Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Er með góða til­finningu eftir að hafa komið til baka“

KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Með sjö í þremur: „Kannski margir sem af­skrifa mann en mér finnst ég eiga nóg eftir“

Engu er logið þegar sagt er að Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, hafi farið hamförum í upphafi tímabils. Hún hefur skorað öll sjö mörk Þórs/KA í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Sandra ákvað að semja aftur við Þór/KA í vetur og er sátt með þá ákvörðun. Hún segir að Akureyringa dreymi um að verða Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Már fann neistann

At­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í fót­bolta. Rúnar Már S. Sigur­jóns­son. Ætlar að láta til sín taka í Bestu deildinni í sumar. Hann fann að neistinn var til staðar til að snúa aftur heim í ís­lenska boltann. Hann er ekki mættur hingað til lands í frí og hefur skrifað undir samning við ÍA. Tíðindi sem var lengi beðið eftir en það var góð og gild á­stæða fyrir því.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skúrkurinn endaði sem hetjan

Það er ó­hætt að segja að Hannah Sharts, banda­rískur mið­vörður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, hafi átt við­burða­ríkan leik gegn Kefla­vík á dögunum. Eftir að hafa gerst sek um ó­venju­leg mis­tök í fyrri hálf­leik steig hún upp og bætti upp fyrir þau með hreint út sagt mögnuðum leik.

Íslenski boltinn