Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Árbæjarsafn, hrepparígur, kosningabrellur, evran

Hér er mælt með því að Árbæjarsafn verði flutt í Hljómskálagarðinn en flugvöllur verði settur niður á Bessastaðanesi, rætt um viðbrögð við hugmyndum um flugvöll á Lönguskerjum, kosningabrellu Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem gefur kjósendum peninga og fyrirtæki sem vilja frekar nota evrur en íslensku krónuna...

Fastir pennar
Fréttamynd

Stórar spurningar

Óróleikinn á fjármálamörkuðum síðustu vikur hefur kallað fram mjög svo áhugaverða umræðu um stefnuna í peningamálum og stöðu þjóðarbúskaparins almennt. Í byrjun hentu menn á lofti efasemdarspurningar um snaran vöxt íslensku bankanna og stöðu ríkisbúskaparins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mogginn og verkalýðshreyfingin

Þegar ég var strákur norður á Siglufirði í gamla daga var mér kennt að það væri mikil gæfa ef Morgunblaðið skammaði mann. Það væri trygging fyrir því að sá sem fyrir skömmunum varð hefði rétt fyrir sér. Útsendarar auðvaldsins voru flestir óforbetranlegir heildsalar í Reykjavík sem lært höfðu klæki sína í verslunarskóla Hörmangarafélagsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstri, hægri, fram og aftur

Allt frá dögum frönsku byltingarinnar hefur verið hefð fyrir því að skilgreina stjórnmál sem eins konar dans eða handbolta þar sem meginhreyfingarnar eru til vinstri og hægri en hreyfingarleysið er á miðjunni. Þessi flokkun hefur ýmsa kosti en einnig verulega galla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ánægjuleg tillitssemi við kjósendur

Í dag eru réttar þrjár vikur til kjördags í sveitastjórnarkosningum um land allt. Kosningabaráttan lætur þó enn lítið yfir sér. Varla er hægt að merkja að flokkarnir séu farnir að hita upp fyrir komandi átök að neinu marki, fyrir utan örfáar og frekar meinleysislegar gusur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jane Jacobs, aldraðir ávextir, kynlífskönnun

Hér er fjallað um Jane Jacobs sem hafði merkilegar hugmyndir um skipulagsmál og er sögð hafa forðað stórum hlutum New York frá tortímingu, epli í búðum sem geta verið allt að ársgömul þegar þau eru seld og borgaralega óhlýðni sem felst í að gefa vitlaus svör í skoðanakönnunum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Margmenni á miðjunni

Kosningabaráttan virðist óvenju sein af stað og þar til í gær hefur umræðan frá Alþingi yfirskyggt hina pólitísku umræðu síðustu vikur. Frestun þingstarfa kann að valda breytingu, en það mun koma í ljós.

Fastir pennar
Fréttamynd

Málefni, málþóf og kosningar

Venja hefur staðið til þess að ljúka þingstörfum í hæfilegum tíma fyrir sveitarstjórnarkosningar. Starfsáætlun Alþingis gerði ráð fyrir að svo yrði einnig að þessu sinni. En ekki verður ávallt á allt kosið. Þingmenn áttu ýmislegt ósagt þegar að lokadegi kom.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnmálaviðhorfið

Skoðanakönnunin sem birtist um daginn og sýndi að ríkisstjórnin hefur aðeins 48 prósenta fylgi vekur athygli. Þarna eru vísbendingar um að hveitibrauðsdögum Geirs Haarde sem formanns Sjálfstæðisflokksins sé að ljúka...

Fastir pennar
Fréttamynd

Barátta fyrir betra samfélagi

Kjör fatlaðra og aldraðra hafa mikið verið til umræðu á almennum vettvangi á nýliðnum vetri og þá ekki síst skattahlið þessara mála. Samtök eldri borgara og Stefán Ólafsson prófessor hafa haldið því fram að kjör eldri borgara hafi orðið lakari með hverju árinu sem líður vegna þess að skattleysismörk hafi ekki fylgt þeirri launaþróun sem verið hefur í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Útgönguleiðir og Afríka

Mörgum Afríkulöndum fleygir fram, en ýmislegt stendur samt í þeim, þar á meðal þriðja kjörtímabilið. Vandinn er þessi: margar Afríkuþjóðir hafa brennt sig illilega á einræði og óstjórn og hafa því reynt að efla lýðræði með því til dæmis að takmarka kjörgengi forseta sinna við tvö kjörtímabil að bandarískri fyrirmynd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vændi í Þýskalandi, Gumball kappaksturinn

Frænka mín sem var lengi búsett í Þýskalandi sagði mér að ólíklegustu menn færu til vændiskvenna þar í landi. Fyrir þeim væri þetta svona eins og að fara í sund. Vændi er enda löglegt í Þýskalandi og vændiskonur njóta þar verndar yfirvalda...

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttinn við hið óþekkta

Þvert á móti er erfitt að gera sér í hugarlund að íslenskt samfélag væri hreinlega starfshæft án erlends vinnuafls. Allt frá sjúkrahúsunum til byggingasvæða um land allt eru útlendingar ómissandi hjól til að halda vélinni gangandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðvæðing kosningabaráttu?

Átök á heimsvísu á næstu áratugum muni ekki snúast um hugmyndafræði, heldur orkulindir. Þess vegna er það ekki nútímalegt að neita alfarið að setja ribbaldakapítalismanum eðlilegar skorður á stjórnmálasviðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eftirlíkingar athafnamanna

Orkuveitan er að stærstum hluta einokunarfyrirtæki. Hún selur Reykvíkingum heitt vatn á mun hærra verði en nauðsyn krefur. Sá umframhagnaður er bakbein fjárfestinga í veitingahúsnæði, sumarhúsabyggðum, fiskeldi og hugsanlega grunnneti Símans og á fjölmörgum öðrum sviðum. Kaupendur heitavatnsins geta hins vegar ekki leitað neitt annað með viðskipti sín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Refsivöndinn gegn rusli

Það mætti t.d. sekta um 26 þúsund krónur fyrir að spýta út úr sér tyggigúmmíi á víðavangi, hver sígarettustubbur gæti þá kostað um 20 þúsund krónur, tóm drykkjarferna gæti lagt sig á 24 þúsund krónur og í þessum samhengi mætti setja nokkur hundruð þúsund króna verðmiða á akstur utan vega.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppgjör við arfleifð Davíðs

Það fer ekki ýkja hátt en uppgjörið við Davíð eru ein mestu tíðindin í stjórnmálum þessi misserin. Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægist hann óðfluga. Í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík býður hann upp á stefnu sem getur varla talist annað hreinræktaður sósíaldemókratismi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Að skemmta andskotum sínum

Til eru tvenns konar stjórnmálamenn, þeir sem með verkum sínum virðast telja að stjórnmálin og allt sem gerist á þeim vettvangi snúist einmitt um þá sjálfa og svo hinir sem líta á stjórnmálin sem leið til að hrinda í framkvæmd hugmyndum og hugsjón.

Fastir pennar
Fréttamynd

1. maí

Það er kannski misréttið í þjóðfélaginu sem launþegahreyfingin i landinu þarf að einbeita sér að á næstu miserum, því það virðist aukast með hverri vikunni sem líður. Launþegahreyfingin hefur á undanförnum árum samið um margskonar úrbætur á velferðarsviðinu og beitt sér fyrir innleiðingu ýmissa réttlætismála, sem eiga rætur að rekja til ákvarðana Evrópusambandsins. Þar hefur ASÍ staðið vel á verði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að þreyta bráðina

Tuttugu ár eru liðin frá því einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn. Og það er ekki eins og Sjálfstlðisflokkurinn hafi ekki verið í kjöraðstöðu til að beita sér í málinu á því tímabili, því nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamálaráðherra, æðsti yfirmaður ríkisútvarps og ríkissjónvarps, kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Þeim mun sorglegra er að ekki hafi tekist að nýta tímann til að koma á sátt um hlutverk ríkismiðlanna með skýrri lagasetningu því vissulega hefur verið eftirspurn eftir slíkri aðgerð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðjar vanans

En það sem skiptir öllu máli er að stór hluti hækkunar á verði húsnæðis undanfarin misseri er tilkomin vegna þess að bankarnir buðu lægri vexti og hærra lánshlutfall. Sú skoðun að hækkun húsnæðisverðs sé afleiðing og fyrstu merki um aukna þenslu sem síðan muni brjótast út á ekki alveg við í þessu tilviki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tónlistarhús, mælskusnilld, stjórnmál og heimsmeistarakeppni

Hér er fjallað um tónlistarhúsið sem á að rísa í Reykjavík og virðist fara í taugarnar á mörgum, tengslin milli þess að vera snjall ræðumaður og góður pólitíkus og brasilíska þjálfarann Scolari sem mislíkaði svo við bresku pressuna að hann hætti við að þjálfa fótboltalandslið Englands...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fræðilega vanreifað mál. Hver axlar ábyrgðina?

Í hverju þróuðu lýðræðisríki telja menn sér skylt að taka þann tíma sem nauðsynlegur er til þess að ganga úr skugga um að minnsti vafi leiki ekki á stjórnarskrárgildi nýrra lagaáforma. Það álitaefni sem hér er til umræðu kom fyrst til skoðunar fyrir fimm dögum og er því bæði fræðilega vanreifað og stjórnmálalega órætt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég verð áfram ég

Ég hef satt að segja sjálfur haft af þessu nokkrar áhyggjur að vakna upp við það á morgun að vera ekki neitt. Nema auðvitað ég sjálfur, sem sumum kann að þykja þunnur þrettándi, nánast eins og ganga um nakinn innan um prúðbúið fólk. Boðflenna í þjóðfélagssamkvæminu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nokkur orð um DV

Fall DV má rekja til ritstjórnarstefnu blaðsins. Það hefur löngum verið draumur Gunnars Smára að gefa út alvöru gula pressu á Íslandi – í anda þess sem er svæsnast í útlöndum. Gamla DV var ekki slíkt blað. Nýja DV var hins vegar mörkuð þessi stefna frá upphafi...

Fastir pennar
Fréttamynd

ESB og atvinnulífið

Evrópskur vinnumarkaður er reyrður í fjötra. Kostnaðarsamt er að segja mönnum upp, svo að vinnuveitendur hika við að ráða nýtt fólk. Atvinnuleysi æskumanna er þess vegna mikið. Reglugerðarfargan er að sliga evrópsk fyrirtæki. Hinn félagslegi sáttmáli, sem flestar Evrópusambandsþjóðirnar hafa skrifað undir, gerir atvinnulífinu erfitt fyrir um að bregðast við nýjum aðstæðum og eykur enn á atvinnuleysið. Íslenskt hagkerfi er á hinn bóginn þjált og sveigjanlegt og ákjósanlegur vettvangur framtaksmanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Serimóníu- meistarar"

Nú þegar brúðkaupsvertíðin er framundan er það verkefni þeirra hinna sömu að hafa áhrif á það við undirbúning athafna að halda í heiðri góðum gildum, svo að fólk upplifi sig ekki á popptónleikum við kirkjubrúðkaup.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um þvætting

Landamærin milli sannleikans og lyginnar eru ekki alltaf ljós. Skáldskapur getur verið sannur, þótt hann eigi sér ekki skýrar fyrirmyndir í raunveruleikanum: vísvitandi frávik frá þeim upplýsingum, sem við þykjumst hafa um raunveruleikann, til dæmis ýkjur í frásögn eða undanslættir, geta beinlínis aukið eiginlegt sannleiksgildi skáldskapar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ljóst eða dökkt?

Maður veitir því athygli að ljóshært fólk er áberandi hjá Sjálfstæðisflokknum meðan dökkhærðir skipa efstu sætin á lista Samfylkingarinnar. Skyldi þetta hafa áhrif? Um þetta, sósíalískar hugmyndir, Sundabraut og fleira er fjallað í þessum pistli...

Fastir pennar
Fréttamynd

Mikilvægur gluggi til fortíðar

Dagblaðasafn Sveins er einstakt í sinni röð en það samanstendur af öllum tölublöðum af Vísi, Dagblaðinu, DV, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu og er kirfilega innbundið, að stóru leyti í vandaðar leðurbækur.

Fastir pennar