Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Fótbolti 25. júní 2020 17:49
„Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu“ Jóhannes Kr Kristjánsson blaðamaður og Sævar Guðmundsson leikstjóri hafa elt þríeykið svokallaða baksviðs undanfarna mánuði til þess að gera heimildarþætti um Covid faraldurinn á Íslandi. Lífið 25. júní 2020 13:30
Framlengja samning um lágmarksflug til Boston Samningurinn kveður á um að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. Viðskipti innlent 25. júní 2020 13:24
Þrír greindust með veiruna við landamærin annan daginn í röð Þrír greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Innlent 25. júní 2020 13:00
„Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. Lífið 25. júní 2020 10:30
Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. Erlent 25. júní 2020 10:06
Eiffel-turninn opnaður á ný Eiffel-turninn í París hefur verið lokaður í rúma þrjá mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Erlent 25. júní 2020 08:14
Johnson fullyrti að ekkert land væri með smitrakningarapp sem virkar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar. Erlent 24. júní 2020 23:27
Vonast eftir því að skimun á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segist vonast til þess að skimunum vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 24. júní 2020 20:00
Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. Innlent 24. júní 2020 19:05
Undirrituðu samninga um stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Seðlabankinn hefur undirritað við samninga við fjóra banka um veitingu stuðningslána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Viðskipti innlent 24. júní 2020 18:36
Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. Innlent 24. júní 2020 15:57
Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. Innlent 24. júní 2020 15:01
Segja niðurgreitt sumarnám í háskólum bitna hart á einkareknum fræðslufyrirtækjum Félag atvinnurekenda hefur sent menntamálaráðherra erindi vegna útfærslu á stuðningi stjórnvalda við sumarnám sem viðbrögð við áhrifum kórónuveirunnar. Viðskipti innlent 24. júní 2020 14:38
2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. Innlent 24. júní 2020 14:38
Svona var 79. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Innlent 24. júní 2020 13:47
Hvorki Guðni né Guðmundur halda kosningavöku Hvorki Guðmundur Franklín Jónsson né Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðendur í forsetakosningnum, munu halda opinberar kosningavökur að kvöldi kjördags, næstkomandi laugardagskvöld, líkt og venja er. Innlent 24. júní 2020 13:33
Byrja að fljúga Íslendingum til Alicante og Tenerife í júlí Beint áætlunarflug frá Íslandi til Alicante og Tenerife á Spáni hefst á ný í júlí. Viðskipti innlent 24. júní 2020 13:08
Þrír greindust með veiruna við landamæraskimun Virk smit á landinu eru nú níu, en voru átta í gær. Tveir hafa þá náð bata síðan í gær. Innlent 24. júní 2020 12:57
Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Innlent 24. júní 2020 12:19
Boðað til upplýsingafundar í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Innlent 24. júní 2020 11:33
Metfjöldi nýsmitaðra á Indlandi Yfirvöld Indlands opinberuðu í dag að 16 þúsund nýsmitaðir af Covid-19 hafi greinst þar í landi og hefur sú tala aldrei verið hærri. Her Indlands hefur verið kallaður til til að byggja sjúkrahús í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Erlent 24. júní 2020 11:28
Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. Innlent 24. júní 2020 10:57
Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. Atvinnulíf 24. júní 2020 10:00
Ólíklegt að Bandaríkjamönnum verði hleypt í gegn þegar ytri landamærin opna Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Erlent 24. júní 2020 09:01
FFÍ og Icelandair funda aftur í hádeginu Samningafundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var slitið skömmu fyrir klukkan tvö í nótt eftir um sextán tíma samningalotu. Innlent 24. júní 2020 02:03
Lykilinn að búsetu hérlendis að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að með aðgerðarpakkanum uppfylli Ísland ekki aðeins alþjóðlegar skuldbindingar heldur hyggist gera enn betur í loftslagsmálum. Innlent 23. júní 2020 21:01
Senda sýnatökuteymi fyrir Norrænu til Danmerkur Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar til Færeyja og Íslands. Innlent 23. júní 2020 20:42
„Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Innlent 23. júní 2020 20:05
Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. Erlent 23. júní 2020 17:42