Rajon Rondo fór úr olnbogalið en hélt áfram að spila Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics sýndi mikla hörku og fórnfýsi í 97-81 sigri Boston á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Rondo lenti illa í þriðja leikhluta og fór úr olnbogalið. Hann fór inn í búningklefa þar sem olnboganum var aftur kippt í liðinn og Rondo kom síðan til baka og kláraði leikinn. Körfubolti 8. maí 2011 11:30
NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu. Körfubolti 8. maí 2011 11:00
NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Körfubolti 7. maí 2011 11:00
Blake Griffin fékk fullt hús í kjörinu á besta nýliðanum Allir 118 blaðamennirnir sem kusu besta nýliðann í NBA-deildinni í körfubolta settu Blake Griffin, leikmann Los Angeles Clippers, í fyrsta sætið. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1990 og aðeins í þriðja skiptið í sögunni sem besti nýliðinn fær fullt hús atkvæða. Körfubolti 6. maí 2011 09:15
Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. Körfubolti 6. maí 2011 09:00
Hlynur pakkaði saman 214 cm miðherja í gær Hlynur Bæringsson fór mikinn í vörn Sundsvall Dragons í gær þegar að liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 6. maí 2011 08:30
Hjartnæm þakkaræða Derrick Rose: Þetta er allt mömmu að þakka Derrick Rose hjá Chicago Bulls tók við verðlaunum í gær sem besti leikmaðurinn í NBA-deildinni og það fór ekkert framhjá neinum að þessum hlédræga leikmanni leið ekkert alltof vel upp á sviðinu. Körfubolti 5. maí 2011 09:15
NBA: Dallas vann aftur í LA er komið 2-0 yfir NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt. Körfubolti 5. maí 2011 09:00
Blake Griffin valinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni Bandarískir fjölmiðlar hafa grafið það upp að Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, hefur verið kosinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni. Þetta kemur ekki mikið á óvart enda átti þessi mikli troðslukóngur frábært fyrsta tímabil í deildinni eftir að hafa misst af tímabilinu á undan vegna meiðsla. Körfubolti 4. maí 2011 19:00
Chris Bosh búinn að kæra gömlu kærustuna Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, stendur ekki aðeins í ströngu þessa dagana inn á vellinum í úrslitakeppninni því hann á einnig í deilum við gömlu kærustu sína og barnsmóður. Körfubolti 4. maí 2011 09:15
NBA: Miami komið í 2-0 á móti Boston Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli. Körfubolti 4. maí 2011 09:00
Derrick Rose kominn í hóp með Jordan - valinn bestur í NBA Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Derrick Rose hjá Chicago Bulls hafi verið kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili en það kemur reyndar ekki mörgum á óvart. LeBron James hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár. Körfubolti 3. maí 2011 09:15
NBA: Chicago og Lakers töpuðu bæði í nótt Chicago Bulls og Los Angeles Lakers eru bæði óvænt 0-1 undir í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tap á heimavelli í nótt. Atlanta Hawks vann 8 stiga sigur í Chicago og Dallas vann upp 16 stiga forskot Lakers og tryggði sér sigur í blálokin í Los Angeles. Körfubolti 3. maí 2011 09:00
NBA: Tom Thibodeau valinn þjálfari ársins Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls, var í gær valinn besti þjálfari NBA-deildarinnar í körfubolta á þessu tímabili en undir hans stjórn náði Bulls-liðið besta árangri allra liða í deildarkeppninni. Körfubolti 2. maí 2011 09:00
NBA: Miami og Memphis með sigra Miami Heat og Memphis Grizzlies byrjuðu vel þegar fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram. Memphis vann útisigur á Oklahoma á meðan Miami skelti Boston í Miami. Körfubolti 1. maí 2011 22:19
Heldur Memphis Grizzlies áfram að koma á óvart Úrslitakeppni NBA byrjar aftur eftir eins dags pásu, en tveir leikir fara fram í kvöld. Tvö einvígi hefjast í kvöld þegar Mempis Grizzlies leikur gegn Oklahoma City Thunders og Miami Heat spilar gegn Boston Celtics en síðari leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 1. maí 2011 17:30
Memphis sparkaði Spurs í sumarfrí Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir í nótt og sló út San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þetta eru afar óvænt tíðindi enda endaði Memphis í áttunda sæti Vesturdeilarinnar sem Spurs vann. Memphis vann leikinn í nótt 99-91 og rimmu liðanna, 4-2. Körfubolti 30. apríl 2011 11:00
NBA: Lakers, Dallas og Atlanta komin áfram Atlanta Hawks gerði sér lítið fyrir í nótt og sendi Orlando Magic í sumarfrí. Atlanta vann sjötta leik liðanna og rimmuna, 4-2. LA Lakers og Dallas Mavericks komust einnig áfram í nótt. Körfubolti 29. apríl 2011 09:02
Spurs vann í framlengingu - Miami og Oklahoma komin áfram Hið reynslumikla lið San Antonio Spurs beit frá sér í nótt og komst aftur inn í rimmuna gegn Memphis með sigri í framlengingu. Spurs þarf samt að vinna næstu tvo leiki til þess að komast í næstu umferð. Körfubolti 28. apríl 2011 09:02
Billups verður áfram með New York á næsta tímabili New York Knicks ætlar að halda leikstjórnandanum Chauncey Billups á næsta tímabili og borga honum 14,2 milljónir dollara fyrir tímabilið 2012-2013 eða 1,6 milljarða íslenskra króna. Þetta tilkynnti Donnie Walsh, forseti félagsins í dag. Körfubolti 27. apríl 2011 22:35
NBA: Lakers í lykilstöðu og Orlando enn á lífi Ökklinn á Kobe Bryant virtist vera í fínu lagi í nótt er Kobe leiddi Lakers til lykilsigurs gegn New Orleans. Lakers komst fyrir vikið yfir í einvíginu og vantar einn sigur í viðbót til þess að komast áfram í næstu umferð. Körfubolti 27. apríl 2011 09:03
Kobe er tognaður á ökkla Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er tognaður á vinstri ökkla sem er mikið áhyggjuefni fyrir meistarana. Engu að síður stefnir Kobe að því að spila næstu leiki með liðinu. Körfubolti 26. apríl 2011 18:45
Leikmaður Lakers handtekinn fyrir dólgslæti Derrick Caracter, leikmaður LA Lakers, var handtekinn í New Orleans í gær fyrir að hrinda gjaldkera pönnukökuveitingastaðar sem og fyrir læti á almannafæri en hann var drukkinn. Körfubolti 26. apríl 2011 16:30
NBA: San Antonio í vandræðum - lykilsigur hjá Dallas San Antonio Spurs er komið í gríðarleg vandræði eftir þriðja tapið gegn Memphis Grizzlies í nótt. Liðið er nú aðeins einu tapi frá því að detta úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 26. apríl 2011 09:05
NBA í nótt: New Orleans jafnaði metin New Orleans Hornets jafnaði í nótt metin í rimmu sinni gegn LA Lakers í fyrst umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í 2-2. Körfubolti 25. apríl 2011 11:25
NBA: Boston afgreiddi New York 4-0 Boston Celtics sópaði New York Knicks úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í kvöld. Körfubolti 24. apríl 2011 22:56
Philadelphia bjargaði andlitinu Philadelphia 76ers náði að vinna Miami Heat í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í dag, 86-82. Miami hefur 3-1 forystu í einvíginu. Körfubolti 24. apríl 2011 20:02
Sundsvall jafnaði metin Sundsvall Dragons jafnaði í dag metin í rimmunni gegn Norrköping Dolphins um sænska meistarartitilinn í körfubolta í 1-1. Sundsvall vann þá nauman sigur á útivelli, 94-93. Körfubolti 24. apríl 2011 19:32
Granada tapaði mikilvægum stigum - Jón Arnór stigahæstur CB Granada tapaði í morgun fyrir Lagun Aro í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 75-64, og þar með gríðarlega mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Körfubolti 24. apríl 2011 13:00
San Antonio aftur undir - ótrúleg endurkoma Portland Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. Körfubolti 24. apríl 2011 11:00