NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Orlando Magic fór illa með Cleveland í nótt

Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett settur á ís

Framherjinn Kevin Garnett hjá Boston Celtics í NBA deildinni verður látinn hvíla næstu fjóra leiki í það minnsta vegna hnémeiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Cuban sektaður fyrir að rífa kjaft á Twitter

NBA-deildin hefur enn eina ferðina sektað hinn litríka eiganda Dallas Mavericks, Mark Cuban. Að þessu sinni fékk hann 25 þúsund dollara sekt fyrir að kvarta yfir dómgæslu á samskiptasíðunni Twitter sem virðist vera að tröllríða öllu í Bandaríkjunum þessa dagana.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Atlanta á siglingu

Atlanta Hawks er á góðri leið með að ná sér í heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum sínum í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

O´Neal í fimmta sætið á stigalistanum

Miðherjinn tröllvaxni Shaquille O´Neal hjá Phoenix Suns í NBA deildinni komst í nótt í fimmta sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar þegar hann skoraði 13 stig í sigri liðsins á Washington í gærkvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Ferðalag Lakers byrjar vel

Sjö leikja ferðalag Lakers hófst í nótt þegar liðið sótti Chicago Bulls heim. Það var engin þreyta í strákunum hans Phil Jackson sem unnu góðan sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Rivers sektaður af NBA

Doc Rivers, þjálfari meistara Boston Celtics, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik Boston og Chicago Bulls.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston rétti úr kútnum

Það eru mikil meiðsli í herbúðum meistara Boston Celtics þessa dagana og fimm menn frá. Það aftraði þeim þó ekki frá því að leggja Miami, sem var án Dwyane Wade, í framlengdum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Skammaður fyrir að blogga í hálfleik

Framherjinn Charlie Villanueva hjá Milwaukee Bucks í NBA deildinni fékk skammarræðu frá þjálfara sínum Scott Skiles í gær eftir að upp komst að hann bloggaði í hálfleik í leik gegn Boston á sunnudaginn.

Körfubolti