Kompás

Kompás

Fréttaskýringaþáttur þar sem hin ýmsu málefni eru krufin til mergjar.

Fréttamynd

Kompás 2. október

Kompás heimsótti Þórunni Helgadóttur, sendifulltrúá ABC barnahjálpar í Kenýa, fyrr á árinu. Þátturinn hafði mikil áhrif og stuðningur við verkefnið jókst gríðarlega. Logi Bergmann Eiðsson hitti Þórunni nýverið og fékk að forvitnast um þær breytingar sem hafa orðið á starfsemi ABC barnahjálpar í kjölfar þáttarins.

Stöð 2
Fréttamynd

Giddings unglingafangelsið

Gott kvöld og velkomin í Kompás. Það verða þrjú mjög ólík mál á dagskránni í kvöld. Í sjö ár sat Aron Pálmi Ágústsson í unglingafangelsi í Texas þar sem líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi var daglegt brauð. Í kvöld segir Kompás frá hneykslismálum sem hafa sett stór skörð í kerfi sem afplánun Arons Pálma byggðist á. Við heimsækjum fangelsið. Eftir 450 ára hlé á klausturlifnaði munka á Íslandi heimsækir Kompás, Cappuchin munkana að kollaleiru í Reyðarfirði. Átök um háspennulínur, virkjanir og álver hreyfa ekki við munkunum sem lifa í sátt og samlyndi við Guð og menn á þessum afskekkta stað. Og í lokin kynnum við fyrir fólki tækifæri til að segja sögur sínar af uppvextinum í Reykjavík. En við byrjum í Texas.

Stöð 2
Fréttamynd

Munkalíf

Söguleg tímamót urðu á dögunum þegar klausturlifnaður munka var endurreistur á Íslandi eftir 450 ár. Munkalaustur að Kollaleiru í Reyðarfirði var vígt en þar verða fyrst um sinn þrír brúnklæddir hettumunkar frá Slóvakíu. Bænir bræðranna eiga að bera jákvæða strauma til íbúanna í andstæðu við átökin sem hafa verið þar um háspennulínurnar sem flutt hafa straum til nýja álversins í Reyðarfirði.

Stöð 2
Fréttamynd

Reykjavíkursögur

Miðstöð munnlegra sögu í Þjóðarbókhlöðunni safnar nú saman heimildum frá fólki á öllum aldri sem á það sameiginlegt að hafa alist upp í Reykjavík. Verkefnið kallast Reykjavíkursögur en markmið þess er að safna saman sögum af lífi borgarbúa, varðveita þær og miðla til almennings. Hver frásögn er einstök og allar gefa þær ólíka mynd af daglegu lífi í Reykjavík á hinum ýmsu tímum.

Stöð 2
Fréttamynd

Áhersla á neytendamál

Í vetur ætlar Kompás að leggja áherslu á umfjöllun um neytendamál. Það hafa allir skoðanir á þeim málum og allir hafa sögur að segja. Eins og ávallt, þá viljum við hvetja áhorfendur til að senda okkur upplýsingar um mál sem þeir vilja að Kompás skoði og leiti svara við. Netfang þáttarins er kompas@stod2.is. Einnig er hægt að senda inn nafnlausar ábendingar með hér til vinstri.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompás á leið til Írak

Kristinn Hrafnsson, fréttamaður Kompáss, og Ingi R. Ingason, framleiðandi þáttarins, lögðu af stað til Bagdad í Írak í dag. Þeir munu dvelja í Írak í rúma viku. Þar ætla þeir að fylgjast með síðustu dögum Herdísar Sigurgrímsdóttur í starfi sem upplýsingafulltrúi NATO á vegum Íslensku friðargæslunnar í Írak. Herdís mun fræða þá um starf sitt og ástandið í Írak en hún hefur dvalið á græna svæðinu í Bagdad í um hálft ár. Þá munu Kristinn og Ingi einnig fara um Bagdad og nærliggjandi borgir í fylgd hersveita. Afraksturinn verður sýndur í Kompási í október.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompás í Texas

Í næsta þætti Kompás heimsækjum við unglingafangelsið í Giddings í Texas þar sem Aron Pálmi var frá fjórtán ára aldri. Aron Pálmi rifjar upp líf sitt innan rammgerðasta unglingafangelsis Texas þar sem ofbeldi gagnvart föngum var daglegt brauð.

Stöð 2
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Kompási

Í kjölfar sýningu Kompásþáttarins í gærkvöldi sendi Einar Gautur Steingrímsson hrl, lögmaður Róberts Árna Hreiðarssonar, hdl fréttatilkynningu í dag þar sem gerðar eru athugasemdir við umfjöllun þáttarins. Kompás hefur svarað fréttatilkynningunni en yfirlýsingin frá Kompási er eftirfarandi:

Stöð 2
Fréttamynd

Vargur í véum

Gott kvöld og velkomin í fyrsta Kompásþátt vetrarins sem héðan í frá verður á dagskrá á þriðjudagskvöldum. Kompás hefur á síðustu tveimur árum fjallað mikið um barnaníðinga og meðal annars notað tálbeitu til að sýna áhuga fullorðinna karlmanna á kynferðislegum kynnum við þrettán ára stúlku. Í kvöld veltum við upp áleitnum spurningum sem varða lögmann sem ákærður er fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum; á sama tíma og hann er verjandi barnaníðinga. Við segjum frá ákæruatriðum málsins og leitum svara í kerfinu.

Stöð 2
Fréttamynd

Verndaðir valdsmenn

Flestir viðmælendur Kompáss eru sammála um að það sé siðferðislega óverjandi að maður sem sætir rannsókn og síðar ákæru vegna kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum geti á þeim tíma tekið að sér að verja aðra menn sem sakaðir eru um hliðstæð kynferðisbrot. Þrátt fyrir vanþóknun á því geta menn illa bent á nein úrræði. Þetta er þó staða sem ekki er bundin við lögmannastétttina, að mati talsmanns Stígamóta. Þetta sé hluti af vanda sem snúi almennt að níðingum í valda- og áhrifastöðum.

Stöð 2
Fréttamynd

Dómsuppkvaðning 26. september

Dómur í máli Róberts Árna Hreiðarssonar verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 26. september næstkomandi. Eins og áður þegar við höfum fjallað um kynferðisbrot gegn börnum og unglingum þá viljum við benda fórnarlömbum kynferðisbrota á, að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða Stígamót í síma 562-6868.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompás 18. september

Fyrsti Kompásþáttur vetrarins verður sýndur næstkomandi þriðjudag klukkan 21:45 sem verður fastur sýningartími þáttarins í vetur. Í þessum fyrsta þætti beinum við sjónum okkar að málum manns sem er ákærður fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart unglingsstúlkum. Hægt er að nálgast stiklu þáttarins hér til hliðar.

Stöð 2
Fréttamynd

Sérfræðiálit

Aquasel Agé grisjur sem notaðar voru á andlit Astridar á aldrei að nota á andlit. Þetta segir danskur læknir sem Kompás hafði samband við vegna þessa máls. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu starfa 8 lýtalæknar á Íslandi. Kompás hafði samband við 5 þeirra og neituðu þeir allir að skoða og eða gefa álit sitt á meðferð Astridar.

Stöð 2
Fréttamynd

Djúp ör

Við kynnumst ungri stúlku sem fyrir tveimur árum brenndist illa í andliti og á höndum. Foreldrar stúlkunnar hafa kært meðferð stúlkunnar til lögreglu en þeir halda segja að læknamistök hafi leitt til þess að stúlkan verður aldrei söm á ný. Við heyrum sögu stúlkunnar og aðstandenda hennar, fáum sérfræðing til að leggja mat á meðferð stúlkunnar og rýnum í sjúkraskýrslur hennar. Til að áhorfendur fái sem gleggsta mynd af því sem gerðist sýnum við mydnir sem teknar voru á þessum tíma. Við vörum við þessum myndum þar en þær gætu valdið óhug.

Stöð 2
Fréttamynd

Svindlið í kvótakerfinu

Við flettum ofan af kvótakerfinu og svindli í sjávarútveginum. Í þessu flókna kerfi viðgengst umfangsmikið svindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. Í þættinum leggjum við fram gögn, vitnum til ábyrgra heimildarmanna og ræðum við menn sem allir staðfesta svindlið. Við sýnum ykkur semsagt hvernig svindlað er á kerfinu.

Stöð 2
Fréttamynd

Áleitnar spurningar

Einn megin grunnur að fiskveiðiráðgjöf Hafró eru tölur um landaðan afla. Ef tölurnar eru kolrangar hlýtur ráðgjöfin að vera röng. Hafró tekur ekkert tillit til svika í landi og telur brottkast hafa lítil sem engin áhrif á stofnmælingu. Þó að sjómenn gagnrýni Fiskistofu harðlega fyrir slælegt eftirlit stekkur sjávarútvegsráðherra henni til varnar. Ráðherrann og Fiskistofa standa á því fastari fótunum að allt tal um stórfellt svik uppá þúsundir tonna og milljarða verðmæti, séu óstaðfestar ýkjusögur.

Stöð 2
Fréttamynd

Færeyska reynslan

Fjölbreytileg svik og brottkast í kvótakerfi er ekki séríslenskt fyrirbæri. Færeyingar hafa reynslu af þessu úr sinni sögu þó að færeyska kvótakerfið hafi staðið stutt við eða einungis í tvö ár. Færeyingar gáfust upp á kvótakerfinu og köstuðu því fyrir róða, töldu það liðónýtt og spillt.

Stöð 2
Fréttamynd

Hjálpin berst

Við förum aftur til Mongólíu með MND félaginu þar sem fyrir nokkrum dögum var tekið á móti gámi fullum af hjálpartækjum sem er gjöf félagsins til MND sjúklinga í Mongólíu. Aðbúnaður MND sjúklinga í Mongólíu er afar slæmur.

Stöð 2
Fréttamynd

Pader

Tuttugu ár eru síðan Joseph Kony og menn hans í hinum svonefnda frelsisher Drottins hófu skæruhernað sinn gegn stjórnarher Úganda. Verndin var hins vegar fljót að snúast upp í andhverfu sína. Kompás heimsótti átakasvæðin í Úganda þaðan sem óhugnanlegar sögur hafa borist af illvirkjum svokallaðs Frelsishers Drottinns.

Stöð 2
Fréttamynd

Ill meðferð

Ill meðferð á dýrum varða við lög en óheimilt er að hrekkja eða meiða dýr. Í fyrsta hluta þáttarins sjáum við óhugnanlegar myndir af tamningarmanni sem lemur hest. Við könnum hvort um hefðbundnar tamningaraðferðir sé að ræða eða einangrað tilvik.

Stöð 2
Fréttamynd

Er verið að misþyrma hestinum þínum?

Er verið að misþyrma hestinum þínum? Kompás komst yfir óhugnanlegar myndir af tamningarmanni sem lemur hest. Teljast þetta hefðbundar tammingaraðferðir - eða eru um einangrað tilvik að ræða?

Stöð 2
Fréttamynd

Hetja í Kenýa

Í þessum þætti kynnumst við konu sem á ósköp vengulegum degi fyrir þremur árum fór á bensínstöð í Grafarvogi og tók með sér bækling. Sú heimsókn var vendipunktur og nú býr hún í Kenýa. Við kynnumst lífi hennar í fátækrahverfum Nairóbí og einstöku starfi ABC.

Stöð 2
Fréttamynd

Erfitt val

Það kostar ekki nema 3000 krónur á mánuði að framfleyta barni í Kenýa. Fyrir þá upphæð er hægt að kaupa mat, lyf, föt og borga skólagjöld fyrir eitt barn. Það hlítur að vera góð tilfinning að hjálpa barni á þennan hátt en það er ekki hægt að hjálpa öllum. Erfiðast er að velja hverjum skuli hjálpa.

Stöð 2
Fréttamynd

Kúba - Kópavogur

Tinna og Yandi kynntust á Kúbu og ástin tók völdin. Þau þrá ekkert heitar en að stofna heimili og vera saman en íslensk lög og reglugerðir gera þeim erfitt fyrir þar sem hann fær ekki framlengingu dvalarleyfis. Verður unga parinu stíað í sundur? Kompás fylgdist með ástarsögu án landamæra.

Stöð 2
Fréttamynd

Lög og reglur

Hvaða reglur gilda um það hverjir fá að setjast hér að og hverjir ekki? Skiptir máli frá hvaða landi fólk kemur eða getur hver sem er sest hér að? Við kynntum okkur reglurnar og lögin sem farið er eftir.

Stöð 2
Fréttamynd

Blind ást

Eftir að reglunum um Evrópska efnahagssvæðið var breytt í fyrra þá er erfiðara fyrir íbúa utan þess svæðis að fá dvalarleyfi hér á landi. Við heyrum nú frásögn konu frá Höfn í Hornafirði sem segir fyrrverandi mann sinn hafa notað sig til að fá íslenskan ríkisborgararétt. Skömmu eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari breyttist hegðun hans það mikið að skilnaður var óumflýjanlegur

Stöð 2
Fréttamynd

Hjálpartæki til Mongólíu

Lítil hugmynd sem kviknaði hjá íslendingi í Japan, varð að stórverkefni í Mongólíu. Fjörtíu feta gámur fullur af hjálpartækjum fyrir MND veika var sendur til þessa stóra lands í austri. Kompás var með í för og kynntist heilbrigðiskerfinu, götubörnum sem lifa í ræsunum og fátækrahverfum í útjaðri höfuðborgarinnar.

Stöð 2
Fréttamynd

Götubörnin og gerhverfin

Rúm fimmtán ár eru síðan Sovétríkin liðu undir lok og árið 1992 var komið á þingræði í Mongólíu. Landið hefur verið að þróast í átt til markaðshagkerfis, en fátæktin er þar mikil. Í köldustu höfuðborg heims getur lífið orðið erfitt hjá mörgum.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompás 1. apríl 2007

Kompás hefur þegar vakið mikla athygli, ekki einasta fyrir djarft og glöggt efnisval heldur ekki síður fyrir vönduð efnistök. Hér er á ferðinni alvörufréttaskýringaþáttur þar sem hispurslaus og vönduð rannsóknarblaðamennska er í hávegum höfð. Ef þú hefur áhuga á að vita hvað verður í þættinum næsta sunnudag, 1. apríl 2007 þá má nálgast stiklu þáttarins hér.

Stöð 2