Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Skotheld fegrunarráð fyrir jólin

„Á vinnuborðinu hjá mér þegar kemur að augnförðun fyrir þessi jól eru gylltir og kóngabláir litir," segir Karl Berndsen hár- og förðunarfræðingur.

Jólin
Fréttamynd

Yljandi jólaglöggskaffi

Fátt er betra á kaldri aðventunni en sopi af heitum drykk. Sonja Björk Grant hjá Kaffismiðjunni kann uppskrift að jólakaffi með hrásykri og negulnöglum. Sonja segir jólakaffið í anda jólaglöggs en það er

Jólin
Fréttamynd

Simmi: Hreindýralundir og jólaís

„Ég er giftur mesta jólabarni heims," svarar Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður, kallaður Simmi, aðspurður út í jólaundirbúning á hans heimili. „Bryndís er búin að vera undirbúa jólin hægt og rólega frá því í október. Þannig að sjálfur jólaundirbúningurinn á sér langan aðdraganda." „Þetta er mjög gott fyrirkomulag því við náum að klára allt í tæka tíð og getum því notið jólastemmningarinnar í botn í desember." „Konan mín á samt allan heiðurinn að undirbúningnum. Ég veiti hjálparhönd og elda jólamatinn," segir Simmi.

Jólin
Fréttamynd

Sigga Lund: Möndlugjöfin á sínum stað

„Ég kemst ávallt snemma í jólaskap og er yfirleitt byrjuð á því að setja eina og eina jólaplötu á fóninn um miðjan nóvember þegar ég hengi upp fyrsta skrautið," segir útvarpskonan Sigg Lund þegar við spyrjum hana hvenær hún byrjaði að undirbúa jólin.

Jólin
Fréttamynd

Hófsamar jólagjafir fyrirtækja

Jólagjafirnar á góðærisárunum voru oft glæsilegar og íburðarmiklar og margir supu hreinlega hveljur við fréttum af því hvað leyndist í jólapökkum starfsmanna sumra fyrirtækja. Nú er öldin önnur.

Lífið
Fréttamynd

Heimalagað rauðkál og rauðvínssósa

Eplin og rauðkálið er skorið niður, þetta er sett í pott ásamt smjöri og blandað vel saman. Þá er restinni blandað saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ - 2 tíma. Hræra þarf reglulega í pottinum.

Matur
Fréttamynd

Hamborgarhryggur og eplasalat

Hryggurinn er settur inní ofn við 160° í 90 mínútur, gott er að setja smá vatn í botninn svo hann þorni ekki. Hryggurinn er tekinn út og losaður af beininu.

Matur
Fréttamynd

Ostakrækir hnuplar úr Búrinu

Írskur gáda-osthleifur var numinn á brott af heimili sínu í fyrrinótt og skömmu síðar varpað á jörðina. Osturinn, sem staðið hafði á afgreiðsluborði ostaverslunarinnar Búrsins við Nóatún, komst aftur óskaddaðar í réttar hendur.

Innlent
Fréttamynd

Jólalestin lögð af stað

Ljósum prýddir Coca-Cola trukkar Vífilfells keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í dag. Jólalestin hélt af stað fyrir um klukkutíma frá höfuðstöðvum Vífilfells að Stuðlahálsi. Hún mun ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins með stuttri viðkomu í Smáralind kl. 18:00. Þaðan verður ferðinni áfram haldið til kl. 20:00, en þá lýkur rúmlega 100 km löngu ferðalagi Jólalestarinnar á Stuðlahálsi, á sama stað og ferðin hófst.

Lífið
Fréttamynd

Ómótstæðileg jólakort

Jólakort úr hvítu súkkulaði með jólakveðju og mynd eru til þess fallin að gleðja ættingja og vini með óvæntum hætti. Sumir veigra sér þó við því að borða sína nánustu en erfitt er að standast freistinguna.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Ásdís Rán og Garðar með jólaboð á Oliver

Hjónakornin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Garðar Gunnlaugssonar hafa ekki mikinn tíma hér á landi yfir hátíðirnar oghafa af þeirri ástæðu ákveðið að halda ,,lítið jólaboð" á Café Oliver næstkomandi laugardag fyrir fjölskyldu og vini.

Lífið
Fréttamynd

Kveikt á jólatrénu á Austurvelli í dag

Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð klukkan fjögur í dag. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð sem prýðir Austurvöll þessi jól er tólf metra hátt og var höggvið í Maridalen sem er eitt af vinsælli útivistarsvæðum Oslóarbúa. Jólsveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Stúfur ætla að mæta á svæðið og syngja nokkur jólalög.

Innlent
Fréttamynd

Requiem Mozarts á miðnætti

Laust eftir miðnætti aðfaranótt 5. desember næstkomandi flytur Óperukórinn í Reykjavík ásamt sinfoníuhljómsveit og einsöngvurum Requiem Mozarts í Langholtskirkju.

Lífið
Fréttamynd

Jólaþorpið á Thorsplani opnað

Búið er að opna jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði. Ýmislegt í boði í þorpinu, handverk og hönnun, heimabakaðar kökur, sultur og annað góðgæti, handmáluð kerti og jólakúlur, dúkkuföt, myndlist, leirlist svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Jólaljósin tendruð á Miðbakka

Ljósin á jólatrénu frá Hamborg sem er á Miðbakka Reykjavíkurhafnar verða tendruð í dag klukkan fimm. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Karl-Ulrich Müller, afhendir forsvarsmönnum Faxaflóahafna tréð og Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, ávarpar samkomuna og tekur á móti trénu fyrir hönd hafnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Náttúrulega klassískir

Að pakka inn jólagjöfunum er skemmtilegur lokahnykkur á jólaundirbúningnum. Pakkarnir geta verið einfaldir eða skrautlegir, aðalmálið er að leggja alúð í verkið og útkoman verður flott.

Jólin
Fréttamynd

Þurfum ljós á aðventunni

Kertagerð er göfugt og heillandi viðfangsefni. Um það er auðvelt að sannfærast þegar komið er í fyrirtækið Jöklaljós þar sem nostrað er við hvert og eitt kerti.

Jólin
Fréttamynd

Reidd á hesti til nýrra heimkynna

Þegar Freyja Fanndal Sigurðardóttir er beðin um að rifja upp bernskujól þá kemur á hana hik. Svo hverfur hún í huganum aftur í tímann, fyrst til ársins 1941 því þá urðu mikil umskipti í lífi hennar, hún flutti að Hólum í Hjaltadal til fósturforeldra.

Jólin
Fréttamynd

Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu

Það er fátt sem hreyfir eins mikið við hjarta mannfólksins á jólunum en heimagerðar gjafir barna, enda allt ósvikin listaverk sem unnin eru með hjartanu og af persónulegri natni og hlýhug til þess sem gjöfina á að fá.

Jólin
Fréttamynd

Grýla var örugglega glysgjörn

l Í rauðu húsi við Skólavörðustíginn leynist lítið gallerí þar sem Edda Herbertsdóttir útbýr fígúrur úr ull og fleiru. Má þar nefna jólasveina, engla í litríkum þjóðbúningum, karla og kerlingar. Hún notar mest íslenska kembu eða flókaull og þæfir með nálu

Jólin
Fréttamynd

Klassískir og einfaldir pakkar

Jólapakkar vekja upp tilhlökkun og bros og er það ekki eingöngu vegna spennu yfir hvað í þeim leynist heldur líka vegna þess hve fallegir þeir geta verið á að líta. Kristín Magnúsdóttir útbjó nokkra klassíska jólapakka fyrir okkur.

Jólin