Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 108-84 | Grindavík leiðir 1-0 Grindvíkingar hafa tekið forystuna í einvíginu gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Þeir gulu og glöðu unnu góðan heimasigur í röstinni í kvöld 108-84. Körfubolti 17. apríl 2013 14:41
Ómar féll á lyfjaprófi Ómar Örn Sævarsson, leikmaður karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar fyrr í vetur en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Körfuknattleikdeildar Grindavíkur inn á heimasíðu félagsins. Körfubolti 17. apríl 2013 11:51
Verður skák og mát Grindavík og Stjarnan mætast í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn og á Ingi Þór Steinþórsson von á að fimm leiki þurfi til að knýja fram sigurvegara. Körfubolti 17. apríl 2013 06:00
Fyrirliði Njarðvíkinga fór úr hnélið Ólafur Helgi Jónsson, fyrirliði hið unga liðs Njarðvíkinga í Dominos-deild karla, gæti verið frá í marga mánuði eftir að hann meiddist illa í unglingaflokksleik á móti KR á dögunum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum. Körfubolti 16. apríl 2013 11:45
Alltaf í lokaúrslitum Sverrir Þór Sverrisson er búinn að koma liði í úrslit á fimm fyrstu tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er þjálfari karlaliðs Grindavíkur sem komst í úrslit á fimmtudagskvöldið eftir sigur á KR-ingum. Körfubolti 16. apríl 2013 00:01
Allt þetta tal er bara öfund Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að allt tal um að Stjarnan tefli fram dýrasta liði í sögu Íslands og sé lið Sameinuðu þjóðanna geri ekkert annað en að þjappa sínum mönnum saman. Stjarnan er skrefi frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu fé Körfubolti 15. apríl 2013 06:00
Vinnum allt að ári Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sér ekki eftir því að hafa veðjað á Íslendinga í vetur. Hann segir það vera staðreynd að útlendingarnir dragi vagninn í deildinni. Hann segir KR ætla að vinna alla titla næsta vetur. Körfubolti 13. apríl 2013 08:00
Úrslitaeinvígið byrjar á miðvikudagskvöld Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratititilinn í körfubolta karla þar sem Garðbæingar mæta Íslandsmeisturum Grindvíkinga í lokaúrslitunum. Körfubolti 12. apríl 2013 23:39
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Snæfell 97-84 | Stjarnan í úrslit Stjarnan komst í kvöld í úrslit í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið bar sigur úr býtum, 97-84, gegn Snæfell í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Stjarnan vann einvígið 3-1 eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Stjarnan mætir Grindavík í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 12. apríl 2013 18:30
Teigurinn í eigu Stjörnumanna í einvíginu Stjörnumenn hafa skorað 39,3 stig að meðaltali í leik inn í teig í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Snæfelli og yfirburðir Stjörnumanna í teignum eiga mikinn þátt í því að Stjörnumenn geta tryggt sér sæti í lokaúrslitum í kvöld. Körfubolti 12. apríl 2013 17:30
Jovan öflugri en allur Snæfellsbekkurinn Jovan Zdravevski er að koma sterkur inn af bekknum hjá Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og það hefur ekki verið nein breyting á því í undanúrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Jovan Zdravevski er í hlutverki sjötta manns hjá Garðabæjarliðinu en hefur engu að síður skorað 15,6 stig að meðaltali í leik. Körfubolti 12. apríl 2013 17:00
Snæfell þarf að gera það sem þeir hafa ekki gert í þrjú ár Stjarnan tekur á móti Snæfelli í kvöld í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Dominos-deild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ, hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 12. apríl 2013 16:30
Einstakt klúður ef Stjarnan verður ekki Íslandsmeistari KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson spáði í framhaldið í úrslitakeppni Dominos-deildar karla eftir tapið gegn Grindavík í gær. Körfubolti 12. apríl 2013 12:00
Pabbi er minn helsti aðdáandi Ryan Pettinella er á sínu þriðja tímabili hjá Grindavík og nýtur þess að spila körfubolta á Íslandi, þó svo að hans bíði frami í viðskiptaheiminum í Bandaríkjunum. Fréttablaðið ræddi við hann um efnaðan föður hans, vítanýtinguna og piparsveinalífið í Grin Körfubolti 11. apríl 2013 06:30
Eins og Ingi sé að kasta inn hvíta handklæðinu "Annar leikhlutinn hjá okkur í dag var meiriháttar. Frábær boltahreyfing og liðsvinna. Þar náum við upp muninum og vinnum leikinn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur liðsins á Snæfelli í kvöld. Körfubolti 8. apríl 2013 21:49
Stjarnan með dýrasta lið sögunnar Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var hundfúll eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's-deildar karla í kvöld. Bæði með dómgæsluna og sína menn. Körfubolti 8. apríl 2013 21:43
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 79-93 Stjarnan er komin með 2-1 forskot í rimmunni gegn Snæfelli í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Stjörnumenn sóttu nauðsynlegan sigur í Fjárhúsið í kvöld og geta klárað rimmuna á heimavelli sínum á föstudagskvöld. Körfubolti 8. apríl 2013 15:08
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 95-80 | Grindavík 2-1 yfir Grindvíkingar tóku 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu í úrslitakeppni Domnios-deildar karla í körfubolta eftir fimmtán stiga sigur á KR, 95-80, í þriðja leik liðanna í Röstinni í Grindavík í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2013 18:30
Allt jafnt í fyrsta sinn í sex ár Keflavík og Snæfell jöfnuðu í gær undanúrslitaeinvígi sín í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna sem þýðir að staðan er nú 1-1 í öllum fjórum undanúrslitaeinvígunum í Dominos-deild karla og kvenna. Körfubolti 7. apríl 2013 15:15
Myndi frekar kaupa aukamiða í lottóinu Jay Threatt, leikmaður Snæfells, meiddist undir lok leiks síns liðs gegn Stjörnunni í Ásgarði í gær og missir af næsta leik í undanúrslitarimmu liðanna. Körfubolti 6. apríl 2013 13:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Snæfell 90-86 Stjarnan jafnaði undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með því að vinna fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 90-86, í öðrum leik liðanna í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 5. apríl 2013 14:32
Lewis ætlar að taka eitt ár með Keflavík áður en hann hættir Darrel Keith Lewis mun spila áfram með Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta en fram kemur á heimasíðu félagsins að þessi 37 ára gamli leikmaður hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Körfubolti 5. apríl 2013 13:57
Snæfell ekki búið að vinna útileik í þrjú ár Stjarnan tekur á móti Snæfelli í Ásgarði í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta. Snæfell vann eins stigs sigur í fyrsta leiknum í Stykkishólmi, 91-90. Körfubolti 5. apríl 2013 06:00
Helgi Már: Tileinka Jakobi Erni sigurinn Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR, gat leyft sér að vera kátur eftir að liðið vann sannfærandi sigur á Grindavík í kvöld. Staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er nú jöfn 1-1. Körfubolti 4. apríl 2013 21:58
Sverrir: Leikur okkar í heild arfaslakur "Við komum fullir sjálfstrausts og ætluðum að komast 2-0 yfir. En við vorum á hælunum, létum ýta okkur út úr öllum hlutum og KR-ingar áttu þennan leik nánast allan tímann," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir tapið gegn KR í kvöld. Körfubolti 4. apríl 2013 21:35
Martin: 18 ára í úrslitakeppni og troðfullt hús, það gerist ekki betra "Það var ekki leiðinlegt að vinna þetta Grindavíkurlið og hvað þá svona sannfærandi eins og við gerðum í dag," sagði Martin Hermannsson eftir 90-72 sigur KR á Grindavík í kvöld. Þessi ungi leikmaður skoraði 23 stig og var stigahæstur í leiknum. Körfubolti 4. apríl 2013 21:25
Grindvíkingar hafa ekki tapað útileik í tvö ár Markmið liða í deildarkeppni Dominos-deildar karla í körfubolta er ofar öllu að tryggja sér heimavallarrétt sem lengst í úrslitakeppninni. Deildarmeistarar Grindavíkur eru þó í þeirri stöðu að vera með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina en á sama tíma er liðið ósigrandi á útivöllum í úrslitakeppninni. Körfubolti 4. apríl 2013 15:15
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 90-72 | Einvígið jafnt KR hefur jafnað 1-1 í einvíginu gegn Grindavík í undanúrslotum Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 4. apríl 2013 13:23
Sterkur sigur hjá KR í Fjárhúsinu KR tók í kvöld forystuna í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna. KR vann þá sterkan sigur í Fjárhúsinu. Körfubolti 3. apríl 2013 21:31
Reiðir stuðningsmenn Grindavíkur Stuðningsmenn Grindavíkur í körfubolta eru skapheitir og það hafa þeir sannað ár eftir ár. Dómararnir í leik Grindavíkur og KR fengu að heyra það frá einum þeirra í gær. Körfubolti 2. apríl 2013 22:30