Ekkert bendir til að kvika sé að safnast saman undir Brennisteinsfjöllum Engar mælingar benda til þess að kvika sé að safnast saman eða brjóta sér leið undir Brennisteinsfjöllum. Um tuttugu skjálftar mældust um síðustu helgi milli Húsfells og Bláfjalla. Mikilvægt er þó að hafa í huga að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu séu stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann. Innlent 31. janúar 2024 08:49
Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. Innlent 31. janúar 2024 08:30
Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. Innlent 30. janúar 2024 20:01
Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. Innlent 30. janúar 2024 15:33
Vonskuveður gæti komið í veg fyrir verðmætabjörgun á morgun Verðmætabjörgun í Grindavík hefur gengið vel það sem af er degi, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Stefnt er að því að um 400 íbúar geti vitjað heimila sinna og eigna í dag, en hugsanlega þarf að gera breytingar á áætlun morgundagsins þar sem veðurspá er afar slæm. Innlent 30. janúar 2024 12:00
Áfram Grindavík! Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli. Skoðun 30. janúar 2024 07:30
Nota Suðurstrandarveg á morgun en leita fleiri leiða Suðurstrandarvegur verður áfram leiðin inn í Grindavík fyrir þá bæjarbúa sem þangað fara á morgun. Innlent 29. janúar 2024 23:19
Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. Innlent 29. janúar 2024 21:05
Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. Innlent 29. janúar 2024 19:47
„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. Innlent 29. janúar 2024 17:21
Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. Innlent 29. janúar 2024 14:43
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Innlent 29. janúar 2024 13:21
Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. Innlent 29. janúar 2024 11:14
Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. Innlent 29. janúar 2024 09:18
Kristrún kallar eftir opinskárri umræðu um aðstoð við Grindvíkinga Það sem skiptir máli þegar kemur að því hvernig stjórnvöld hyggjast mæta Grindvíkingum sem nú sjá fram á að þurfa að finna sér nýtt húsnæði til lengri tíma og jafnvel langframa, er ekki hvaðan fjármagnið kemur heldur áhrif aðgerðanna á efnahagslífið. Innlent 29. janúar 2024 09:04
Þorvaldur segir brýnt að ráðast strax í fyrirbyggjandi aðgerðir Tveir skjálftar komu eftir hádegi í gær í grennd við Bláfjallaskála og var sá fyrri 2,9 stig og seinni 2,8. Innlent 29. janúar 2024 07:16
Vinnueftirlitið rannsakar slysið í Grindavík og vill lögregluskýrslu Vinnueftirlitið rannsakar nú vinnuslysið í Grindavík, þar sem maður féll ofan í sprungu. Hefur eftirlitið óskað eftir lögregluskýrslu um málið. Innlent 29. janúar 2024 06:51
Ánægja með að komast heim þó margir séu ósáttir við yfirvöld Grindvíkingur segir ánægjulegt að fólk fái loksins að fara inn í bæinn eftir „ævintýralega efiða“ mánuði. Mörgum Grindvíkingum líði þó eins og yfirvöld hafi komið illa fram við íbúa og forgangsraðað undarlega aðgengi að bænum. Innlent 28. janúar 2024 23:18
„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. Innlent 28. janúar 2024 18:40
Heimsækja þrjúhundruð heimili í þrjár klukkustundir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, kynnti í dag nýtt skipulag um takmarkaða opnun Grindavíkur á upplýsingafundi. Innlent 28. janúar 2024 13:40
Upplýsingafundur Almannavarna vegna opnunar Grindavíkur Í dag klukkan eitt fer fram upplýsingafundur Almannavarna í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér. Innlent 28. janúar 2024 12:45
Kynna opnun Grindavíkur á morgun Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn á morgun í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tímasetning fundarins kemur í ljós á morgun. Skipulag almannavarna vegna opnunar Grindavíkur með takmörkunum kynnt. Innlent 27. janúar 2024 19:24
Aðgerðir taki tíma en tími Grindvíkinga líði hægt Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir vel koma til greina að halda borgarafund, þannig að Grindvíkingar geti komið óskum sínum og áhyggjum til skila. Samtal við ríkið gangi vel, en samtalið við borgarana sé ekki síður mikilvægt. Innlent 27. janúar 2024 14:09
Færeyingar gefa Grindvíkingum tíu milljónir Færeyski Rauði krossinn hefur undanfarna viku staðið fyrir fjársöfnun til að styðja við Grindvíkinga vegna hamfaranna. Rauði krossinn tilkynnti í dag að hann muni gefa 250 þúsund danskar krónur. Innlent 26. janúar 2024 21:41
Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. Innlent 26. janúar 2024 21:13
Komast ekki heim í dag og mögulega ekki um helgina Ljóst er að Grindvíkingar fá ekki að fara heim til að sækja eigur sínar í dag og Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna er heldur ekki bjartsýn á að þeir muni geta það heldur um helgina. Innlent 26. janúar 2024 12:56
Fjölskyldan kallar eftir rannsókn óháðra aðila á hvarfinu Fjölskylda mannsins sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar á þessu ári vill að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðilum. Fjölskyldan vill svör um aðdraganda og aðstæður á vettvangi þar sem maðurinn, Lúðvík Pétursson, var við störf. Innlent 26. janúar 2024 06:57
Hættumat fært niður en hætta af sprungum enn mjög mikil Hætta í tengslum við sprungur innan Grindavíkur er áfram metin mjög mikil í uppfærðu hættumati. Heildarhættumat fyrir Grindavík hefur verið fært niður í appelsínugult, töluverð hætta. Innlent 25. janúar 2024 15:19
Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. Innlent 25. janúar 2024 14:11
Enn óráðið með förgunargjald í Grindavík Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag. Innlent 25. janúar 2024 13:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent