Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Draumaleikmaður og töffari

    Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ í Dominos-deild karla í körfubolta, vann í kanahappadrættinu í nóvember þegar hann samdi við Damier Pitts. Damier er búinn að brjóta 30 stiga múrinn í níu leikjum KFÍ í röð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Njarðvík - KR 88-77

    Njarðvík vann góðan heimasigur gegn KR í Ljónagryfjunni í kvöld, 88-77, í Dominos-deild karla. Njarðvík lék vel í seinni hálfleik og tryggði sér mikilvæg tvo stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarkóngarnir tveir

    Stjarnan og Keflavík tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í körfubolta í Laugardalshöllinni um helgina en þjálfarar liðanna eru tveir sigursælustu menn í bikarúrslitunum, Teitur Örlygsson og Sigurður Ingimundarson.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Birna spilar sinn tíunda bikarúrslitaleik í dag

    Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, spilar tímamóta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag þegar Keflavíkurkonur mæta Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 13.30.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tveir risaleikir í Höllinni í dag

    Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara beggja Snæfellsliðanna, til þess að spá í úrslitaleiki Powerade-bikarsins sem fram fara í Laugardalshöllinni í dag. Hann spáir Keflavík og Grindavík sigri í leikjunum og flestir aðrir spámenn Fréttablaðsin eru sammála.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Færri dómarar í bikarúrslitaleiknum í ár

    Grindavík og Stjarnan mætast á morgun í bikarúrslitaleik karla í körfubolta í Laugardalshöllinni og dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á leikinn sem og á kvennaleikinn sem er á milli Keflavíkur og Vals.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haminn nýr liðsfélagi Bullock og Watson í Finnlandi

    Haminn Quaintance dó ekki ráðalaus eftir að hann var rekinn frá Skallagrími í síðustu viku því kappinnn er þegar búinn að finna sér nýtt félag. Quaintance mun klára tímabilið með Kauhajoen Karhu í finnsku úrvalsdeildinni. Þetta kom fram á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Oddur braut parketið í Ásgarði

    Oddur Kristjánsson, 17 ára bakvörður úr Stjörnunni, lét finna fyrir sér í leiknum á móti Njarðvík í gær. Réttara sagt þá lét hann parketið í Ásgarði finna fyrir sér.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 77-87

    Njarðvíkingar unnu í kvöld 87-77 sigur í Ásgarði á Stjörnunni í Dominos deild karla. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en góður sprettur Njarðvíkinga í seinni hálfleik skipti sköpum og náðu leikmenn Stjörnunnar aldrei að brúa það bil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar unnu Stjörnuna - Hreinn hetja Tindastóls

    Þórsarar komust aftur upp í annað sætið í Dominos-deild karla í körfubolta eftir fimmstiga sigur á Stjörnunni, 105-100, í spennuleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjörnumenn hafa nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Tindastóll komst á sama tíma úr fallsæti eftir dramatískan heimasigur á Fjölni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    55 kíló farin hjá Grétari Inga

    Þorlákshafnarbúar eru stoltir af liði sínu í körfunni, ekki síst miðherjanum Grétari Inga Erlendssyni sem var 170 kíló fyrir tæpum tveimur árum en er nú kominn í toppform. Grétar er að ná sér góðum af meiðslum en ætlar sér að hjálpa Þórsurum að reyna að endurtaka leikinn frá því í fyrravetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell aftur á sigurbraut í Hólminum - þriðja tap KR í röð

    Snæfellingar komust aftur á sigurbraut í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á KR, 110-104. Snæfell hafði tapað tveimur deildarleikjum í röð í húsinu sem og undanúrslitaleik í bikarnum. KR-ingar hafa nú þremur deildarleikjum í röð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fimmti sigur Keflvíkinga í röð

    Keflvíkingar fögnuðu sínum fimmta sigri í röð og stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu Ísfirðinga með því að vinna níu stiga sigur á KFÍ, 111-102, í leik liðanna í Domnos-deild karla í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar áfram sigursælir í Ljónagryfjunni

    Njarðvíkingar hafa ekki unnið Grindavík í heimaleik á Íslandsmótinu síðan í mars 2008 og það breyttist ekki í kvöld. Grindvíkinga unnu leikinn með tólf stigum, 96-84, og fögnuðu þar sem sínum sjötta sigri í röð í Ljónagryfjunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Herbert byrjar vel með ÍR-liðið

    Herbert Svavar Arnarson byrjar vel sem þjálfari ÍR-inga en hann og Steinar Arason stýrðu botnliði ÍR til 26 stiga sigurs á Skallagrími, 96-70, í Hertz-hellinum í Seljaskóla í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR komst af botninum með þessum sigri en þar sitja nú Tindastólsmenn.

    Körfubolti