„Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. Atvinnulíf 22.3.2025 10:02
Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. Atvinnulíf 21.3.2025 07:00
Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég er nú svo hvatvís að ég veit varla í hvaða átt ég er að fara, hvað þá að ég viti hver þessi innri áttaviti er,“ segir Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Vesturports með meiru og hlær. Atvinnulíf 20.3.2025 07:01
Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf 10.3.2025 07:01
Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. Atvinnulíf 8.3.2025 10:02
Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að vinna á draumavinnustaðnum er geggjuð upplifun. Að hlakka til hvers dags til að fara að vinna og upplifa daginn sem ánægjuna eina: Svo gaman að vinna, svo frábær vinnustaður. Atvinnulíf 7.3.2025 07:01
Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Það er erfitt að upplifa okkur í draumastarfinu eða vera mjög ánægð í vinnunni okkar, en líða samt eins og við séum ekki alveg að smella saman við yfirmanninn okkar. Atvinnulíf 6.3.2025 07:02
Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Að kunna vel við yfirmanninn á vinnustað er lykilatriði. Því það að elska starfið sitt er eiginlega ekki nóg. Alls kyns flækjur geta nefnilega komið upp í samskiptum við yfirmann, sem síðan geta dregið úr starfsánægjunni. Atvinnulíf 5.3.2025 07:03
Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. Atvinnulíf 3.3.2025 07:05
Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin. Atvinnulíf 1.3.2025 10:02
Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. Atvinnulíf 28.2.2025 07:03
„Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ „Það má ekki vera tabú að segja frá,“ segir Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hjá LEX í samtali um netöryggismál. Atvinnulíf 27.2.2025 07:03
Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira „Ég hef alveg mætt í fyrirtæki, kallaður út á laugardegi. Þar sem bíða mín 50 starfsmenn og mér réttur tússpenni og tafla og fólk spyr: Hvað eigum við að gera?" segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Keystrike. Atvinnulíf 26.2.2025 07:01
30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. Atvinnulíf 24.2.2025 07:04
Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin, kölluð saloon. Þar komu saman laganna verðir og glæpamennirnir og þar var rakarinn oft að vinna,“ segir Jón Aðalsteinn Sveinsson, betur þekktur sem Nonni í Quest. Atvinnulíf 23.2.2025 08:00
Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. Atvinnulíf 22.2.2025 10:02
Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. Atvinnulíf 21.2.2025 07:00
Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ „Við erum sem dæmi með 48 þjóðerni í starfi hjá okkur og höfum því sannarlega reynslu af því að starfa með fólki með ólíkan bakgrunn og menningu,“ segir Vaka Ágústsdóttir mannauðsstjóri IKEA. Atvinnulíf 20.2.2025 07:03
Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag „Nei, nei, þetta er nú þegar í gildi,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun um Unndísi; Nýtt verkfæri sem vinnustaðir geta nýtt sér þegar þau ráða fólk sem hefur af ýmsum ástæðum verið frá vinnumarkaði um tíma, telst með skerta starfsgetu og er komið á hlutaörorku. Atvinnulíf 19.2.2025 07:02
Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Í íþróttunum er ekkert óalgengt að við sjáum tíð skipti á þjálfurum. Enda ekkert sem segir að sá sem eitt sinn taldist besti þjálfarinn fyrir liðið, sé endilega sá besti fyrir komandi tíma og misseri. Atvinnulíf 17.2.2025 07:01
Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér. Atvinnulíf 15.2.2025 10:01
Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. Atvinnulíf 13.2.2025 07:03
Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. Atvinnulíf 12.2.2025 07:00
Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulífið titrar og skelfur alla mánudaga eftir Super Bowl í Bandaríkjunum. Hvers vegna? Jú, spurningin er: Hversu margir mæta til vinnu í dag? Eða ætti frekar að spyrja: Hversu margt fólk hringir sig inn veikt í dag? Atvinnulíf 10.2.2025 07:01
Fermingarmyndin ekki til útflutnings Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, segir engan hasar á morgnana lengur. Þau hjónin séu tvö með latan hund og oftar en ekki er Hrönn svo heppin að eiginmaðurinn gefur henni fyrsta kaffibollann um það leyti sem hún fer fram úr. Atvinnulíf 8.2.2025 10:02