Frakkar hefndu fyrir tapið 2016 og eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn Frakkland vann 25-23 sigur á Danmörku í úrslitum í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Frakkar hefna þar með fyrir tap fyrir Dönum í úrslitum á leikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Handbolti 7. ágúst 2021 13:37
Spánverjar náðu bronsinu eftir háspennuleik Spánn hlaut bronsverðlaun í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Þeir spænsku lögðu Egypta naumlega, 33-31, í leiknum um þriðja sæti mótsins. Handbolti 7. ágúst 2021 10:00
Áhlaup norska liðsins kom aðeins of seint Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson stýrir, leikur um bronsið á Ólympíuleikunum í Ríó eftir tap fyrir Rússlandi, 26-27. Handbolti 6. ágúst 2021 13:38
Frakkar í úrslit en Kristín og Svíarnir leika um bronsið Frakkar eru komnir í úrslit í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Svíum, 29-27. Handbolti 6. ágúst 2021 09:29
Grótta sækir liðsstyrk í serbnesku úrvalsdeildina Handknattleiksdeild Gróttu hefur fengið til lis við sig leikstjórnandann Igor Mrsulja fyrir komandi átök í Olís-deild karla. Mrsulja er 27 Serbi og kemur frá Kikinda Grindex í serbnesku úrvalsdeildinni. Handbolti 5. ágúst 2021 22:23
Danir í úrslit og geta varið Ólympíugullið Danir eru komnir í úrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum eftir sigur á Spánverjum, 23-27. Danska liðið á því möguleika á að verja Ólympíutitilinn sem það vann undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar í Ríó 2016. Handbolti 5. ágúst 2021 13:35
Frakkar í úrslit á fjórðu Ólympíuleikunum í röð Frakkland er komið í úrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Egyptalandi, 27-23. Handbolti 5. ágúst 2021 09:34
Kristín og sænsku stöllur hennar í fyrsta sinn í undanúrslit á Ólympíuleikum Svíþjóð er komið í undanúrslit handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn eftir sigur á Suður-Kóreu, 39-30. Í undanúrslitunum mæta Svíar Frökkum sem völtuðu yfir heimsmeistara Hollendinga, 32-22. Handbolti 4. ágúst 2021 13:20
Þórsarar orðlausir þegar Alusevski ákvað að slá til Margir ráku eflaust upp stór augu þegar Þór tilkynnti um ráðningu á nýjum þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta í fyrradag. Sá heitir Stevce Alusevski og var síðast þjálfari norður-makedónska stórliðsins Vardar. Handbolti 4. ágúst 2021 11:01
Norsku stelpurnar hans Þóris spila enn og aftur um verðlaun Norska kvennalandsliðið í handbolta sem Þórir Hergeirsson stýrir er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Ungverjalandi, 26-22. Handbolti 4. ágúst 2021 07:01
Egyptar rúlluðu yfir strákana hans Alfreðs Egyptaland varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó með öruggum 26-31 sigri á Þýskalandi í dag. Handbolti 3. ágúst 2021 13:12
Draumur Dana um annað Ólympíugull lifir Danir eru komnir í undanúrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Norðmönnum, 31-25. Handbolti 3. ágúst 2021 09:34
Strákarnir hans Arons mættu ofjörlum sínum og frábær endasprettur Spánverja Strákarnir hans Arons Kristjánssonar í bareinska landsliðinu í handbolta eru úr leik á Ólympíuleikunum eftir tap fyrir Frakklandi, 42-28, í átta liða úrslitum í nótt. Spánverjar eru einnig komnir áfram í undanúrslit eftir dramatískan sigur á Svíum, 33-34. Handbolti 3. ágúst 2021 06:59
Frá einu stærsta liði Evrópu í Grill 66 deildina Þórsarar virðast stórhuga fyrir komandi keppnistímabil í Grill 66 deildinni en félagið tilkynnti í dag um ráðningu nýs þjálfara. Sá þjálfaði makedónska stórveldið Vardar Skopje á síðasta tímabili. Handbolti 2. ágúst 2021 17:28
Lærimeyjar Þóris með fullt hús stiga úr riðlinum Norska kvennalandsliðið í handbolta átti þægilegan dag á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar þær mættu heimakonum í lokaumferð riðlakeppninnar. Handbolti 2. ágúst 2021 14:53
Lærisveinar Alfreðs tryggðu sig í 8-liða úrslit Þýska landsliðið í handbolta, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, er komið í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Handbolti 1. ágúst 2021 12:21
Lærisveinar Arons áfram eftir dramatískan sigur Dags á Portúgal Lærisveinar Arons Kristjánssonar í handboltalandsliði Barein eru komnir í 8-liða úrslit á Ólympíuleikunum. Handbolti 1. ágúst 2021 10:56
Lærimeyjar Þóris enn með fullt hús stiga eftir sigur á heimsmeisturunum Norska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á því hollenska á Ólympíuleikunum í dag. Handbolti 31. júlí 2021 14:30
Harpixið á hilluna eftir tuttugu ára feril með Stjörnunni Sólveig Lára Kjærnested mun ekki leika með Stjörnunni í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Handbolti 31. júlí 2021 10:01
Bitter skellti í lás og strákarnir hans Alfreðs unnu mikilvægan sigur Þýskaland fór langt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókyó með sigri á Noregi, 28-23, í dag. Handbolti 30. júlí 2021 14:08
Aron Kristjáns vann Dag á Ólympíuleikunum í nótt Barein vann tveggja marka sigur á Japan, 32-30, í handboltakeppni Ólympíuleikanna í nótt og fagnaði þar sem fyrsta sigri sínum á leikunum en bæði lið voru búin að tapa þremur fyrstu leikjum sínum. Handbolti 30. júlí 2021 07:00
Meistararnir fá landsliðsmarkvörð Japans Íslandsmeistarar Vals hafa samið við japanska landsliðsmarkvörðinn Motoki Sakai. Hann kemur til Vals eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Handbolti 29. júlí 2021 12:29
Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleik Norska kvennalandsliðið í handbolta hélt sigurgöngu sinni áfram á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt og eru þær öruggar í átta liða úrslitin þegar tveir leikir eru eftir. Handbolti 29. júlí 2021 08:51
Víkingur tekur sæti Kríu í Olís-deildinni Víkingur hefur ákveðið að taka sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Handbolti 28. júlí 2021 15:43
Annað grátlegt tap hjá strákunum hans Alfreðs Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu urðu að sætta sig við tap fyrir Frakklandi, 30-29, í þriðja leik sínum í A-riðli Ólympíuleikanna í Tókýó. Handbolti 28. júlí 2021 14:03
Þriðja tapið í röð hjá liðum Dags og Arons Lærisveinar íslensku þjálfaranna Dags Sigurðssonar og Aron Kristjánssonar hafa enn ekki ná að fagna sigri í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Handbolti 28. júlí 2021 08:01
„Fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum“ Tonje Lerstad, markvörður norska strandhandboltaliðsins, er þakklát fyrir stuðninginn sem liðinu hefur borist síðustu daga, meðal annars frá söngkonunni Pink. Handbolti 27. júlí 2021 13:30
Stelpurnar hans Þóris byrja ÓL í Tókýó með tveimur stórsigrum Evrópumeistarar Noregs í handbolta kvenna unnu í dag níu marka sigur á Afríkumeisturum Angóla í öðrum leik liðanna á leikunum, 30-21, eftir að hafa verið 15-10 yfir í hálfleik. Handbolti 27. júlí 2021 12:04
Strákarnir hans Dags nálægt stigi gegn Svíum eftir frábæran endasprett Japan er enn án stiga í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar töpuðu fyrir Svíþjóð í B-riðli í dag, 26-28. Handbolti 26. júlí 2021 14:09
Aftur svekkjandi eins marks tap hjá lærisveinum Arons Kristjáns Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein voru nálægt því að vinna sinn fyrsta leik í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Handbolti 26. júlí 2021 12:07