Dallas pakkað saman - Miami vann auðveldan sigur á meisturunum Miami Heat fór á kostum í 105-94 sigri á NBA-meisturum Dallas Mavericks í fyrsta leik liðanna á nýju NBA-tímabili en leikurinn fór fram á heimavelli Dallas. Miami hafði mikla yfirburði lengstum í leiknum en Mavericks náði aðeins að laga stöðuna í lokin. Körfubolti 25. desember 2011 22:32
NBA: Carmelo Anthony hetja New York í naumum sigri á Boston Celtics New York Knicks vann 106-104 sigur á Boston Celtics í fyrsta leiknum á nýju NBA-tímabili sem fram fór í Madison Square Garden í New York í dag. Carmelo Anthony var hetja New York en auk þess að skora 37 stig þá setti hann niður mikilvæg víti sextán sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 25. desember 2011 20:37
NBA-tímabilið af stað með fimm dúndurleikjum - hvað er í boði í dag? NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. Körfubolti 25. desember 2011 15:00
Kobe ætlar sér að spila í gegnum meiðslin á jóladag Kobe Bryant býst við því að spila með Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðsins á nýju tímabilinu sem hefst á jóladag. Lakers-liðið mætir þá Chicago Bulls en fimm fyrstu leikir NBA-tímabilsins fara fram 25. desember. Körfubolti 23. desember 2011 18:15
Lopez fótbrotinn - Nets úr leik í Dwight Howard-eltingarleiknum Brook Lopez, miðherji New Jersey Nets í NBA-deildinni, verður frá næstu mánuði eftir að hafa brotið bein í hægri fæti. Lopez fer í aðgerð í dag og verður væntanlega ekkert með fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. Körfubolti 23. desember 2011 09:00
LeBron James er ekki lengur óvinsælasti leikmaðurinn í NBA LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu. Körfubolti 22. desember 2011 23:30
Clippers vann Lakers í annað skiptið á tveimur dögum - Miami tapaði fyrir Orlando Los Angeles Clippers vann nágranna sína í Los Angeles Lakers í nótt í æfingaleik fyrir komandi NBA-tímabil sem hefst á laugardaginn. Þetta var annar sigur Clippers á Lakers á tveimur dögum. Miami Heat tapaði fyrir Orlando Magic í nótt. Körfubolti 22. desember 2011 09:00
Mikill áhugi á Clippers-liðinu - áhorfendamet í Lakers-leiknum Körfuboltaáhugamenn biðu spenntir eftir fyrsta leik Chris Paul með Los Angeles Clippers en hann fór fyrir sínu nýja liði í léttum sigri á nágrönnunum í Los Angeles Lakers á mánudagskvöldið. Körfubolti 21. desember 2011 16:00
Magic: Kobe verður að fá meiri hjálp frá Gasol og Bynum Magic Johnson hefur tjáð sig um möguleika Los Angeles Lakers á því að vinna NBA-meistaratitilinn á þessu tímabili en margir líta svo á að þetta sé síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að fara alla leið með liðinu. Körfubolti 21. desember 2011 14:45
Derrick Rose fær 94 milljónir dollara frá Chicago Bulls fyrir fimm ár Derrick Rose, besti leikmaður NBA-deildarinnar í fyrra, er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Chicago Bulls liðið en bandarískir fjölmiðlar sögðu frá þessu í nótt. Körfubolti 21. desember 2011 10:45
Shawn Marion til blaðamanna: Hér eftir kallið þið mig heimsmeistara Shawn Marion var í stóru hlutverki hjá Dallas Mavericks þegar liðið tryggði sér NBA-meistaratitilinn í sumar. Framundan er nýtt tímabil en Marion er orðinn frekar pirraður á því að bandarískir fjölmiðlar séu þegar búnir að afskrifa Dallas-liðið í titilvörninni. Körfubolti 20. desember 2011 15:30
Baron Davis: Valdi New York frekar en Miami og Lakers Baron Davis, alskeggjaði leikstjórnandinn sem var á sínum talinn í hópi með öflugustu leikstjórnendum NBA-deildarinnar er búinn að finna sér nýtt lið eftir að Cleveland Cavaliers losaði samning hans undan launaþakinu og lét hann fara. Körfubolti 20. desember 2011 11:30
Chris Paul og Billups byrja vel með Clippers - unnu Lakers Chris Paul og Chauncey Billups léku sinn fyrsta leik með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 114-95 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Lakers en það er mikil spennna fyrir einvígi þessara liða í vetur eftir komu sterkra leikmanna til Clippers. Körfubolti 20. desember 2011 09:15
Dirk Nowitzki sló við Vettel - valinn íþróttamaður Þýskalands 2011 Dirk Nowitzki átti frábært ár í NBA-deildinni þegar hann fór fyrir liði Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari í fyrsta sinn. Þýskir íþróttafréttamenn völdu hann líka íþróttamann ársins þar sem hann hafði betur en Sebastien Vettel, Heimsmeistari í formúlu eitt. Magdalena Neuner, sem keppir í skíðaskotfimi, var valin Íþróttakona ársins. Körfubolti 19. desember 2011 14:15
Miami byrjaði á því að bursta nágrannana í Orlando - Dallas tapaði NBA-liðin eru byrjuð að spila æfingaleiki fyrir tímabilið sem hefst næsta sunnudag. Miami Heat lék í nótt sinn fyrsta leik á móti nágrönnum sínum á Flórída, Orlando Magic, og átti ekki í miklum vandræðum í 118-85 sigri. Oklahoma City vann líka NBA-meistara Dallas í nótt. Körfubolti 19. desember 2011 09:45
Arenas veit hvað hann vill Gilbert Arenas er án samnings eftir að Orlando Magic lét hann fara fyrir viku síðan. Ekkert lið hefur borið víurnar í hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sem afrekaði það á sínum yngri árum að skora yfir 25 stig að meðaltali í leik þrjú tímabil í röð. Körfubolti 18. desember 2011 23:00
Eiginkona Kobe sækir um skilnað Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltakappans Kobe Bryant, sótti í gær um skilnað frá leikmanninum sem hún hefur staðið þétt við bakið á síðustu ár. Vanessa var til að mynda áberandi þegar Kobe var kærður fyrir nauðgun árið 2003. Körfubolti 17. desember 2011 12:30
Paul heillaðist af sögu Clippers NBA-stjarnan Chris Paul endaði hjá litla bróðir í Los Angeles, Clippers, á meðan stóri bróðir, Lakers, sat aldrei þessu vant eftir með sárt ennið. Körfubolti 16. desember 2011 16:15
Chris Paul er orðinn leikmaður Los Angeles Clippers Yfirmenn NBA-deildarinnar hafa samþykkt að láta Chris Paul fara frá New Orleans Hornets til Los Angeles Clippers í skiptum fyrir þrjá leikmenn og valrétt í nýliðavalinu 2012. Körfubolti 15. desember 2011 00:00
Eigandi Nets vill verða forseti Rússlands Milljarðamæringuinn Mikhail Prokhorov, eigandi New Jersey Nets, stendur í ströngu þessa dagana. Hann er að reyna að búa til stórlið í NBA-deildinni og hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram til forseta í Rússlandi gegn Vladimir Pútin. Körfubolti 14. desember 2011 16:30
Odom sár út í Lakers | Vildi ekki fara til Hornets Lamar Odom er kominn til Dallas Mavericks frá LA Lakers og hann segir að sér hafi sárnað hvernig Lakers kom fram við hann. Odom átti upprunalega að fara til Hornets í skiptum fyrir Chris Paul en endaði hjá Mavericks á endanum. Körfubolti 14. desember 2011 14:15
Lakers er enn að reyna að fá Paul Samkvæmt heimildum ESPN þá hafa forráðamenn LA Lakers ekki enn gefið upp alla von um að fá leikstjórnandann Chris Paul til félagsins. Margir héldu að Lakers hefði gefist upp en svo er ekki. Körfubolti 14. desember 2011 12:45
Nene fær 67 milljónir dollara hjá Denver Það er mikið líf á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni þessa dagana og liðin að gera sig klár fyrir stutt og snarpt tímabil. Denver Nuggets er búið að endursemja við Nene til næstu fimm ára. Körfubolti 14. desember 2011 11:15
Paul gæti enn farið til Clippers - Billups kominn Hringavitleysan í kringum Chris Paul heldur áfram. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að viðræður við LA Clippers sigldu í strand hófust viðræður á nýjan leik og því er enn möguleika á að Paul spili með Blake Griffin. Körfubolti 13. desember 2011 12:00
Kobe ósattur: Lamar Odom farinn til Dallas fyrir nánast ekki neitt Lamar Odom er ekki lengur leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni því félagið tók þá ákvörðun að skipta leikmanninum til meistaranna í Dallas Mavericks fyrir valrétt í fyrstu umferð og meira rými undir launaþakinu. Körfubolti 12. desember 2011 22:30
Chris Paul gæti farið til Clippers Chris Paul hefur síðustu daga verið á leið til Los Angeles Lakers en ekki náðist að ganga frá samningum. Paul gæti verið á förum til Los Angeles en þó ekki til Lakers. Nú er nefnilega hermt að hann sé við það að semja við LA Clippers. Körfubolti 12. desember 2011 13:45
Tyson Chandler til New York Knicks Næstu daga má búast við miklum breytingum á leikmannahópum hjá liðinum í NBA-deildinni og mörg félagsskipti eiga eftir að ganga í gegn. Körfubolti 11. desember 2011 13:30
Chris Paul var kominn til Lakers en David Stern sagði nei NBA-deildin stoppaði stór skipti í nótt en þá leit allt út fyrir það að leikstjórnandinn Chris Paul myndi spila við hlið Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í vetur. Bandarískir fjölmiðlar segja að aðrir eigendur deildarinnar hafi kvartað og því hafi David Stern, yfirmaður NBA, ákveðið að leyfa ekki skiptin. Körfubolti 9. desember 2011 14:00
Hart í ári hjá Dr. J - selur meistarahringana sína Það eru erfiðir tímar hjá NBA-goðsögninni Julius Erving. Þess hefur verið krafist að hann greiði 30 milljónir króna vegna golfvallarframkvæmda sem fóru í vaskinn. Körfubolti 8. desember 2011 19:15
Lakers að spila fyrstu þrjú kvöldin á nýju NBA-tímabili Það verður nóg að gera hjá NBA-liðunum þegar nýtt tímabil fer af stað á jóladag. Það þarf að koma 66 leikjum fyrir á aðeins fjórum mánuðum og fyrsta liðið sem fær að kynnast þéttri dagskrá verður lið Los Angeles Lakers. Körfubolti 7. desember 2011 14:15