Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Veisla fyrir augu og eyru

Hljómsveitin Nýdönsk hefur verið að í aldarfjórðung og af því tilefni var boðið til afmælistónleika. Og stórafmælum dugar ekkert minna en Eldborgarsalur í Hörpunni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Snoturt poppsamstarf

Hljómsveitin My Bubba & Mi var stofnuð í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, en þar var Guðbjörg Tómasdóttir í námi

Gagnrýni
Fréttamynd

Vandaður virðingarvottur

Flestir Íslendingar þekkja söguna af Helliseyjarslysinu, þar sem hinn rúmlega tvítugi Guðlaugur Friðþórsson synti sex kílómetra leið í nístingskulda frá sökkvandi skipi alla leið til Heimaeyjar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hroki, dans og draumar

Ungir og efnilegir karlmenn sem bregða sér í ótal hlutverk ríða á vaðið hjá Þjóðleikhúsinu nú á leikárinu nýja.

Gagnrýni
Fréttamynd

Þú og ég + Moses Hightower

Undirritaður var fremur fúll yfir að hafa misst af samstarfstónleikum Þú og ég og Moses Hightower á Innipúkahátíðinni fyrir nokkrum vikum, sérstaklega þar sem eftir á fór það orðspor af frammistöðunni að fundist hefði fyrir stuðinu alla leið til veðurathugunarstöðvarinnar á Svalbarða hið minnsta.

Gagnrýni
Fréttamynd

Drama í úrvalsflokki

A Seperation er ein besta mynd síðasta árs. Skothelt handritið, góð leikstjórn og leikur í úrvalsflokki sjá um þetta hjálparlaust.

Gagnrýni
Fréttamynd

Algjörlega ódrepandi formúlu fylgt út í ystu æsar

Bourne-myndirnar eru með betri spennumyndum síðari ára, loftþéttir og fullorðins njósnatryllar sem einkennst hafa af styrkri leikstjórn, góðum leikurum og útpældum handritum. The Bourne Legacy stendur fyrri myndunum að baki en er engu að síður frambærilegur njósnatryllir sem byggir á óvenju traustri formúlu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Blygðunarlaust popp

Þórunn Antonía blaktir á flunkufínni poppplötu. Formúlan virkar vel og smurt. Kostir og gallar ástarinnar eru alltumlykjandi í textum og úr verður svöl poppplata sem minnir um margt á horfna tíma en gæti átt gott líf í vændum í framtíðinni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fimmtíu gráir skuggar

Þetta er hvorki mömmuklám né ömmuklám, þetta er í besta falli langömmuklám sem hefði getað verið skrifað á 19. öldinni

Gagnrýni
Fréttamynd

Tónlistarleg ekkólalía

Maður hefði haldið að undir kirkjutónlist flokkaðist eingöngu músík sem hefði trúarlega skírskotun. Svo þarf ekki að vera.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fullkomnun í hinu ófullkomna

Byrjum á því mikilvægasta, lesandi góður: Farðu á Dýrin í Hálsaskógi! Farðu fyrir barnið í sjálfum þér og farðu með þau börn sem þér standa næst. Það verður skemmtilegt síðdegi og þið eigið eftir að koma syngjandi heim.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kaldur dagur í helvíti

Fátt er verra fyrir spennutrylli en spennufall, en það er eiginlega besta orðið til að lýsa kvikmyndinni Frosti. Kynningarherferð myndarinnar lofaði nokkuð góðu þó hún hafi óneitanlega vakið upp minningar um Blair Witch-fyrirbærið sem tröllreið kvikmyndaiðnaðinum fyrir aldamót.

Gagnrýni
Fréttamynd

Þyngri og seinteknari Sudden

Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sjálfhverf samkoma eða tær snilld?

Reykjavík Dance Festival var skipulagt og hugsuð með nokkuð öðru sniði en undangegnin ár. Í stað þess að vera saman safn danssýninga þar sem áhorfendur mæta til að sjá dansara og danshöfunda sýna verk sín þá var hátíðin í heild sinni ein stór „kóreógrafía“ undir nafninu: A Series of Event.

Gagnrýni
Fréttamynd

Karpað í körfunni

Ávaxtakarfan, hið vinsæla barnaleikrit eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, er komið í bíó og fáum við að fylgjast með ævintýrum Mæju jarðarbers, Evu appelsínu og allra hinna ávaxtanna á hvíta tjaldinu, en stemningin í körfunni er súr, einelti er liðið og frekjan í ananasnum er óþolandi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Rokk og raftaktar

Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Dauðalausi maðurinn og daufdumba stúlkan

Téa Obreht sló hressilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Konu tígursins, hlaut Orange-verðlaunin 2011 og hefur verið hyllt víða um lönd sem einn besti höfundur sinnar kynslóðar, en hún er fædd 1985.

Gagnrýni
Fréttamynd

Misheppnuð tilraun

Myndasería af vegg sem umlykur byggingarsvæði í miðbæ Reykjavíkur. Þetta hljómar satt að segja ekki neitt brjálæðislega spennandi, en þetta er samt myndefnið sem ljósmyndarinn Ingvar Högni Ragnarsson valdi sér fyrir einkasýninguna Veggir sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Gjöfult samband

Eivør vann nýju plötuna, Room, með eiginmanni sínum Tróndi Bogasyni. Þau semja flest lögin og textana, saman eða hvort í sínu lagi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Staður og stund

Litirnir sem Ingólfur hefur valið eru á svipuðum stað í litapallettunni og litir í fyrri verkum hans þar sem hann málar á steinsteypta steina, og margir kannast við, en litaflöturinn hér er svipaður eða jafnstór og fyrrnefndir steinar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Betri en forverinn

Í svona mynd skiptir þó mestu máli að hasarinn sé í lagi, og það er hann svo sannarlega hér. Sem fyrr er það Íslandsvinurinn Dolph Lundgren sem stelur senunni, Stallone og Statham smella betur saman en áður, Terry Crews á nokkur góð atriði og Schwarzenegger reytir af sér brandarana. Sumir eru fyndnir, aðrir dansa á línu pínlegheitanna. Þá átta ég mig ekki alveg á því hvert Stallone er að fara með alpahúfuna og yfirskeggið. Verður hann með lírukassa og lítinn apa í mynd númer þrjú?

Gagnrýni
Fréttamynd

Stundargaman Dætrasona

Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Niður með puntið!

Brave er mikið sjónarspil eins og flest sem frá Pixar kemur, og þó söguþráðurinn virki ófrumlegur við fyrstu sýn er nálgunin augljóslega óhefðbundin séu hin femínísku gleraugu sett upp. Það er nánast eins og Disney-bákninu finnist það skulda heiminum afsökunarbeiðni vegna prinsessusnobbsins í gegnum tíðina, og viti menn, hin rytjulega og ódannaða Merida sem hér er fylgst með er langflottasta kvenpersóna sem sést hefur í teiknimynd lengi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fersk efnisskrá

Marlon Brando hafði í fyrstu ekki áhuga á að leika Guðföðurinn. Hann vildi ekki taka þátt í að upphefja mafíuna. Síðar skipti hann um skoðun, eins og frægt er. Eitt af því sem upphefur mafíuna er tónlistin í kvikmyndinni.

Gagnrýni