Erfitt að kveðja Tom Áhugaverðustu skiptin í NFL-deildinni síðan leikmannamarkaðurinn opnaði eru klárlega vistaskipti utherjans Wes Welker frá New England til Denver. Þar skildi hann við Tom Brady til þess að spila með Peyton Manning. Sport 15. mars 2013 19:00
Welker sveik Brady og fór til Manning Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er ekki í neinu afmælisskapi í kvöld eftir að hans uppáhaldsútherji, Wes Welker, sveik lit og færði sig yfir til Peyton Manning. Sport 13. mars 2013 22:22
Alex Smith kominn til Kansas Nýtt keppnistímabil í NFL-deildinni hófst formlega í gær en mikið er um félagaskipti leikmanna um þetta leyti. Sport 13. mars 2013 12:15
Áritar ekki bók sína vegna hótana Það verður ekkert af því að NFL-leikstjórnandinn Michael Vick áriti bók sína víða um Bandaríkin. Ástæðan er hótanir um ofbeldi sem hafa bæði borist honum og bókabúðunum þar sem Vick átti að árita. Sport 12. mars 2013 18:15
Welker gæti yfirgefið Patriots Það er mikið líf á leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni þessa dagana og eitthvað af stjörnum sem munu hafa vistaskipti. Einn heitasti bitinn á markaðnum er hinn magnaði útherji New England Patriots, Wes Welker. Sport 6. mars 2013 20:15
Hætti eftir tvö spörk og komst ekki í NFL Lauren Silberman, konan sem ætlaði að skrá sig á spjöld sögunnar með því að vera fyrsta konan til að komast að hjá liði í NFL-deildinni, entist ekki lengi í æfingabúðum fyrir leikmenn sem vilja komast inn í ameríska atvinnumannafótboltann. Sport 4. mars 2013 11:15
Kona reynir að komast að í NFL-deildinni Lauren Silberman er búin að skrá sig á spjöld sögunnar en hún er fyrsta konan sem reynir að komast að hjá liði í NFL-deildinni. Sport 3. mars 2013 22:15
Flacco verður launahæsti leikmaður í sögu NFL Það bendir flest til þess að leikstjórnandinn Joe Flacco verði áfram í herbúðum meistara Baltimore Ravens. Það sem meira er þá verður Flacco með bestu laun í sögu deildarinnar. Sport 3. mars 2013 09:00
Suggs: Öll liðin í NFL-deildinni hata Patriots Hinn grjótharði varnarmaður Baltimore Ravens, Terrell Suggs, hatar lið New England Patriots af lífi og sál og hann segist ekki vera einn um það. Sport 28. febrúar 2013 16:00
Alex Smith fer til Kansas City Leikstjórnandinn Alex Smith er á förum frá San Francisco 49ers eins og búist var við. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að hann fari til Kansas City Chiefs. Sport 28. febrúar 2013 11:30
NFL-félög spyrja um kynhneigð leikmanna Strákarnir sem ætla sér í nýliðaval NFL-deildarinnar eru þessa dagana í æfingabúðum þar sem félögin geta skoðað þá ítarlega og spjallað við þá. Sport 28. febrúar 2013 09:58
Einstakur samningur hjá Brady | Tekur viljandi á sig launalækkun Ein stærsta stjarnan í bandarísku íþróttalífi, Tom Brady hjá New England Patriots, gerði svolítið í dag sem sést vart lengur í íþróttalífinu. Hann skrifaði undir miklu minni samning en hann hefði getað fengið. Það gerir hann svo hægt að sé að nýta launaþak New England betur og gera liðið samkeppnishæfara. Brady vill vinna og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Sport 26. febrúar 2013 11:30
Mamman vill ráða hvar sonurinn spilar háskólabolta Það getur verið erfitt að vera ungur afreksíþróttamaður í Bandaríkjunum. Sérstaklegar þegar fjölskyldan vill fara að taka ákvarðanir fyrir íþróttamanninn. Sport 7. febrúar 2013 11:00
Flacco fór til Letterman og í Disney World Það er mikið að gera hjá verðmætasta leikmanni Super Bowl-leiksins, Joe Flacco, en hann fór á kostum í leikstjórnandastöðunni er Baltimore Ravens lagði San Francisco 49ers í úrslitaleiknum. Sport 5. febrúar 2013 17:30
Super Bowl 2012 með þriðja mesta áhorf í sögunni Það gekk mikið á þegar Baltimore Ravens og San Francisco 49ers mættust í Super Bowl-leiknum um helgina. Annað liðið stakk af í upphafi, rafmagnið fór af höllinni og svo varð leikurinn æsispennandi undir lokin. Sport 5. febrúar 2013 16:00
Vann bróður sinn en kallar hann samt besta þjálfarann í NFL John Harbaugh stýrði Baltimore Ravens til sigurs í ameríska fótboltanum í nótt en Ravens-liðið vann þá 34-31 sigur á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina, Super Bowl. Jim Harbaugh, yngri bróðir, hans þjálfar lið 49ers. Sport 4. febrúar 2013 18:15
Hrafnarnir frá Baltimore unnu leikinn um Ofurskálina Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum. Sport 4. febrúar 2013 09:18
Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Sport 3. febrúar 2013 10:00
Voru herbergisfélagar í átján ár Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. Sport 2. febrúar 2013 08:00
Ray Lewis sakaður um ólöglega lyfjanotkun Ray Lewis, hinn goðsagnakenndi leikmaður Baltimore Ravens sem leikur sinn síðasta leik á ferlinum í Super Bowl, neitar því staðfastlega að hafa tekið ólögleg lyf til þess að hraða bata sínum í vetur. Sport 30. janúar 2013 18:15
Obama hefur áhyggjur af heilsufari leikmanna í amerískum fótbolta Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er mikill aðdáandi amerísks fótbolta og styður lið Chicago Bears. Hann hefur þó áhyggjur af því hversu illa menn geta slasað sig í íþróttinni. Sport 28. janúar 2013 22:45
Smith vill losna frá 49ers Eins og við var búist mun Alex Smith, leikstjórnandi San Francisco 49ers, fara fram á að losna frá félaginu eftir að tímabilinu lýkur. Sport 28. janúar 2013 19:45
Hættir frekar en að spila áfram með Lions Titus Young, útherji Detroit Lions, er í miklu stríði við félag sitt þessa dagana. Hann vill losna frá félaginu og gerir allt til þess að komast burt sem fyrst. Sport 25. janúar 2013 21:00
Kaepernick sækir um einkaleyfi á orðinu "Kaepernicking" Heitasta stjarnan í NFL-deildinni er hinn ungi leikstjórnandi San Francisco 49ers, Colin Kaepernick. Hann hefur blómstrað í vetur og er kominn með lið sitt í Super Bowl. Sport 24. janúar 2013 22:00
Keyrði ölvaður utan í trukk Jay Ratliff, leikmaður Dallas Cowboys, var handtekinn fyrr í vikunni grunaður um ölvun við akstur. Hann gerði sér þá lítið fyrir og keyrði utan í 18 hjóla trukk. Sport 23. janúar 2013 23:00
Eiginkonan þurfti að biðjast afsökunar Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel. Sport 22. janúar 2013 19:30
Stuðningsmaður Falcons stunginn eftir leik í gær Það er ekki algengt í Bandaríkjunum að það sjóði upp úr á milli stuðningsmanna liða eftir íþróttaleiki og oftar en geta stuðningsmenn beggja liða setið saman og skemmt sér. Sport 21. janúar 2013 22:45
NFL: Lið Harbaugh-bræðranna mætast í Super Bowl í ár Baltimore Ravens og San Francisco 49'ers tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl. Flestir bjuggust við sigri 49'ers á Atlanta Falcons í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sigur Baltimore Ravens á New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar kom mörgum spekingum á óvart. Sport 21. janúar 2013 09:15
Hvaða lið komast í Super Bowl? Undanúrslit NFL-deildarinnar fara fram í kvöld og eru báðir leikir kvöldsins í beinni útsendingu á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. Fyrri leikur kvöldsins hefst klukkan 20.00 en þá tekur Atlanta Falcons á móti San Francisco 49ers. Sport 20. janúar 2013 11:37
Crabtree yfirheyrður í nauðgunarmáli Undanúrslit NFL-deildarinnar fara fram í kvöld. San Francisco 49ers er ekki að fá besta undirbúninginn því stjörnuútherji liðsins, Michael Crabtree, hefur verið í yfirheyrslum hjá lögreglu vegna nauðgunarmáls. Sport 20. janúar 2013 09:00