Kaldrifjað morð Íslendingar eru sjaldan fórnarlömb skipulagra morða. Gísli Þorkelsson var myrtur á hrottafenginn hátt í Suður Afríku sumarið 2005, af manni sem Gísli taldi vin sinn. Lík hans fannst steypt í ruslatunnu sex vikum seinna. Réttarhöldin yfir morðingjunum standa nú yfir í Jóhannesarborg. Stöð 2 25. mars 2007 19:45
Bloodgroup Þau eru fjögur, tveir bræður, systir þeirra og kærasti hennar. Saman skipa þau hljómsveitina Bloodgroup. Tvö þeirra búa á Egilsstöðum, eitt í Reykjavík og eitt í Færeyjum. Þrátt fyrir það hafa þau spilað saman í tæpt ár og vakið athygli fyrir skemmtilega sviðsframkomu og hressandi raftónlist. Stöð 2 25. mars 2007 19:30
Kompás sunnudaginn 25. mars Á sunnudagskvöld eru tvö mál á dagskrá Kompáss. Íslendingar eru sjaldan fórnarlömb skipulagra morða. Gísli Þorkelsson var myrtur á hrottafenginn hátt í Suður Afríku sumarið 2005, af manni sem Gísli taldi vin sinn. Kompás fylgdist með réttarhöldunum yfir morðingjum Gísla í Jóhannesarborg. Stöð 2 23. mars 2007 16:15
Barist um atkvæðin Það er hart barist um atkvæði Hafnfirðinga sem ganga að kjörborðinu 31. mars. Í þeim kosningum á að ákveða hvort álver Alcan í Straumsvík verði stækkað. Þær upplýsingar sem Hafnfirðingar hafa til að styðjast við eru þó æði misvísandi, hvort sem um er að ræða tölur um mengun eða fjárhagslegan ávinning. Óhjákvæmilegur fylgisfiskur álvinnslu er að til verður verðurl koltvísýringur, flúorkolefni og brennisteinsdíoxíð. Brennisteinsdíoxíð er ekki hreinsað í álverinu, en forsvarsmenn álversins fullyrða að engin hætta sé á því að börn eða fullorðnir í nágrenninu bíði heilsutjón vegna starfseminnar þótt tugþúsundum tonna af brennisteinsdíoxíði sé blásið út í andrúmsloftið. Stöð 2 11. mars 2007 20:00
Starfsfólkið Starfsmenn hjá Alcan á Íslandi eru nú um 470. Áætlað er að stækkun álversins skapi í allt 1200 ný og varanleg störf, um 350 bein störf hjá fyrirtækinu og ríflega tvöfalt fleiri afleidd störf vegna aukinna umsvifa. Þetta er án efa staðreynd sem kjósendur munu hafa í huga þegar gengið er að kjörborðinu. Það vekur hins vegar athygli að starfsmannamál álversins hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri, aðallega í tengslum við uppsagnir. Stöð 2 11. mars 2007 19:30
Á að stækka? Stækkun álversins í Straumsvík hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára . Athygli vekur að fyrrverandi forstjóri álversisns fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nær álverinu. Það gerði hann árið 1995, eða fyrir einum tólf árum. Stöð 2 11. mars 2007 19:00
Athugasemdum við Kompásumfjöllun svarað Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi nýverið ritstjórn fréttaskýringaþáttarins Kompás bréf þar sem gerðar voru athugasemdir við umfjöllun Kristins Hrafnssonar fréttamanns, í þættinum um trúarlíf Íslendinga. Ritstórn þáttarins sendi biskupi í dag greinagerð frá Kristni þar sem öllum athugasemdum biskups er svarað. Stöð 2 7. mars 2007 17:51
Átök og eftirköst Æsingsóráðsheilkenni er nýyrði í íslensku máli; heilkenni sem tengist nær eingöngu málum sem koma upp á geðsjúkrahúsum eða við handtöku lögreglunnar. Menn deyja úr þessu heilkenni og það gerði Jón Helgason sem var handtekinn á Hótel Sögu í desember. Við rifjum upp hans sögu og skoðum hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða hans. Jón Helgason var þrjátíu og eins árs þegar hann lést. Fjölmiðlar drógu upp dökka mynd af þessum stóra manni. Fjölskyldan kemur nú, í fyrsta sinn fram og segir sína hlið. Við rekjum atburðarrás kvöldsins afdrifaríka, förum á vettvanginn þar sem átökin áttu sér stað og bregðum upp mynd af umfjöllun fjölmiðla á þessum tíma. Stöð 2 5. mars 2007 00:00
Heilkenni? Fjölskylda Jóns hélt sig til hlés á meðan á rannsókn málsins stóð. Þegar niðurstöður krufningarinnar lágu fyrir átti hún von á að fá úr því skorið hvort Jón hefði dáið úr ofneyslu eiturlyfja eða, hvort harðræði lögreglu hefði dregið hann til dauða. Annað kom á daginn. Dánarorsök var æsingsóráðsheilkenni. Stöð 2 4. mars 2007 23:45
Hörð viðbrögð Fjölmörg ríki sem eiga í nánum tengslum við Ísland hafa mótmælt hvalveiðunum. Hvaða afleiðingar geta veiðarnar haft? Borga þær sig? Kompás fór til sögufrægs bæjar í Japan þar sem hvalur hefur verið veiddur í fjögur hundruð ár. Þar er nánast allur hluti hvalsins nýttur og hluti af menningu bæjarins. Hvaða augum líta ráðamenn á stöðuna í dag. Og í lok þáttarins skoðum við hvort og þá hvenær hvalkjötið fari til Japans. Stöð 2 26. febrúar 2007 11:45
Hetjur hafsins Taiji, lítill bær á suðurströnd Japans er einn fjölmargra bæja þar í landi sem hvalur er veiddur. Þar snýst menningin að stórum hluta um veiðarnar. Íbúarnir vilja halda áfram að veiða og nota sömu rök og Íslendingar - að veiðarnar séu nauðsynlegar til að viðhalda lífríki sjávar. Stöð 2 26. febrúar 2007 11:43
Selst kjötið? Helstu viðskiptamenn Íslands hafa áhyggjur af afleiðingum hvalveiða Íslendinga. Þeir segja þær skaða ímynd landsins. Og talsmenn Greenpeace segja að með veiðunum sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Stöð 2 26. febrúar 2007 11:40
Þúsund ár? Það fjarar hratt undan Þjóðkirkjunni ef miðað er við meðlimafjölda - og að henni beinast spjótin hvöss. Hún er sökuð um að bera ábyrgð á sögufölsun, mannréttindabrotum og misrétti - jafnvel andkristilegri afstöðu. Önnur trúfélag sækja á og ef fram heldur sem horfir verður ekki "einn siður í landinu" áður en langt um líður, eins og lengst af í þúsund ár, allavega ekki undir fánum einnar kirkju. Nýjar tölur gætu bent til þess að þjóðkirkjan sé að verða minnihlutakirkja á næstu árum eins. Kompás tekur púlsinn á trúarlífi íslendinga þar sem Ríkiskirkjan er harðlega gagnrýnd fyrir að vera orðin málsvari misréttis, mannréttindabrota og jafnvel ókristilegra sjónarmiða. Stöð 2 19. febrúar 2007 10:59
Húsin á Hellu Hella er tæplega 500 manna bæjarfélag á Suðurlandi. þegar ekið er í gegnum bæinn blasa við nokkur grá, ófrágengin hús sem í búa um 40 manns. Húsin eru í eigu Íbúðalánasjóðs sem nú hefur tilkynnt að íbúar húsanna verði að yfirgefa þau fyrir 15. maí næstkomandi. Árið 2001 vantaði tilfinnanlega hús á Hellu. Þetta var skömmu eftir Suðurlandsskjálftann og eftirspurn eftir húsnæði til leigu var mikil í bæjarfélaginu. Stöð 2 19. febrúar 2007 10:58
Kjöt eða vatn? Vatn, sykur og allskyns aukaefni er meðal þess sem bætt er kjöt og fisk, sem neytendur telja til ferskvöru. Það kemur væntanlega einhverjum á óvart en íslenskir neytendur greiða um hálfan milljarð á ári fyrir vatn sem sett er í kjúklingabringur. Og þá erum við bara að tala um kjúklinginn. Hvenær hættir kjöt að vera kjöt og fiskur að vera fiskur? Stöð 2 11. febrúar 2007 18:52
Stjörnuregn Hvað fær erlendar hljómsveitir á borð við Metallicu, Duran Duran og Cold Play til að spila á Íslandi? Hvað gerði það að verkum að hljómsveitir fóru í auknum mæli að koma hingað til lands? Kompás ræddi við fólkið á bak við böndin og grennslaðist fyrir um lífið á bak við tjöldin. Stöð 2 11. febrúar 2007 18:51
Draugaskip í Hvalsnesfjöru Við skoðuðum strand Wilson Muuga, flutningaskipsins sem nú liggur lemstrað í Hvalsnesfjöru. Stjórnvöld og eigendur skipsins deila um aðkomu að hreinsunarstarfi; benda á sitt hvorn lagabálkinn og ekki er ljóst hver eigi að gera - eða borga - hvað. Semsagt snúið mál sem nú er á leið fyrir dómstóla á meðan dauðadæmt skipið hvílir á skeri sínu. Stöð 2 4. febrúar 2007 18:33
Bætt meðferð? Kynferðisglæpamenn eru víðast hvar álitnir sértök tegund afbrotamanna. Hætta er á að þeir brjóti ítrekað af sér og því telja margir réttlætanlegt að refsa þeim á annan hátt en öðrum glæpamönnum. Ríki Evrópuráðsins, sem Ísland er aðili að, ræða nú samræmdar aðgerðir gegn kynferðisglæpamönnum og mun samningur þar að lútandi liggja fyrir síðla árs. Það gæti þýtt breytt lagaumhverfi hér á landi. Stöð 2 4. febrúar 2007 18:30
Á barnaveiðum ll Myndum við samþykkja að börnin okkar stæðu úti á götu á spjalli við ókunna manneskju í klukkustund eða meir? Einmitt það gætu börnin okkar verið að gera í tölvunni. Spjalla við fullorðið fólk, sem þau þekkja ekki, langtímum saman. Kynferðisbrotum tengdum Netinu hefur fjölgað síðustu misseri. Fullorðnir karlmenn sem leita eftir kynlífi með ungum krökkum þurfa ekki langan tíma á Netinu - til að finna næsta fórnarlamb. Stöð 2 28. janúar 2007 15:00
Inn fyrir þröskuldinn Hundrað og níu karlmenn á aldrinum sextán til fimmtíu og sjö ára settu sig í samband við tálbeitu Kompáss. Sextán þeirra vöruðu hana við en níutíu og þrír vildu nánari kynni. Tálbeitan var í raun tuttugu og átta ára gömul kona. Fimm fullorðnir karlmenn gengu alla leið - yfir þröskuldinn og inn á heimili þar sem þeir héldu að þrettán ára stúlka tæki á móti þeim. Stöð 2 28. janúar 2007 12:18
Leyndardómar netheima Við þurfum að vita hvað börnin okkar eru að gera í tölvunni. Við þurfum líka að treysta þeim. Þetta var niðurstaða sex foreldra sem Kompás ræddi við um hætturnar sem tengjast Netinu. Þó nokkur samtök á Íslandi veita foreldrum og börnum ráðgjöf um örugga netnotkun. Stöð 2 28. janúar 2007 12:17
Kompás næsta sunnudag Hundrað og níu karlmenn á aldrinum 16 til 57 ára settu sig í samband við tálbeitu Kompáss, þrettán ára stúlku, á tveimur sólarhringum. Flestir þeirra voru á höttunum eftir kynferðislegu sambandi við stúlkuna. Kompás leigði sér litla kjallaraíbúð í tíu klukkustundir og á þeim tíma stigu fimm karlmenn inn fyrir þröskuldinn. Við tókum á móti þeim. Stöð 2 25. janúar 2007 21:03
Ekkert eftirlit? Hvernig má það vera að maður sem dæmdur er í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum er tveimur og hálfu ári síðar farinn að endurtaka leikinn? Hvað getur verndað börnin okkar þegar út úr fangelsi kemur maður sem virðist vera jafn líklegur til að brjóta af sér eins og áður? Stöð 2 21. janúar 2007 00:01
Inn fyrir þröskuldinn Við áttum von á viðbrögðum en ekki því að dæmdur barnaníðingur, sem enn er í afplánun, myndi svara auglýsingunum. Hann vildi ekki bara hitta eitt barn heldur tvö, stúlku og dreng, sama kvöldið með klukkutíma millibili. En, það var Kompás sem mætti honum. Stöð 2 21. janúar 2007 00:01
Á barnaveiðum I Í þessum Kompásþætti birtum við mynd af barnaníðingi sem við gripum þar sem hann var kominn í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur til að hitta þrettán ára stúlku, tálbeitu Kompáss. Þessi maður er enn að afplána dóm sem hann hlaut árið 2004. Við spyrjum - hvernig getur það gerst? Stöð 2 21. janúar 2007 00:01
Pókeræði Íslendingar eru dottnir í fjárhættuspil. Pókeræði er í algleymingi og óttast SÁÁ að spilafíklum sé að fjölga mjög. Fjárhagur íþróttafélaganna geldur fyrir þessa þróun enda er talið að veltan nemi hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. Bannað er að spila fjárhættuspil á Íslandi en Netið hefur gert fólki kleift að leggja undir stórar upphæðir án þess að nokkur verði þess var. Stöð 2 19. janúar 2007 22:03
MND í Japan Íslenskir MND sjúklingar hafa val til að fara í öndunarvél til að lengja líf sitt. Þeir hafa einnig val um það hvenær öndunarvélin verði tekin úr sambandi, hvenær þeir fái að deyja. Í Japan er bannað samkvæmt lögum að slökkva á öndunarvélum. Japanskir MND sjúklingar sem fara í öndunarvél lokast inni í eigin líkama. Þeir geta ekkert tjáð sig. Þeir hafa ekkert val. Stöð 2 19. janúar 2007 21:59
Halli heimilislausi Ungum Íslendingi var hent fyrir lest í Kaupmannahöfn nýverið. Hann hefur dvalið á götunni í borginni um nokkurt skeið. Kompás hafði upp á manninum sem sagði frá atvikinu. Stöð 2 7. janúar 2007 00:01
Bréf til þáttarins vegna umfjöllunar um Byrgið Rannsókn Kompás á málefnum Byrgisins vakti mikil viðbrögð í samfélaginu. Nokkur bréf bárust ritstjórn þáttarins vegna þessa. Sigmundur Ernir Rúnarsson las upp úr nokkrum þeirra. Stöð 2 7. janúar 2007 00:01
Saddam allur Aftakan á Saddan Hussein hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim. Kompás rifjar upp feril þessa umdeilda leiðtoga. Stöð 2 7. janúar 2007 00:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent