Johnson fullyrti að ekkert land væri með smitrakningarapp sem virkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 23:27 Boris Johnson segir smitrakningu í Bretlandi ganga vel. JESSICA TAYLOR/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar. Ummælin lét Johnson falla í kjölfar þess að meðlimir breska þingsins höfðu lýst áhyggjum sínum af því að tveir þriðju þeirra smita sem greinast í Bretlandi væru ekki raktir með fullnægjandi hætti. Keir Starner, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði þetta stórt vandamál og kallaði eftir þróun rakningarapps. Slíkt app væri nauðsynlegt ef aflétta ætti samfélagslegum takmörkunum sem í gildi eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Johnson svaraði því til að vinna við smitrakningu gengi vel í Bretlandi, og að skilvirkt kerfi væri við lýði í þeim efnum. Þá spurði hann hvort Starner gæti „nefnt eitt ríki heims sem er með smitrakningarapp sem virkar, því það er ekki eitt slíkt til.“ Keir benti þá meðal annars á að í Þýskalandi væri smitrakningarapp sem 12 milljónir manna hefðu hlaðið niður. Eins benti hann á rakningaröpp í Singapúr og Suður-Kóreu. Meðal annarra landa sem hafa gefið út öpp, eða smáforrit, sem ætluð eru til smitrakningar eru Frakkland, Ástralía og Lettland. Eins og margir vita er Ísland einnig í hópi þeirra ríkja sem notast við app við smitrakningu. Appið ber heitið C-19 og er aðgengilegt í App-store og Google-store, fyrir Apple- og Android-snjalltæki. Í byrjun apríl þessa árs höfðu yfir hundrað þúsund manns náð í appið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar. Ummælin lét Johnson falla í kjölfar þess að meðlimir breska þingsins höfðu lýst áhyggjum sínum af því að tveir þriðju þeirra smita sem greinast í Bretlandi væru ekki raktir með fullnægjandi hætti. Keir Starner, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði þetta stórt vandamál og kallaði eftir þróun rakningarapps. Slíkt app væri nauðsynlegt ef aflétta ætti samfélagslegum takmörkunum sem í gildi eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Johnson svaraði því til að vinna við smitrakningu gengi vel í Bretlandi, og að skilvirkt kerfi væri við lýði í þeim efnum. Þá spurði hann hvort Starner gæti „nefnt eitt ríki heims sem er með smitrakningarapp sem virkar, því það er ekki eitt slíkt til.“ Keir benti þá meðal annars á að í Þýskalandi væri smitrakningarapp sem 12 milljónir manna hefðu hlaðið niður. Eins benti hann á rakningaröpp í Singapúr og Suður-Kóreu. Meðal annarra landa sem hafa gefið út öpp, eða smáforrit, sem ætluð eru til smitrakningar eru Frakkland, Ástralía og Lettland. Eins og margir vita er Ísland einnig í hópi þeirra ríkja sem notast við app við smitrakningu. Appið ber heitið C-19 og er aðgengilegt í App-store og Google-store, fyrir Apple- og Android-snjalltæki. Í byrjun apríl þessa árs höfðu yfir hundrað þúsund manns náð í appið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Sjá meira