin gosvirkni sást á gossvæðinu á Reykjanesi í drónaflugi á vegum sérsveitarinnar sem flaug yfir svæðið fyrir skömmu. Þetta bendir til þess að gosinu sé að ljúka. Innlent 9. febrúar 2024 16:02
Kalda vatnið flæðir aftur um Leifsstöð Búið er að koma kalda vatninu aftur á í flugstöð Keflavíkurflugvallar. Enn er heitavatnslaust á vellinum en það hefur ekki haft mikil áhrif á farþega sem fara í gegnum völlinn. Innlent 9. febrúar 2024 15:31
Orkuinnviðir íslands eiga að vera sameign þjóðarinnar Hraun hefur nú runnið yfir heitavatnslögnina, svokallaða Njarðvíkuræð fyrir vatn frá Svartsengi að Fitjum. Atburðarásinvar hraðari en nokkur sá fyrir eftir því sem fram kemur hjá Almannavörnum. Nú blasir við gríðarlega alvarlegan skort á heitu vatni, í nokkra daga. Skoðun 9. febrúar 2024 14:32
Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum. Innlent 9. febrúar 2024 12:46
Reikna með heitu vatni í hús á sunnudag Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið. Innlent 9. febrúar 2024 12:11
Allar líkur á að gosið sé í andarslitrunum „Það virðist vera sem svo að þetta sé nú eiginlega bara dottið niður. Við höfum ekki séð neina kvikustrókavirkni síðan á milli 8 og 9 í morgun,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Innlent 9. febrúar 2024 12:00
Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. Innlent 9. febrúar 2024 11:51
Blásarar halda hita í farþegum en nokkrum klósettum lokað Búið er að loka nokkrum klósettkjörnum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar sem kom upp í kaldavatnslögn. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum sé von á því að vatn komist aftur á um hádegisbil. Innlent 9. febrúar 2024 11:37
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. Innlent 9. febrúar 2024 09:08
Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. Innlent 9. febrúar 2024 08:44
Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. Innlent 9. febrúar 2024 07:09
Vaktin: Eldgosið í andarslitrunum Eldgosið sem braust út í Sundhnúksgígaröðinni í gærmorgun virðist í andarslitrunum. Íbúar á Suðurnesjum verða að líkindum án heits vatns í húsum til sunnudags. Innlent 9. febrúar 2024 06:02
Þrívíddarlíkan sýnir hraunlengjuna Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands hafa birt þrívíddarlíkan af gosstöðvunum sem urðu til í dag við Sundhnúksgíga. Innlent 8. febrúar 2024 23:09
„Þegar maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið“ Gunnar Ágúst Halldórsson starfsmaður Ellerts Skúlasonar ehf. var einn þeirra sem vann við að moka yfir nýja hjáveitulögn HS Veitna við hraunjaðarinn í dag. Hann og félagar hans voru aðeins örfáum metrum frá hraunrennslinu. Innlent 8. febrúar 2024 20:33
„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. Innlent 8. febrúar 2024 20:16
„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. Innlent 8. febrúar 2024 19:10
Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 8. febrúar 2024 18:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent