NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Love vill spila með Lakers

Stjörnuleikmaður Minnesota Timberwolves, Kevin Love, er ekki ánægður í herbúðum Minnesota Timerwolves og gæti verið á förum þaðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Ibaka úr leik

Í gær kom í ljós að Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, getur ekki leikið meira með liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Ibaka meiddist á kálfa í sjötta leik Oklahoma og Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Sterling íhugar að kæra NBA

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Donald Sterling, eigandi LA Clippers, ætli sér að berjast gegn refsiaðgerðum NBA-deildarinnar með kjafti og klóm.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: OKC vann upp sjö stiga forskot á síðustu 50 sekúndunum

Oklahoma City Thunder náði dramatískri endurkomu á síðustu mínútunni þegar liðið komst í 3-2 á móti Los Angeles Clippers í nótt í einvígi liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Indiana Pacers liðinu tókst ekki að klára einvígið á móti Washington Wizards.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: LeBron James með 49 stig og nýtt Miami-met

LeBron James og félagar í Miami Heat eru komnir í 3-1 í einvíginu á móti Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sex stiga sigur í Brooklyn í nótt. Portland Trailblazers er enn á lífi eftir sigur á San Antonio Spurs en Spurs gat með sigri orðið fyrsta liðið til að komast upp úr annarri umferðinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Thunder og Pacers komin yfir

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í nótt. Indiana Pacers lagði Washington Wizards örugglega 85-63 og Oklahoma City Thunder lagði LA Clippers 118-112 í Los Angeles.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden State rak Mark Jackson í kvöld

NBA-körfuboltaliðið Golden State Warriors rak í kvöld þjálfara sinn Mark Jackson en hann hefur verið að gera flotta hluti undanfarin tímabil með eitt allra skemmtilegasta lið deildarinnar.

Körfubolti