European Assault komin í gull Medal of Honor: European Assault er tilbúinn til framleiðslu og mun koma út í Bandaríkjunum sjötta júní fyrir Playstation 2, Xbox og Gamecube. Leikjavísir 27. maí 2005 00:01
Doom 3 Doom leikirnir hafa ávalt verið skrefi á undan í tæknilegum framförum. Markmiðið er einfalt, gefa spilaranum upplifun sem gleymist ekki með algjörum hryllingi. Barátta eins manns við helvíti á annari plánetu er sagan sem umvefur Doom og í nýjasta afsprengi eins hornsteins fyrstu persónu skotleikja er kveðið með sama tón. Leikjavísir 27. maí 2005 00:01
Call OF Duty Fines Hour Ég var nokkuð spenntur þegar ég skellti Finest Hour í Playstation vélina enda hefur Call Of Duty valdið usla í PC heiminum. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur sem gerist í seinni heimstyrjöldinni og spilast frá sjónarhorni Rússa, Breta og Ameríkana. Spilarinn flakkar á milli Rússlands, Afríku og Evrópu og er markmiðið að sjálfsögðu að brjóta her Hitlers á bak aftur. Leikurinn byrjar í orrustunni um Stalingrad og minnir upphafsborðið óneitanlega á atriði úr kvikmyndinni Enemy at the Gates. Leikjavísir 27. maí 2005 00:01
Splinter Cell: Chaos Theory Tom Clancy hefur um árabil verið einn fremsti rithöfundur bóka sem tengjast hernaði og spennu. Bækur hans hafa verið yfirfærðar á kvikmyndaformið með góðum árangri en á undanförnum árum hefur Clancy unnið að gerð tölvuleikja með frábærum árangri og má þar helst nefna Splinter Cell og Rainbow Six seríurnar. Í Chaos Theory er Sam Fisher mættur aftur til leiks. Viðfangsefnið er rafrænn hernaður sem ýtir Kína, Japan, Norður Kóreu og Bandaríkjamönnum í stríðsástand. Leikjavísir 27. maí 2005 00:01
Gears Of War á PC Leikurinn Gears Of War sem hannaður er sérstaklega fyrir Microsoft vélina Xbox 360 mun nú einnig sjá dagsins ljós á PC. Leikjavísir 26. maí 2005 00:01
Death By Degrees Tekken’s Nina Willams in: Death By Degrees er fulla nafnið á leiknum sem ég fékk í hendurnar um daginn. Þetta er leikur sem Tekken aðdáendur hafa beðið lengi eftir, því að í honum er fylgst með einmenningsævintýrum hennar Ninu Williams, sem gerði einmitt garðinn grænan í Tekken leikjunum frægu. Mennirnir hjá Namco höfðu lofað frábærri grafík og spilun sem myndi gleðja alla leikmenn, allt frá hörðustu Tekken aðdáendum til allra hinna. Þá er bara spurningin, náðu þeir að standa við stóru orðin? Leikjavísir 26. maí 2005 00:01
Lemmings á leiðinni í PSP Litlu grænu kallarnir sem kallast Lemmings munu mæta aftur í nýju Sony PSP leikjavélina í vetur. Leikjavísir 26. maí 2005 00:01
Half Life 2 Árið 1998 kom út fyrstu persónu skotleikur sem hristi ærlega uppí leikjaheiminum. Leikurinn heitir Half-Life og fór sigurför um heiminn og hirti flest öll “leik ársins” verðlaunin það árið. Framhald leiksins er nú komið og ekki seinna vænna. Söguhetjan Gordon Freeman mætir aftur í baráttuna og er sögusviðið City 17 í nánustu framtíð. Mannfólkið býr í ánauð og stóri bróðir fylgist með öllu og öllum. Gordon nær sambandi við gamla starfsfélaga úr Black Mesa tilraunarstöðinni sem eru nú í andspyrnuhreyfingu gegn stóra bróðir og fyrrum yfirmanni Black Mesa, Dr. Breen Leikjavísir 25. maí 2005 00:01
PS5 jafn öflug og mannsheilinn Ian Pearson sem er höfuðpaur deildar innan British Telecom sem kallast "futurology unit" segir að Playstation 5 verði jafn öflug og mannsheilinn. Leikjavísir 25. maí 2005 00:01
Full Spectrum Warrior PS2 Þetta er minn fyrsti leikjadómur þannig að þetta er ábyggilega ekki jafn professional og þú lesandi góður ert vanur. Reyndar þegar ég fer að pæla í því þá held ég að ég hafi aldrei lesið leikjadóm... en nóg um sjálfan mig. Leikjavísir 23. maí 2005 00:01
Star Wars 3: Revenge Of The Sith Star Wars Episode III: Revenge of the Sith svindl Svindllisti: Í aðalvalmynd, velja "Settings" og svo "Codes" til að stimpla inn svindlin. Leikjavísir 23. maí 2005 00:01
World of Warcraft World of Warcraft er svokallaður MMORPG eða Massive multiplayer online role playing game, þetta mætti þýða sem fjölhlutverkaleikur á internetinu svona í fljótu bragði. Leikurinn er spilaður í risastórum heimi byggður á Warcraft leikjunum, sem eru herkænsku ævintýraleikir þar sem menn börðust við orca og allskyns skrímsli. Leikjavísir 11. maí 2005 00:01
Football Manager 2006 fyrir PSP SEGA Europe Ltd, og Sports Interactive kynna með stolti Football Manager 2006 fyrir PSP. Leikurinn er sérhannaður fyrir nýju leikjatölvuna frá Sony eða PSP, þannig að nú geta aðdáendur Foorball Manager leikjanna spilað leikinn hvar sem og hvenær sem er. Leikjavísir 11. maí 2005 00:01
Football Manager 2006 SEGA Europe Ltd kynnir með stolti næsta skref Sports Interactive í hinni stórkostlegu Football Manager seríu. Leikurinn inniheldur fjölda nýrra og uppfærðra möguleika, en leikurinn Football Manager 2006 er væntanlegur á markaðinn fyrir bæði PC og Mac í haust. Fyrstu nýjungarnar sem eru kynntar hér eru aðeins brot af þeim nýjungum sem verða í endanlegri útgáfu leiksins. Football Manager 2006 mun innihalda fjöldan allan af nýjungum sem verða kynntar reglulega fram á haust. Leikjavísir 11. maí 2005 00:01
Leikjavefurinn Geim Velkomin á leikjavefinn Geim. Þetta er spánýr vefur sem mun sinna leikjasamfélaginu. Vefurinn mun bjóða uppá nýjustu leikjafréttirnar, leikjadóma, topplista, útgáfuáætlanir og svindl. Leikjavísir 6. maí 2005 00:01
Shattered Union Take 2 Interactive hefur tilkynnt um útgáfu á leiknum Shattered Union, nýjasti leikurinn frá PopTop Software. Leikurinn gerist í tilbúinni veröld þar sem Bandaríkin eru í rúst eftir borgarastyrjöld, en Shattered Union er “turn-based” hernaðarleikur stútfullur af hasar og kemur hann út á PC og leikjatölvurnar. Leikjavísir 6. maí 2005 00:01
Pallbílarnir frá Henríettu Nú er það vísindalega sannað mál að menn sem eru andlega séð frekar litlir karlar, þeir hneigjast til að fá sér stóra bíla. Þetta segi ég ekki af fordómum eða af því ég öfundist útí þá sem eiga stærri bíla en ég - þetta er ósköp einfaldlega sannað mál ... vísindalega. Og áður en ég sæti of miklum árásum karla sem eru búnir að fá sér stóra pallbíla, þá er best að taka fram að þetta er auðvitað ekki alveg algilt - gildir ekki um alveg alla. Leikjavísir 4. maí 2005 00:01
Fjórði SSX í framleiðslu Fjórði leikurinn í verðlaunaseríunni SSX er í framleiðslu hjá EA í Vancouver, Kanada, en leikurinn mun heita SSX On Tour. SSX serían hefur unnið ótal verðlaun um allan heim og er fjórða leik seríunnar beðið með mikili eftirvæntingu. Leikjavísir 4. maí 2005 00:01
Silfurlituð útgáfa af mini PS2 Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) hefur tilkynnt að gefin verði út silfurlituð útgáfa af litlu PlayStation 2 leikjatölvunni. Þessi nýja silfurlitaða vél mun verða fáanleg í Evrópu frá og með 13.maí 2005, og mun verða sett á markað við hlið hinnar svörtu. Leikjavísir 2. maí 2005 00:01
Tom Clansy's Ghost Recon 2 Margir leikir hafa komið út undir nafni Tom Clancy’s, og hefur hans nafn oft verið merki um mikil gæði í tölvuleikjaiðnaðinum. Núna er Ghost Recon 2 kominn út á markaðinn, og eftir miklar vinsældir fyrri leiksins, voru væntingarnar miklar. Ghost Recon snýst um sérsveit innan bandaríska hersins, þekktir sem “Draugarnir”, sem hafa það hlutverk að útrýma óvinum í leyni, án þess að til stórátaka komi. Þú spilar leikinn sem foringi þessarar sveitar, og þitt hlutverk er að halda bæði þér, og þínum liðsmönnum á lífi, og útrýma allri mótspyrnu. Leikjavísir 30. apríl 2005 00:01
Devil May Cry 3: Dante's Awakening Fyrir tæplega fjórum árum síðan kom leikurinn Devil May Cry út og sló heldur betur í gegn. Shinji Mikami og vinum hans í Capcom tókst enn einu sinni að sanna að þeir eru einhverjir allra bestu leikjahönnuðir heims. Hann kom út frekar stutt eftir að PS2 fór á markaðinn og þótti einn af þessum stóru „upphafsleikjum” á tölvuna. Á eftir honum fylgdi framhald sem stóð engan vegin undir væntingum og var því pressan á Capcom að bæta fyrir það með Devil May Cry 3. Ég get með góðri samvisku sagt að það hafi tekist fullkomlega, búið ykkur undir einhvern klikkaðasta hasarleik sem komið hefur út. Devil May Cry 3 er lentur. Leikjavísir 29. apríl 2005 00:01
Sean Connery sem 007 Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Leikjavísir 28. apríl 2005 00:01
CM5 kemur á leikjatölvur Eidos hefur tilkynnt að Championship Manager 5 muni verða gefinn út á Xbox og PlayStation 2 13.maí 2005. Championship Manager 5 er að koma út í fyrsta skipti á PlayStation 2, en þetta er mest seldi knattspyrnustjóraleikur allra tíma. Leikjavísir 27. apríl 2005 00:01
SpyToy fyrir EyeToy Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) kynnir útgáfu SpyToy á PlayStation 2 í September næstkomandi. Leikurinn er framleiddur af EyeToy hópnum hjá SCE London Studios, en SpyToy er tilvalið fyrir þá sem ætla sér að verða njósnarar eða leynilöggur. Leikjavísir 26. apríl 2005 00:01
SIMS 2 á leiðinni í allar vélar Aðdáendur seríunnar hafa beðið um Sims 2 á leikjatölvurnar alveg síðan við gáfum hann út á PC í september í fyrra. Það er því mikil ánægja að geta gefið hann út," segir Sinjin Bain, Framkvæmdarstjóri EA/Maxis. Leikjavísir 26. apríl 2005 00:01
Sony PSP kemur út í haust Eftir gríðarlega velgengni PSP í Japan og Bandaríkjunum, mun PSP fara í sölu í Evrópu 1. september 2005, og verður tölvan gefin út í svokölluðum Value Pack. Pakkinn inniheldur fjölda aukahluta og afþreyingarefni, en þar á meðal er hulstur utan um vélina, 32MB Memory Stick Duo minniskort, rafhlöðupakki, heyrnatól með fjarstýringu, hleðslutæki, festing fyrir úlnlið og diskur sem inniheldur prufur af myndböndum, tónlist og leikjum. Leikjavísir 26. apríl 2005 00:01
Mynd af nýju Xbox lekur út Nú styttist í að nýja Xbox vélin verði afhjúpuð almenningi en það mun gerast 12 og 13 maí á MTV. Áhugasamir ættu að hafa viðtækin stillt inn á tónlistarstöðina vinsælu enda er hún byrjuð að kynna þennan viðburð að krafti. Leikjavísir 25. apríl 2005 00:01
Star Wars Battlefront 2 í vinnslu Framhaldið af mest selda Star Wars leik allra tíma mun bæta við sig geimbardögum, spilanlegum jedi persónum og efni úr STAR WARS: EPISODE III REVENGE OF THE SITH myndinni Leikjavísir 22. apríl 2005 00:01
Scarface: The World Is Yours Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur. Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi. Leikjavísir 22. apríl 2005 00:01
GTA San Andreas Svindl fyrir GTA San Andreas. Til að ræsa svindlin skal ýta á rétta takkablöndu á stýripinnanum meðan leikurinn er í gangi. Athugið að svindlin geta raskað spilun leiksins. Leikjavísir 18. apríl 2005 00:01