Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Snæfell á topppnum eftir þriðja örugga sigurinn í röð

    Snæfellingar eru komnir í toppsæti Dominosdeildar karla i körfubolta eftir öruggan 13 stiga sigur á KFÍ í Stykkishólmi í kvöld, 108-95. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Jón Ólafur Jónson átti enn einn stórleikinn með Hólmurum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslendingarnir eiga að draga vagninn fyrir KR

    Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að menn þar á bæ séu ekki að fara á taugum þrátt fyrir slæma byrjun á vetrinum. Hugmyndafræði KR er að stóla á heimamenn en ekki útlendinga í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 105-99

    ÍR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 105-99, í Hertz hellinum í Seljaskóla í kvöld. Leikurinn var hins besta skemmtun því sóknarleikurinn var í fararbroddi í leiknum. ÍR lék betur í seinni hálfleik og náði að knýja fram góðan sex stiga heimasigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar loksins komnir á blað í Dominosdeildinni

    Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig til Ísafjarðar. Keflavík var búið að tapa fyrstu þremur deildarleikjum sínum en vann nokkuð öruggan tíu stiga útisigur á KFÍ í Jakanum, 79-69.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þriðji sigur Skallagríms í röð

    Nýliðar Skallagríms byrja tímabilið vel í Dominos-deild karla í körfubolta en Borgnesingar unnu níu stiga heimasigur á ÍR, 80-71, í Fjósinu í kvöld þegar 4. umferðinni lauk. Skallagrímur er nú eitt fimm liða með sex stig í efstu fimm sætum deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tilþrif hjá Fjölnismönnum í gær

    Fjölnismenn unnu dramatískan sigur á Tindastól í 4. umferð Dominosdeild karla í gær og eru í hópi fjögurra liða sem hafa fengið sex stig af átta mögulegum. Staðan var jöfn, 72-72, þegar 1,1 sekúnda var eftir af leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell - 63-104

    Snæfell hreinlega gengu frá KR-inum í DHL-höllinni í kvöld þegar Hólmarar unnu 104-63 á lánlausum heimamönnum. KR-ingar hafa líklega aldrei leikið jafn illa á heimavelli og hrein skelfilega frammistaða hjá liðinu. Snæfellingar voru mikið mun sterkari í byrjun leiksins og voru greinilega mun ákveðnari.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hvað er að hjá Magga Gunn?

    Keflvíkingar hafa aldrei byrjað verr í úrvalsdeild karla en liðið er enn án stiga eftir þrjá fyrstu leikina í Dominosdeildinni eftir naumt tap á móti KR í fyrrakvöld. Keflavíkurliðið hefur reyndar tapað fjórum í röð því liðið lá einnig í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KFÍ vann á Króknum

    KFÍ vann magnaðan sigur, 83-86, á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld í Dominos-deild karla. Þetta var annar tveggja leikja sem fóru fram í deildinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 92-83

    Þórsarar urðu fyrstir til að vinna Íslandsmeistara Grindavíkur í vetur þegar þeir unnu níu stiga sigur á Grindavík í Dominosdeildinni í kvöld, 92-83, í uppgjöri liðanna tveggja sem fóru alla leið í úrslitin í fyrra. Leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og var hin besta skemmtun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Skallagrímur 70-91

    Nýliðar Skallagríms fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í deild og bikar í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Grafarvoginn og varð fyrsta liðið til þess að vinna Fjölni í Dominos-deildinni í vetur. Skallagrímsliðið yfirspilaði Fjölnismenn í fyrsta leikhlutanum og vann að lokum með 21 stigs mun, 91-70.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar á heimasíðu sinni: Velkominn aftur Gummi

    Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfubolta í gær þegar þeir sóttu tvö stig í Seljaskóla. Líkt og í fyrsta leik Þórsliðsins þá endaði leikurinn í framlengingu en að þessu sinni tókst Þórsurum að landa sigri, 95-92.

    Körfubolti