Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 11:39 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir mögulegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum en líklegar á næstu sólarhringum. Vísir/Einar Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. Hættustig á nokkrum svæðum í kringum Svartsengi var hækkað síðdegis í gær og nú hafa um átta milljónir rúmmetra á kviku safnast saman undir Svartsengi. Miðað við fyrri eldgos hafa líkur á gosi aukist þegar magnið nær átta til þrettán milljón rúmmetrum og náðust neðri mörkin þannig í dag. „Það safnast stöðugt þarna fyrir og þetta er svipað eins og Elliðaárnar, sem er að flæða þarna inn af kviku. Þetta eru 5-6 rúmmetrar á sekúndu. Það er hálf milljón rúmmetra á sólarhring og nú er komið á það stig sem hefur brostið á með gosi upp úr þessu. Ef þetta hegðar sér eins gæti það alveg gerst núna á næstu klukkustundum en líklegt að það gerist á næstu dögum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ómögulegt sé að segja nákvæmlega til um hvenær gosið fer af stað. „Við erum bara undir þetta búin og svo tökum við því sem höndum ber.“ Hann varar enn við því að líklegt sé að lítill sem enginn fyrirvari verði á eldgosinu, enda greið leið fyrir kvikuna upp á yfirborðið. Lítil skjálftavirkni hefur mælst í kvikuganginum undanfarna daga. „Sem að segir okkur ekkert sérstaklega mikið. Það hefur verið frekar hvasst og þá er næmni kerfisins ekki jafn mikil. Það er erfitt að draga miklar ályktanir en enn sem komið er segir ekkert að þetta sé að byrja. Það er líklegt að það gerist á næstu sólarhringum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Hættustig á nokkrum svæðum í kringum Svartsengi var hækkað síðdegis í gær og nú hafa um átta milljónir rúmmetra á kviku safnast saman undir Svartsengi. Miðað við fyrri eldgos hafa líkur á gosi aukist þegar magnið nær átta til þrettán milljón rúmmetrum og náðust neðri mörkin þannig í dag. „Það safnast stöðugt þarna fyrir og þetta er svipað eins og Elliðaárnar, sem er að flæða þarna inn af kviku. Þetta eru 5-6 rúmmetrar á sekúndu. Það er hálf milljón rúmmetra á sólarhring og nú er komið á það stig sem hefur brostið á með gosi upp úr þessu. Ef þetta hegðar sér eins gæti það alveg gerst núna á næstu klukkustundum en líklegt að það gerist á næstu dögum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ómögulegt sé að segja nákvæmlega til um hvenær gosið fer af stað. „Við erum bara undir þetta búin og svo tökum við því sem höndum ber.“ Hann varar enn við því að líklegt sé að lítill sem enginn fyrirvari verði á eldgosinu, enda greið leið fyrir kvikuna upp á yfirborðið. Lítil skjálftavirkni hefur mælst í kvikuganginum undanfarna daga. „Sem að segir okkur ekkert sérstaklega mikið. Það hefur verið frekar hvasst og þá er næmni kerfisins ekki jafn mikil. Það er erfitt að draga miklar ályktanir en enn sem komið er segir ekkert að þetta sé að byrja. Það er líklegt að það gerist á næstu sólarhringum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30
Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46
Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00