Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 21-24 | Oddaleikur í Hafnarfirði Haukar lögðu FH 24-21 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16. Handbolti 29. apríl 2014 11:50
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Handbolti 29. apríl 2014 11:48
Spennandi starf gæti lokkað Kristján út FH skreið inn í úrslitakeppni Olís-deildar karla en er nú aðeins einum sigri frá því að senda deildarmeistara Hauka í sumarfrí. Það hefur orðið stökkbreyting á leik FH-liðsins síðan Kristján Arason kom til þess að aðstoða þjálfarateymið. Handbolti 29. apríl 2014 07:30
Halldór Jóhann ráðinn til FH: "Mikil áskorun fyrir mig" Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið ráðinn þjálfari FH í Olís-deildinni í handbolta en hann gekk frá þriggja ára samningi við Hafnafjarðarfélagið í dag. Hann hefur undanfarin tvö ár stýrt kvennaliði Fram. Handbolti 27. apríl 2014 20:29
Afturelding næsta stórveldi í handboltanum? | Myndband Afturelding úr Mosfellsbæ tryggði sér á dögunum sæti í Olís-deild karla í handbolta á ný en með liðinu leika margir af efnilegustu leikmönnum landsins. Þar ætla menn að byggja til framtíðar. Handbolti 27. apríl 2014 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 39-24 | FH-ingar niðurlægðir Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Handbolti 27. apríl 2014 00:01
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu eftir framlengingu Valsmenn tóku forystuna í einvíginu gegn ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld með sigri í æsispennandi leik, 26-25, en úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Handbolti 27. apríl 2014 00:01
ÍR og Stjarnan höfðu betur Tveir leikir fóru fram í dag í umspili um sæti í efstu deild karla á næsta tímabili. Handbolti 26. apríl 2014 18:47
Draumur ef við sópum Haukum og Liverpool vinnur Chelsea Ágúst Elí Björgvinsson hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum FH í úrslitakeppninni. Fékk óvænt tækifæri í vetur vegna meiðsla Daníels Andréssonar. Handbolti 26. apríl 2014 07:00
Einar Andri tekur við Aftureldingu Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, tekur við liði Aftureldingar frá og með næsta keppnistímabili. Handbolti 25. apríl 2014 08:14
Ísak: Búnir að pissa á staurana okkar "Svona eiga allir leikir að vera, spennandi alveg fram í lokin og báðar stúkurnar á fullu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að æfa allan veturinn, til að spila þessa leiki og það er gaman þegar þetta endar okkar megin,“ sagði FH-ingurinn Ísak Rafnsson eftir sigur FH á Haukum í Krikanum í kvöld. Handbolti 24. apríl 2014 22:22
Naumur sigur hjá ÍR gegn Gróttu ÍR mátti hafa mikið fyrir sigri á Gróttu í dag er liðin mættust í fyrsta leik í umspili um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Handbolti 24. apríl 2014 18:57
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 22-19 | FH komið með 2-0 forystu FH lagði Hauka 22-19 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld í hörku leik. FH er þar með komið í 2-0 í viðureign liðanna og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. Handbolti 24. apríl 2014 13:13
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 28-24 | Öruggur Valssigur Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við ÍBV eftir öruggan fjögurra marka sigur í Vodafone höllinni. Lokatölur urðu 28-24, Val í vil. Handbolti 24. apríl 2014 13:10
Úrslitaleiknum frestað vegna handboltaleiks Mótastjórn KSÍ ákvað í gær að færa úrslitaleik FH og Breiðabliks í deildabikarkeppninni aftur um einn dag. Íslenski boltinn 23. apríl 2014 10:45
Bjarni og Einar taka við þjálfun ÍR Handknattleiksdeild ÍR greindi frá því í kvöld að Bjarki Sigurðsson væri hættur sem þjálfari liðsins. Við stöðu hans tekur Bjarni Fritzson sem þjálfaði lið Akureyrar í vetur. Handbolti 22. apríl 2014 21:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 25-32 | Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur, 25-32, á Haukum í Schenkerhöllinni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla. Handbolti 22. apríl 2014 14:19
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 32-28 | Öruggt hjá Eyjamönnum ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Handbolti 22. apríl 2014 14:13
Frændliðin fara í lokaúrslitin Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, spáir oddaleik í Hafnarfjarðarslagnum og að það verði Haukar og Valur sem mætist í lokaúrslitum Olís-deildar karla en úrslitakeppnin hefst í kvöld. Handbolti 22. apríl 2014 07:45
Valur og ÍBV bjóða upp á fullt af tvíhöfðum í úrslitakeppninni Karla og kvennalið ÍBV og Vals mætast í undanúrslitum Olís-deildanna í handbolta í ár og hafa félögin ákveðið að bjóða upp á mögulega fjóra tvíhöfða á næstu vikum á meðan það kemur í ljós hvort félagið eignast lið í lokaúrslitum. Handbolti 21. apríl 2014 09:00
Annaðhvort gerum við þetta af krafti eða hættum þessu Akureyri Handboltafélag vill fá Sverre Jakobsson til að þjálfa liðið næsta vetur. Það vill einnig að hann spili en Sverre er ekki svo viss um það sjálfur. Handbolti 16. apríl 2014 07:00
Afturelding komin aftur í úrvalsdeildina Afturelding vann Selfoss, 25-23, í lokaumferð 1. deildar karla í handbolta og tryggði með því sæti sitt í Olís-deildinni næsta vetur. Handbolti 15. apríl 2014 22:30
Fyrsti Hafnarfjarðarslagurinn í úrslitakeppninni í níu ár FH-ingar urðu í gær fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta þegar liðið vann 28-27 sigur á ÍR í Austurbergi. Handbolti 15. apríl 2014 15:00
Bjarni er á leiðinni heim Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari Akureyrarliðsins undanfarin ár og næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildar karla, spilaði í gær sinn síðasta leik með Akureyri þegar liðið vann HK og tryggði sér áframhaldandi sæti í efstu deild. Handbolti 15. apríl 2014 09:45
Bjarki Sig: Allt að vinna gegn okkur ÍR tapaði gegn FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta og fer í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu. Handbolti 14. apríl 2014 23:00
Heimir: Útlendingurinn stóð ekki undir væntingum Heimir Örn Árnason er stoltur af sínum strákum en Akureyri hélt sæti sínu í Olís-deildinni með flottum endaspretti og sigri í lokaumferðinni gegn HK. Handbolti 14. apríl 2014 22:30
FH í úrslitakeppnina á kostnað Framara | ÍR fer í umspilið FH komst í úrslitakeppnina í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en liðið vann ÍR í Breiðholtinu á meðan Valur gerði því greiða og vann Fram að Hlíðarenda. Handbolti 14. apríl 2014 18:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 23-22 | Deildarmeistararnir taplausir á heimavelli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV í toppslag liðanna í kvöld. Handbolti 14. apríl 2014 17:56
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 26-19 | Íslandsmeistarar Fram úr leik Valur lagði Fram 26-19 í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafnar því í þriðja sæti deildarinnar en Fram missir af úrslitakeppninni. Handbolti 14. apríl 2014 17:53
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 27-28 | FH í úrslitakeppnina og ÍR í umspilið FH tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla en ÍR datt niður í sjöunda sætið. Handbolti 14. apríl 2014 17:51