Eiður Smári kemur Chelsea yfir Eiður Smári hefur komið Chelsea yfir gegn Barcelona strax á áttundu mínútu í Meistaradeild Evrópu, en leikið er á Stanford Bridge. Eiður fékk sendingu frá hægri frá hægri frá Mateja Kezman, lék á Gerard og skoraði framhjá Victor Valdes markverði Barcelona. Sport 8. mars 2005 00:01
Ótrúlegur leikur í Frakklandi Það er hreint út sagt ótrúlegur leikur í gangi á Stade de Gerland, heimavelli Lyon, en þar taka heimamenn á móti þýsku meisturunum í Werder Bremen. Staðan í hálfleik var 3-1, en Lyon er núna komið í 6-2. Sport 8. mars 2005 00:01
Ronaldinho minnkar í 3-2 Ronaldinho, Brasilíski töframaðurinn, hefur minnkað muninn á Stamford Bridge í hreint út sagt ótrúlegum leik. Chelsea komst í 3-0 eftir 19 mínútur en Barcelona hefur nú minnkað muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Ronaldinho. Eins og staðan er núna er Barcelona áfram á mörkum á útivelli. Sport 8. mars 2005 00:01
Lyon bustaði Bremen Lyon burstaði þýsku meistarana í Werder Bremen á Stade de Gerland í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með sjö mörkum gegn tveimur. Sylvain Wiltord kom Frökkunum yfir strax á 9. mínútu og Mickael Essien bætti tveimur við áður en Johan Micoud minnkaði muninn eftir hálftíma leik. Sport 8. mars 2005 00:01
Hálfleikstölur í Meistaradeildinni Nú er kominn hálfleikur í leikina þrjá sem fram fara í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en leikið er í átta liða úrslitum. Sport 8. mars 2005 00:01
Man Utd úr leik Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði í kvöld gegn AC Milan, 1-0, á Stadio Giuseppe Meazza og 2-0 samanlagt úr leikjunum tveimur. Það var Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem skoraði sigurmarkið, eins og í fyrri leiknum, á 62. mínútu. Sport 8. mars 2005 00:01
Terry kemur Chelsea í 4-2 John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur komið liði sínu í 4-2 gegn Barcelona og eru Chelsea því með pálmann í höndunum eins og staðan er núna. Terry skallaði boltann inn eftir hornspyrnu, en spurningarmerki verður að setja við varnarleik Barcelona í þessari hornspyrnu. Sport 8. mars 2005 00:01
Erfitt hjá Arsenal Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Fjórir leikir eru í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sport 8. mars 2005 00:01
Kewell ekki með gegn Leverkusen Harry Kewell, leikmaður Liverpool, mun ekki vera með í seinni leik liðsins gegn þýska liðinu Leverkusen í Meistaradeild Evrópu sem fram fer annað kvöld. Sport 8. mars 2005 00:01
Chelsea áfram eftir frábæran leik Chelsea er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 4-2 sigur á Barcelona á Stamford Bridge og 5-4 samanlagt. Sport 8. mars 2005 00:01
Crespo kemur Milan yfir Hernan Crespo hefur komið Milan yfir gegn Manchester United með marki eftir rétt rúman klukkutíma leik. Milan er því komið með pálmann í hendurnar en United þarf núna að skora tvö mörk til að komast áfram. Sport 8. mars 2005 00:01
Howard í markinu hjá United Tim Howard kemur aftur í mark Man Utd í kvöld er liðið heimsækir San Siro og spilar gegn AC Milan. Ruud van Nistelrooy spilar frammi ásamt ungstirninu Wayne Rooney. Sport 8. mars 2005 00:01
UEFA segir Mourinho til syndanna Fulltrúi Knattspyrnusambands Evrópu hefur komið fram með yfirlýsingu vegna ummæla Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea eftir leik liðsins við Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum. Sport 7. mars 2005 00:01
Chelsea hefur harma að hefna Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur Sport 7. mars 2005 00:01
Henry trúir á sína menn Markahrókurinn Thierry Henry hjá Arsenal segir að lið sitt þurfi að sanna ástríðu sína til að eiga möguleika á að komast áfram í Meistaradeildinni. Sport 7. mars 2005 00:01
Börsungar drjúgir með sig Leikmenn Barcelona eru ekki í nokkrum vafa um að þeir muni komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað Chelsea. Sport 7. mars 2005 00:01
Meiðsli hjá United Gary Neville og Louis Saha hjá Manchester United hafa báði verið útilokaðir frá leik liðsins við AC Milan í Meistaradeildinni. Sport 7. mars 2005 00:01
Neville og Saha ekki með í kvöld Gary Neville og Louis Saha munu ekki leika með Manchester United er liðið mætir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á San Siro-leikvanginum í kvöld. Sport 7. mars 2005 00:01
Benites fær menn úr meiðslum Lið Liverpool hefur verið meiðslum hrjáð á tímabilinu en fagnar því að lykilmenn liðsins verða leikfærir í síðari leikinn gegn Leverkusen í Meistaradeildinni. Sport 7. mars 2005 00:01
Gattuso leiðréttir sig Gennaro Gattuso, miðjumaðurinn sterki hjá AC Milan á Ítalíu, hefur sagt að rangt hafi verið haft eftir honum að hann vildi fara til Manchester United. Sport 7. mars 2005 00:01
Ekkert af ensku liðunum fer áfram! Brasilíska knattspyrnuundrið, Ronaldinho hjá Barcelona er ekkert að skafa utan af hlutunum í viðtali við breska blaðið Daily Mirror í dag þar sem hann heldur því fram að ekkert af ensku liðunum fjórum í Meistaradeildinni muni komast í 8 liða úrslitin en 16 liða úrslitunum lýkur á miðvikudag. Sport 7. mars 2005 00:01
Collina dæmir á Stamford Bridge Ítalski knattspyrnudómarinn Pierluigi Collina mun dæma síðari leik Chelsea og Barcelona, sem fram fer í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.<font face="Helv"></font> Sport 6. mars 2005 00:01
Engin værukærð gegn Man. Utd. Leikmenn ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan ætla sér að halda einbeitingunni í lagi fyrir seinni leikinn gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Sport 3. mars 2005 00:01
10% líkur, segir Robben Arjen Robben telur litlar líkur á því að hann verði með gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Sport 2. mars 2005 00:01
Arjen líklega með gegn Barcelona Góðar líkur eru á að Arjen Robben, leikmaður Chelsea, verði orðinn leikfær á ný þegar liðið mætir Barcelona á Stamford Bridge 8. mars í Meistaradeild Evrópu. Sport 27. febrúar 2005 00:01
Nedved illa meiddur Pavel Nedved hlaut slæm meiðsli í leik með liði sínu Juventus gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Sport 27. febrúar 2005 00:01
Mourinho rýfur þögnina Jose Mourinho hefur loksins rofið þögn sína frá leiknum gegn Barcelona í síðustu viku. Sport 27. febrúar 2005 00:01
Klögumálin ganga á víxl Klögumálin ganga á víxl á milli herbúða Chelsea og Barcelona eftir leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Aðstoðarþjálfari Barcelona, Henk Ten Cate, sem er sakaður um að sparka í afturendann á Jose Mourinho í leikmannagöngunum eftir leikinn, segir þetta lygi. Sport 25. febrúar 2005 00:01
Ekkert óeðlilegt gerðist Anders Frisk, sænski dómarinn í leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, hefur skilað inn leikskýrslu sinni frá leiknum til UEFA. Sport 25. febrúar 2005 00:01
Mourinho fúll Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea er hundfúll eftir atvik sem átti sér stað í leiknum við Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Sport 24. febrúar 2005 00:01