Vonarglæta í NBA deilunni eftir 10 tíma maraþonfund Eftir 10 tíma sáttafund í gær telja fréttaskýrendur meiri líkur á því að verkbann NBA deildarinnar í körfubolta fari brátt að ljúka. Eigendur og talsmenn leikmannasamtaka hafa deilt um tekjuskiptingu og hafa langir sáttafundir ekki skilað árangri fram til þess. Körfubolti 27. október 2011 12:00
Dr. J er blankur - selur verðmæta minjagripi Hinn eini sanni Dr. J sem gerði garðinn frægan með Philadelphia 76‘ers í NBA deildinni virðist vera í miklum fjárhagsvandræðum. "Doktorinn“ eða Julius Erving ætlar að selja minnjagripi sem eru í hans eigu og þar á meðal eru meistarahringir sem hann fékk á fingur sér eftir meistaratitla hans í NBA og ABA deildunum í Bandaríkjunum. Hinn 61 árs gamli Erving ætlar að selja gamlar keppnistreyjur og verðlaunagripi frá árinu 1980 þar sem hann var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar (MVP). Körfubolti 27. október 2011 08:45
Obama vill lausn í NBA-deiluna Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er mikill íþróttaáhugamaður og vill að lausn verði fundin á NBA-deilunni sem allra fyrst og verkbanni leikmanna þar með aflétt. Körfubolti 26. október 2011 19:15
NBA mun líklega aflýsa tveimur vikum í viðbót Enn þokast lítið í NBA-deilunni. Nú greinir New York Daily News frá því að forráðamenn NBA-deildarinnar muni aflýsa tveimur vikum í viðbót af keppnistímabilinu. Körfubolti 25. október 2011 18:00
NBA leikmaðurinn Ibaka samdi við Real Madrid Spænski landsliðsmaðurinn Serge Ibaka hefur samið við Real Madrid en hann hefur látið að sér kveða með NBA-liðinu Oklahoma Thunder undanfarin ár. Ibaka varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu í Litháen í haust en hann er fæddur í Kongó en er með spænskt ríkisfang. Ibaka gerði tveggja mánaða samning við Real Madrid. Ef verkbanninu í NBA deildinni verður aflýst mun Ibaka halda vestur yfir haf og leika með Oklahoma. Körfubolti 25. október 2011 16:33
Iverson stendur fyrir stjörnumóti í Las Vegas Þar sem það verður enginn NBA-bolti næstu vikurnar reyna menn að gera ýmislegt til þess að drepa tímann. Allen Iverson ætlar nú að halda tveggja daga mót í Las Vegas. Körfubolti 24. október 2011 22:45
NBA-eigendurnir skiptast í tvo hópa - sumir tilbúnir að gefa eftir Það berast engar góðar fréttir af NBA-deilunni og menn eru virkilega farnir að spá því að það verði ekkert NBA-tímabil í vetur. Bandarískir fjölmiðlar velta því samt upp hvort að það geti verið að það séu ekki allir eigendurnir sem vilja þvinga leikmenn til að samþykkja 50-50 siptingu á innkomunni. Körfubolti 23. október 2011 18:00
Kobe, LeBron og fleiri NBA-stjörnur á leiðinni saman í heimsferð NBA-stórstjörnurnar Kobe Bryant, Amar’e Stoudemire og Kevin Durant eru í aðalhlutverki í nýju verkefni sem á að sjá til þess að nokkrir vel valdir NBA-leikmenn fái eitthvað að gera á næstunni þar sem að ekkert bendir til þess að verkfallið leysist. Þeir eru að skipuleggja tíu daga heimsferð þar sem lið þeirra mun spila í Púertó Ríkó, Evrópu, Asíu og Ástralíu. ESPN sagði fyrst frá þessari hugmynd. Körfubolti 21. október 2011 17:30
NBA-deilan: Eigendur og leikmenn aftur hættir að tala saman Það fór ekki svo að langir og strangir samningafundir í NBA-deilunni skiluðu nýjum samningi því það slitnaði upp úr viðræðum eigenda NBA-liðanna og leikmannasamtakanna í gær eftir fimm tíma fund. Körfubolti 21. október 2011 09:00
Enn verið að funda í NBA-deilunni Deiluaðilar í NBA-verkfallinu héldu áfram að funda annan daginn í röð og gær og ákváðu að honum loknum að hittast einnig í dag. Körfubolti 20. október 2011 12:15
Will Smith og frú í nýja eigendahóp Philadelphia 76ers Eigendur hinna NBA-liðanna í körfubolta hafa samþykkt söluna á Philadelphia 76ers liðinu til nýrra eigenda en þeir eru fjárfestingahópur í forystu Joshua Harris. Ed Snider og Comcast-Spectacor seldu 76ers fyrir á bilunu 270 til 290 milljónir dollara sem mörgum þykir ekki mikið fyrir svona fornfrægt NBA-félag. Körfubolti 19. október 2011 17:30
NBA-deilan: Sextán tíma samningafundur að baki Eigendur og fulltrúar leikmanna í NBA-deildinni eru að tala saman þótt ekkert bendi til þess að verkfallið í NBA-deildinni sé að fara leysast. Deiluaðilar hittust í New York í gær og stóð samningarfundurinn yfir frá tíu um morguninn fram til klukkan tvö um nóttina eða í heila sextán tíma. Körfubolti 19. október 2011 12:15
Bauð öllum starfsmönnum íþróttahússins út að borða NBA-verkfallið bitnar ekki bara á NBA-áhugmönnum, milljarðamæringunum sem eiga félögin eða milljarðamæringunum sem spila leikinn. Það er fullt af fólki sem vinnur í kringum NBA-liðin og NBA-leikina og það hefur þurft að horfa á eftir miklum tekjumissi á meðan eigendur og leikmenn deila um hvernig þeir eiga að skipta öllum milljörðunum. Körfubolti 18. október 2011 23:30
Rose og Durant: NBA-verkfallið er eigendunum að kenna Framtíðarstjörnur NBA-deildarinnar, Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder og Derrick Rose hjá Chicago Bulls, segja það báðir að það sé algjörlega á ábyrgð eiganda NBA-liðanna að verkfall NBA-deildarinnar sé enn óleyst. Körfubolti 17. október 2011 11:30
LeBron James mætir til að horfa á sína menn á Anfield á morgun NBA-körfuboltamaðurinn LeBron James er staddur í Liverpool þessa dagana og hann verður meðal áhorfenda í hádeginu á morgun þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í risaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 14. október 2011 23:30
Stern óttast að það verði engir jólaleikir David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist hafa tilfinningu fyrir því að það verði enginn NBA-bolti um jólin að þessu sinni. Hann segir að ef ekki verði búið að semja í deilunni næsta þriðjudag séu jólaleikirnir úr sögunni. Körfubolti 14. október 2011 15:00
NBA-leikmenn fá ekki laun í næsta mánuði Stjórn leikmannasamtaka NBA-deildarinnar mun funda á föstudag og fara yfir stöðu mála. Samtökin þurfa einnig að ákveða hvaða leið það vill fara í baráttunni sem er fram undan. Körfubolti 12. október 2011 16:15
Búið að blása af fyrstu tvær vikurnar í NBA-deildinni Það lítur ekki vel út með að spilað verði í NBA-deildinni í vetur og nú er David Stern, yfirmaður deildarinnar, búinn að fella niður fyrstu tvær vikur tímabilsins. Hann segir að það sé himinn og haf á milli deiluaðila sem lofar ekki góðu. Körfubolti 11. október 2011 10:45
Parker fær bara 240 þúsund krónur á mánuði fyrir að spila með frönsku liði Franski landsliðsmaðurinn og NBA-stjarnan Tony Parker ætlar að spila í frönsku deildinni á meðan verkfallið stendur yfir í NBA-deildinni. Parker setur þó ekki háar launakröfur eins og margar aðrar NBA-stjörnur enda situr hann báðum megin við borðið hjá franska félaginu. Körfubolti 6. október 2011 21:30
NBA deilan er enn í hnút, keppnistímabilið í uppnámi Allt bendir til þess að næsta keppnistímabil í NBA deildinni í körfuknattleik sé í uppnámi. Ekkert þokast í deilum leikmanna og eigenda. Verkbann hefur staðið yfir í margar vikur. Engin niðurstaða fékkst í gær á löngum sáttafundi forráðamanna deildarinnar með talsmönnum leikmannasamtaka NBA. Körfubolti 5. október 2011 11:30
Kobe Bryant valdi það að gera 40 daga samning við Bologna Kobe Bryant hefur gert munnlegan samning við ítalska félagið Virtus Bologna um að spila með liðinu á meðan verkfallið í NBA-deildinni stendur yfir. Claudio Sabatini, forseti Virtus Bologna lét hafa það eftir sér að það séu 95 prósent líkur á því að Bryant spili með liðinu. Körfubolti 30. september 2011 14:15
Fangelsisdómur vofir yfir Ben Wallace Ben Wallace, leikmaður Detroit Pistons í NBA-deildinni, er í vondum málum og gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm. Körfubolti 29. september 2011 22:45
Kobe Bryant: Miklar líkur á því að ég spili á Ítalíu Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, er greinilega mjög spenntur fyrir því að spila með ítalska félaginu Virtus Bologna á meðan verkfall NBA-deildarinnar stendur. Bryant hefur fengið mörg mismundandi tilboð frá ítalska liðinu og getur valið sér að spila einn leik, taka mánuð, tvo mánuði eða spila jafnvel allt tímabilið á norður Ítalíu. Körfubolti 28. september 2011 20:30
Smá von: NBA-eigendurnir bökkuðu aðeins í nótt Deiluaðilar í laundeilu NBA-deildarinnar færðust aðeins nær hvor öðrum á samningafundi sínum í gær þegar NBA-eigendurnir bökkuðu aðeins í kröfu sinni um fast launaþak sem leikmennirnir segja að þeir muni aldrei samþykkja. Körfubolti 28. september 2011 09:45
Jordan græðir meiri pening í dag en þegar hann spilaði í NBA Það er langt síðan að Michael Jordan lagði körfuboltaskóna á hilluna en hann græðir engu að síður á tá og fingri í dag í gegnum allskyns auglýsingasamninga. Jordan aflaði meira en 60 milljónir dollara á síðasta ári, rúma sjö milljarða íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Forbes eða meira en allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar í dag. Körfubolti 27. september 2011 22:45
Kobe Bryant með 595 milljóna tilboð frá ítölsku liði Ítalska körfuboltaliðið Virtus Bologna er tilbúið að borga Kobe Bryant stórar fjárhæðir sé hann tilbúinn að spila með því á tímabilinu. Bryant er laus þar sem að allar líkur er á því að ekkert verði af NBA-tímabilinu vegna launadeilu. Körfubolti 27. september 2011 17:30
Artest slær í gegn í dansþætti Einhver vinsælasti þáttur vestanhafs er Dancing with the stars. Þar fara frægir í dansskóna og einn af þeim sem taka þátt er enginn annar en vandræðagemsinn Ron Artest sem breytti nafninu sínu nýlega í Metta World Peace. Körfubolti 23. september 2011 22:30
LeBron gerir grín að sjálfum sér í auglýsingu Lebron James vann ekki NBA meistaratitilinn með Miami Heat í fyrra. Það er lítið að gera fyrir NBA-leikmenn þessa dagana og James notar tímann til þess að lappa upp á laskaða ímynd sína. Körfubolti 23. september 2011 21:00
Búið að aflýsa æfingabúðunum fyrir komandi NBA-tímabil NBA-deildin tilkynnti það í dag að hún hafi þurft að flauta af æfingarbúðirnar hjá NBA-félögunum í ár vegna verkfallsins sem er enn í fullum gangi. Æfingarbúðirnar áttu að byrja 3. október en þar sem ekkert er að gerast í samningamálum eigenda og leikmannasamtakanna er verkfallið þegar byrjað að hafa mikil áhrif á undirbúningstímabil NBA-félaganna. Körfubolti 23. september 2011 16:30
Rodman talaði aldrei við Jordan og Pippen Dennis Rodman gaf það upp í nýlegu viðtali að hann hefði aldrei talað við hinar stórstjörnur Chicago Bulls, Michael Jordan og Scottie Pippen, öll þau þrjú tímabil sem Rodman var með Chicago. Hannsagði ekki orð við þá tvo. Körfubolti 23. september 2011 12:45