Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Hesta og gæludýrakeppni hjá Íshestum á sumardaginn fyrsta

Íshestar standa fyrir hesta og gæludýrakeppni sumardaginn fyrsta í höfuðstöðvum Íshesta í Hafnafirði. Framkvæmd á skemmti- og hátíðardagskrá þennan dag er í höndum Önnu Marínar Kristjánsdóttur fagmanns á sviði hunda og hesta. Dagskráin er með nokkuð hefðbundnu sniði eins og fyrri ár, þ.e.fjölbreytt fjölskyldudagskrá þar sem ýmislegt er í boði, en gaman er að segja frá því að í fyrsta skipti á Íslandi verður haldinn almenn gæludýrakeppni.

Innlent
Fréttamynd

Þorvaldur og Blíða sigra Þeir allra sterkustu

Þorvaldur Árni og Blíða frá Flögu sigruðu keppnina "þeir allra sterkustu" sem haldin var í Skautahöllinni í Laugardal í gærkveldi. Bergir Jónsson og Tjörvi frá Ketilsstöðum sigruðu stóðhestakeppnina.

Sport
Fréttamynd

Skeifudagur á Hvanneyri

Þann 22. apríl verður haldinn hinn árlegi Skeifudagur við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þennan dag, eins og verið hefur um áratuga skeið, kynna nemendur í hrossarækt árangur vetrarstarfsins. Morgunblaðsskeifan verður afhend þennan dag en hún er veitt fyrir bestan árangur í tamninga- og reiðkennslunámi vetrarins.

Sport
Fréttamynd

Stórsýningin "Þeir allra sterkustu"

Nú er verið að leggja síðustu hönd á dagskrá og undirbúning stórsýningarinnar " Þeir allra sterkustu". Aðgöngumiða er verið að selja í versluninni Líflandi og einnig verður selt við innganginn í skautahöllinni á laugardag en húsið opnar kl. 19:00.

Sport
Fréttamynd

Meistaradeild VÍS staðan eftir fimm greinar af átta

Með góðum sigri í Gæðingafiminni á hestagullinu Ormi frá Dallandi hefur Alti Guðmundsson færst í hóp fremstu knapanna og ljóst að hann mun blanda sér í baráttu um meistaratitlinn. Í úrslitum Gæðingafiminnar fékk Sigurður Sigurðarson 7, 93 í einkunn en Þorvaldur Árni 7,92. Þetta brot 1/100 réð úrslitum um það hvor þeirra leiðir stigasöfnunina að lokinni Gæðingafiminni.

Sport
Fréttamynd

Opna ÁG æskulýðsmótið í tölti

Hið árlega opna ÁG æskulýðsmót í tölti fer fram að venju á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Hrafnssýning Ölfushöll

Allir þeir sem unna íslenska gæðingnum og vilja fylgjast með íslenskri hrossarækt láta sig ekki vanta í Ölfushöllina þann 19. apríl, en þá verður haldin Hrafnssýning sem hefst klukkan 20.00. Þar verður hægt að njóta þess að sjá úrval gæðinga, vekringa, töltara, kynbótahrossa og fjölda stórknapa.

Sport
Fréttamynd

Hestahvíslarinn Monty Roberts kominn til landsins

Einn þekktasti hestahvíslari heims, Monty Roberts er kominn til landsins. Monty er kominn hingað til lands til að sýna íslendingum hvernig hann nálgast og temur hross á sinn einstaka hátt. Sýning þessa meistara verður haldin á skírdag í Reiðhöllinni í Víðidal og er bara um eina sýningu að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Úrslit í Skagfirsku mótaröðinni

Stefán Friðgeirsson vann fimmgang fjórða árið í röð á Degi frá Strandarhöfða og Baldvin Ari vann bæði tölt og fjórgang á Erni frá Grímshúsum. Magnús Bragi vann tvöfalt í skeiði á bræðrunum Fjölni og Gjafari frá Sjávarborg.

Sport
Fréttamynd

Dymbilvikusýning Gusts 12. apríl

Hin árlega Dymbilvikusýning Gusts verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavog nk. miðvikudagskvöld, 12. apríl, kvöldið fyrir skírdag. Miðasala hefst kl. 19, en sýningin byrjar kl. 20:30 og er miðaverð kr. 1.500.

Sport
Fréttamynd

Búist er við um 12 til 15 þúsund manns á Landsmót hestamanna

Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 26. júní - 2. júlí næstkomandi. Undirbúningur og framkæmdir fyrir þennan stórviðburð eru langt á veg komnar og miðar vel. Búist er við um 12 til 15 þúsund manns á Landsmót og er áætlað að 5 – 7 þúsund af þeim séu erlendir gestir.

Sport
Fréttamynd

Þeir allra sterkustu

Ein magnaðasta stóðhestasýning ársins verður haldin í Skautahöllinni í Laugardal, laugardaginn 15. apríl næstkomandi. "Þeir allra sterkustu" er heitið á sýningunni og eins og nafnið gefur til kynna verða glæsilegustu stóðhestar landsins sýndir á ísnum. Keppt verður í annarsvegar í tölti og er knöpum sem skarað hafa fram úr boðið í þann flokk.

Sport
Fréttamynd

Frábært Kvennatölt

Kvennatölt Gusts og Landsbankans fór fram í gær, laugardag, og tókst frábærlega vel. Metskráning var á mótið og mættu á annað hundrað konur víðs vegar af landinu til leiks með gæðinga af bestu gerð. Keppnin var óvenju jöfn og hörð þetta árið og sáust feikna tilþrif í öllum flokkum.

Sport
Fréttamynd

Nýhestamót Sörla

Nýhestmót Sörla verður haldið á morgun, sunnudaginn 9.apríl að Sörlastöðum og hefst keppnin klukkan 15:00 Skráning hefst kl. 14:00 í dómpallinum. Eins og nafnið gefur til kynna þá mega bara hestar keppa sem ekki hafa unnið til verðlauna (sama hvar á landinu) en að sjálfsögðu er í lagi ef hesturinn hefur unnið á þessu ári. (2006).

Sport
Fréttamynd

Kvennatölt Gusts og Landsbankans

Um er að ræða stærsta opna töltmót landsins sem haldið verður í reiðhöll Gusts í Kópavogi í dag, en skráningar eru um 120 sem er met. Konur víðsvegar af landinu munu etja kappi saman á gæðingum sínum og eru margar fremstu reiðkonur landsins skráðar til leiks.

Sport
Fréttamynd

Atli og Ormur frá Dallandi sigruðu Gæðingafimina

Atli Guðmundsson og Ormur frá Dallandi sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar VÍS sem haldin var í gærkveldi í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Það er greinilega að þessi keppni er komin til að vera og eigum við til knapa og hross á heimsmælikvarða hvað gæðingafimi varðar.

Sport
Fréttamynd

Töltmót á Hornafirði

Opið töltmót verður haldið á Höfn í Hornafirði þann 22. apríl nk. Það er hestamannafélagið Hornfirðingur sem stendur fyrir mótinu í samstarfi við Sparisjóð Hornafjarðar og nágrennis.

Sport
Fréttamynd

Kvennatölt Gusts og Landsbankans

Kvennatölt Gusts og Landsbankans verður haldið laugardaginn 8. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Mót þessi hafa alla tíð verið mjög vinsæl og er spáð metaðsókn á laugardag. Keppt verður í Opnun flokk, áhugamannaflokk og byrjendaflokk.

Sport
Fréttamynd

Gæðingafimi - Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum

Næsta mót fer fram næstkomandi fimmtudagskvöld, 6. apríl í Ölfushöll. Keppt verður í Gæðingafimi. Gæðingafimi er grein með frjálsum æfingum og kallar á alla kosti íslenska gæðingsins til hámarks einkunnar. Sýningin er frjáls innan tímamarka sem eru 3 til 4 mínútur.

Sport