Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Belti, axlabönd og keðjur

Í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, "Endurreisn fyrirtækja 2012 – Aflaklær eða uppvakningar“, kemur fram að 71% stjórnenda 120 stærstu rekstrarfyrirtækja landsins telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál í atvinnulífinu. Þar er vitnað til athugasemda sem stjórnendurnir gerðu við þetta ástand. Einn stjórnandinn sagði að "lánasamningar og veðskjöl í dag eru orðin með þeim hætti að bankarnir stjórna fyrirtækjunum í reynd. Þannig er algengt að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans […] Fyrirtækin og ákvarðanataka innan þeirra er því í raun á valdi lánveitenda“. Annar stjórnandi sagði að "öll lánaskilyrði bankanna bera með sér að bankinn telji nauðsynlegt að hafa vit fyrir stjórnendum og þeim ekki treyst til að taka ákvarðanir um fjárfestingar og önnur útgjöld þrátt fyrir traust veð“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hið háða Alþingi

Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurvekja traust á stofnunum samfélagsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir 23. febrúar 2009, þá tiltölulega nýtekin við sem forsætisráðherra. Og Jóhanna var ekki ein um að telja þetta brýnt verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hjó í sama knérunn rúmu ári síðar, 14. júní 2010, í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi. "Traust á Alþingi, á þingstörfunum, hefur verið í lágmarki undanfarin misseri. Það er grafalvarlegt mál því að Alþingi er bæði elsta og æðsta valdastofnun landsins.“ Bjarni taldi augljóst að allir þingmenn hefðu velt þessu fyrir sér. "Ég hygg að allir þingmenn hafi spurt sig: Hvernig má endurheimta traust Alþingis? Hvernig endurheimtum við traust á störfum þingsins? Við sem hér störfum, hvar í flokki sem við stöndum, tökum skilaboð um lítið traust á þinginu til okkar og viljum allt til þess vinna að endurheimta virðingu þess.“

Bakþankar
Fréttamynd

Fólksflóttagrýlan

Efnahagslægð liggur yfir Íslandi. Hún skall á með látum og þrátt fyrir að ýmsir hafi gert sér grein fyrir að efnahagskerfið rambaði á barmi falls þá kom hrunið aftan að þorra fólks. Dagana og vikurnar á eftir réði svartsýnin ríkjum og margir voru þeirrar skoðunar að hér myndi allt hrynja til grunna, innviðir samfélagsins laskast verulega, ef ekki ónýtast, atvinnuleysi nema jafnvel tugum prósenta og til þess gæti komið að hér syltu stórir hópar fólks heilu hungri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sterkasta aðdráttaraflið

Náttúra Íslands er "Íslendingurinn sem raunverulega meikaði það í útlöndum,“ svo vitnað sé í ágæta bakþanka Sifjar Sigmarsdóttur sem birtust hér í blaðinu á föstudaginn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Undanfarin misseri hefur talsvert verið rætt um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og hvernig eigi að bregðast við henni. Umræðan hefur einkum beinst að því hvort og þá að hvaða marki lögreglunni skuli fengnar víðtækari rannsóknarheimildir en hún hefur samkvæmt gildandi lögum til að stemma stigu við slíkri starfsemi. Eru heimildir af þessu tagi jafnan nefndar "forvirkar rannsóknarheimildir".

Fastir pennar
Fréttamynd

Tylft þroskaðra manna

Ég lærði það á fimmtudaginn að það er með öllu ónauðsynlegt, og í raun tímaeyðsla, að skipuleggja afmæli fimm ára barns. Hins vegar, vegna reynsluleysis, hafði ég um nokkurn tíma skipulagt afmælið hans Atla míns í þaula. Ef ég hefði lágmarkskunnáttu á Excel þá hefði ég sett dagskrána upp í skema, en studdist þó við skrifblokkina í þetta skiptið. Tólf guttar, fæddir á árunum 2006 og 2007, mættu stundvíslega. Eftir fimm mínútur áttaði ég mig á því að ekkert af því sem ég hafði reiknað með myndi ganga eftir. Tylft manna á þessu aldursskeiði hefur nefnilega gert lítið af því að skipuleggja sig. Næstu tveir tímarnir voru þeirra.

Bakþankar
Fréttamynd

Baráttubarinn minn

Þá er komið að því. Ég ætla að opna bar. En ekki neinn venjulegan bar, nei. Þessi bar verður opnaður til að berjast gegn alkóhólisma.

Bakþankar
Fréttamynd

Pólitísk kreppa

Sitjandi ríkisstjórn er almennt illa liðin. Einungis 31% þjóðarinnar styður hana og ólíklegt virðist að það fylgi muni aukast verulega. Fyrir því eru fjórar ástæður. Í fyrsta lagi hefur hún þurft að taka erfiðari og óvinsælli ákvarðanir en líkast til nokkur önnur ríkisstjórn til að rétta af ríkisreksturinn. Margar þeirra hafa verið algjörlega nauðsynlegar og því marki brenndar að vera hugsaðar með langtímahagsmuni í huga frekar en skammtímavinsældir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að vega menn

Eins og annað er þetta ágætlega orðað í Njálu. Gunnar á Hlíðarenda hefur starfað sem atvinnumaður í útlöndum í þeirri íþrótt sem þá var helst í boði: hermennsku; alls konar fantar og fífl ögra honum og mana hann til átaka en hann er í raun og veru seinþreyttur til vandræða, uppgefinn á blóðsúthellingum. Hann segir við Kolskegg bróður sinn: "Hvað eg veit,“ segir Gunnar, "hvort eg mun því óvaskari maður en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Alþingi þarf að vanda sig

Lítil innistæða er fyrir kveinstöfum og óbótaskömmum stjórnarmeirihlutans á Alþingi vegna þess að hann brann inni með tillögu sína um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum í sumar. Um þessi málalok getur stjórnarmeirihlutinn kennt sjálfum sér og engum öðrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttlát þjóðareign með arði

Stjórnarflokkarnir hafa sagt að breyta þurfi stjórnkerfi fiskveiða til þess að ná þremur markmiðum: Í fyrsta lagi að tryggja réttlæti. Í öðru lagi að gera auðlindina að þjóðareign. Í þriðja lagi að flytja arðinn til fólksins. Þetta eru allt göfug markmið. Þau vekja eðlilega nokkrar spurningar: Hvað breytist í raun og veru? Hvernig verður réttlætið í samanburði við óréttlætið sem sagt er að ríki. Hvernig finnur þjóðin að hún

Fastir pennar
Fréttamynd

Takk fyrir mig

Í apríl 2006 birtust mínir fyrstu Bakþankar hér í blaðinu. Síðan hefur margt breyst til hins betra í lífi mínu. Það eina, sem ég man í svipinn eftir að breyst hafi á verri veg, er tilfinning mín í garð þessara skrifa. Lengst af hlakkaði ég til að færa vangaveltur mínar í letur og koma þeim á framfæri í svo víðlesnum fjölmiðli. Upp á síðkastið hefur þetta aftur á móti orðið að hálfgerðri kvöð og núorðið er ekki laust við að ég finni fyrir vægri kvíðaröskun í hvert skipti sem ég sest við tölvuna.

Bakþankar
Fréttamynd

Steinsmuga

Forsætisráðherra hefur undanfarna daga gert menn út af örkinni til að bera mér á brýn að hafa staðið óheiðarlega að sölu á SR-mjöli fyrir tæpum tveimur áratugum. Með þeim samanburði á myndin af núverandi landsstjórn að líta betur út. Þegar draga á athygli frá málefnalegri rökræðu er þó heppilegra að fara rétt með.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veikasti hlekkurinn

Til stendur að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi atkvæðagreiðslu í sumar. Hvort þetta sé góð hugmynd er annað mál, en látum það eiga sig að sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitískir puttar í lífeyrissjóðina

Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á ársfundi sjóðsins að sífellt aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Á vettvangi stjórnmálanna hafa að undanförnu komið fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á lífeyriskerfinu, sem eru stórlega varasamar. Sumar þeirra voru raktar í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um hagsmuni Íslands og meintan tilvistarvanda evrunnar

Það er bæði ómálefnalegt og beinlínis rangt að tala um vanda evrunnar þegar rætt er um vanda skuldsettra ríkja sem nota evruna sem gjaldmiðil. Öll tölfræði um gjaldmiðilinn og stöðu þeirra ríkja sem nota hann og hafa hagað ríkisfjármálum sínum með ábyrgum hætti sýnir þetta svart á hvítu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rasismi

Fyrir okkur sem ekki erum útlærð í rasismafræðum og veltum þeim málaflokki ekki fyrir okkur dagsdaglega er þátttaka í samræðum um þau eins og að fara yfir mýri. Við vonumst til að komast yfir þokkalega þurrum fótum en eigum á hættu að sökkva í drulluna. Bara eitt rangt skref/orð getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar.

Bakþankar
Fréttamynd

Verðlaunuð áhætta

Fréttablaðið greindi frá því í gær að höfuðstóll gengistryggðra lána væri um helmingur af höfuðstól jafnhárra verðtryggðra lána ef miðað er við að bæði lánin hafi verið jafnhá og tekin í júní 2002. Samkvæmt útreikningum sem KPMG vann fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, stendur tíu milljóna króna verðtryggt lán sem tekið var fyrir tæpum tíu árum í 15,3 milljónum króna í dag. Sambærilegt gengistryggt lán stendur í tæpum átta milljónum króna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gullgæs í lífshættu

Forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í fyrradag nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, sem sagt er vera "efniviður í sáttargjörð um sjávarútvegsmál sem allir eigi að geta unað vel við“. Draga verður í efa að nokkur sátt geti náðst um þetta plagg fremur en fyrri frumvörp og frumvarpsdrög á vegum ríkisstjórnarinnar, svo meingallað er það.

Fastir pennar
Fréttamynd

3,9 prósent

Stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, þegar horft er einungis til starfsemi á Íslandi, er HB Grandi. Það fyrirtæki skilaði á dögunum uppgjöri fyrir árið 2011. Rekstrartekjur námu 183,7 milljónum evra, um 30,8 milljörðum króna, en þær námu 144,8 milljónum evra árið 2010 og jukust því um 38,9 milljónir evra milli ára, eða 6,5 milljarða króna. Þessi bæting á afkomu verður að teljast með nokkrum ólíkindum, þar sem reksturinn 2010 var hreint ekkert svo slæmur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bankar fyrir opið hagkerfi

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir helgi skýrslu sína til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Skýrslunni er ætlað að vera umræðugrundvöllur fremur en að þar komi fram beinharðar tillögur um umbætur en þar má þó greina útlínur að breytingum, sem margar hverjar ættu að geta verið til bóta. Þannig er í skýrslunni rætt um að setja heildarlöggjöf um fjármálamarkaðinn,

Fastir pennar
Fréttamynd

Besti læknirinn?

Samkvæmt reglum um eftirlit Landlæknis með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstéttum kemur fram að fylgst skuli með ákveðnum þáttum og liggja því til grundvallar markmið eins og öryggi, rétt tímasetning, skilvirkni, jafnræði til þjónustu og einnig notendamiðuð þjónusta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hegðun til hliðsjónar

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sem felur í sér að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gert sé ráð fyrir "ætluðu samþykki“ við líffæragjafir í stað "ætlaðrar neitunar“. Nái tillagan fram að ganga verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða þótt einnig sé kveðið á um að taka skuli tillit til óska aðstandenda. Er það markmið þeirra þingmanna sem að tillögunni standa að fjölga líffæragjöfum á Íslandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Einnar bókar bullur

Þegar ég geng um miðbæ Kordóvu og horfi á gömlu moskuna fyllist ég andagift. Það sem ljær vitund minni vængi er tilhugsunin um að hér sátu múslímar, gyðingar og kristnir á miðöldum og lásu sér til á sama bókasafninu og rökræddu síðan hugmyndir sínar þó ólíkar væru.

Bakþankar
Fréttamynd

Karlréttindakona – kvenréttindakarl

Einhverra hluta vegna hafa ummæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í viðtali við vikublaðið Monitor valdið titringi meðal fólks sem er áhugasamt um jafnrétti kynjanna. Einkum tvenn ummæli í viðtalinu hafa verið til umræðu. Annars vegar að Vigdís hafi talað um "öfgafemínisma“. Það gerði hún reyndar ekki, heldur spyrjandinn. Vigdís sagðist vara við öllum öfgum og sagði að þær gætu eyðilagt góðan málstað. Það virðist ekki vera afstaða sem ætti að koma neinum úr jafnvægi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umhverfisvernd er íhaldsstefna

Mælingar kváðu herma að Svandís Svavarsdóttir sé sá ráðherra sem flestum þyki hafa staðið sig illa í starfi. Það er undarlegt. Það er erfitt að átta sig á því hvaða fólk er spurt og hví það er svona óánægt en skýringin liggur að minnsta kosti ekki í því að Svandís sé löt og hyskin eða svíkist um að vinna sín störf af samviskusemi. Öðru nær. Ætli sé þá ekki nærtækast að leita skýringa í því að þessu fólki mislíki það hversu rösk hún er og röggsöm. Að þetta fólk vilji ekki duglegan og drífandi umhverfisráðherra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Talað upp í vindinn

Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins notuðu nýafstaðna flokksráðsfundi til að lýsa yfir því að kosningabaráttan væri hafin þó að meir en ár lifi af kjörtímabilinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öfgafemínismi

Ummæli sem frú Vigdís Finnbogadóttir lét hafa eftir sér í vikublaðinu Monitor á fimmtudaginn hafa farið öfugt ofan í marga. Spurning um öfgafemínisma vakti hörðustu viðbrögðin, þó Vigdís hafi svarað henni á mjög yfirvegaðan hátt. Hún varar við öfgum, sem hún segir geta eyðilagt góðan málstað. Það er hárrétt hjá Vigdísi, þó hvergi hafi verið gerð tilraun til að útskýra meintar öfgar.

Bakþankar