Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður „Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór. Tónlist 11.3.2025 10:32
„Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar sigur úr býtum í prufuspili um stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna síðasta föstudag. Stefán Ragnar segir þetta mikinn heiður og meiri háttar draum að rætast. Lífið 9.3.2025 23:52
Breyta reglum um hljóðfærafarangur Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið. Innlent 8.3.2025 11:05
Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Svo virðist sem Mondo Duplantis sé fleira til lista lagt en að lyfta sér yfir stöng og vera bestur í heimi í því. Hann hefur nú sent frá sér sitt fyrsta lag. Sport 28. febrúar 2025 16:30
Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár. Lífið 28. febrúar 2025 11:51
„Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason, betur þekkur undir listamannsnafninu Háski, var að gefa út lagið Meira frelsi. Lagið sækir innblástur í lag af sama nafni sem sveitin Mercedez Club gerði ódauðlegt fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Tónlist 28. febrúar 2025 09:00
„Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Átak, félag fólks með þroskahömlun, frumsýndi í vikunni myndband með þeirra eigin endurgerð af laginu Hjálpum þeim. Lagið er hluti af vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28. febrúar 2025 07:03
Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Lífið 27. febrúar 2025 16:45
Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ísraelskur lagahöfundur hefur kvartað yfir meintum þjófnaði sigurvegara Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann krefst þess að lagið verði dæmt úr keppni eða að hann verði titlaður lagahöfundur. Flytjendur sigurlagsins segjast aldrei hafa heyrt lagið áður. Ísraelar hafa áður verið sakaðir um að stela lagi fyrir Eurovision. Lífið 25. febrúar 2025 19:51
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa nú litið dagsins ljós. Tilkynnt var um tilnefningarnar á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu en staðurinn hlaut einmitt verðlaun fyrir tónlistarviðburð ársins í fyrra. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög og tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textagerð. Tónlist 25. febrúar 2025 16:48
Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 verða kunngjörðar á veitingahúsinu Jómfrúnni upp úr kl. 16.00 í dag. Þá kemur það í ljós hvaða verkefni, einstaklingar og hópar það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hið gjöfula ár 2024. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög, tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textasmíðar. Tónlist 25. febrúar 2025 15:32
Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Frétt ísraelska dagblaðsins Israel Hayom hefst á eftirfarandi orðum: „Ísrael – Ísland, er stríð í uppsiglingu?“ Lífið 25. febrúar 2025 13:33
Vinur Patriks kom upp um hann Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, virðist ekki hafa verið í beinni útsendingu í Söngvakeppni sjónvarpsins í Gufunesi í Reykjavík á laugardagskvöldið. Vinur hans kom upp um hann og upplýsti að Patrik væri á Akureyri. Lífið 24. febrúar 2025 16:04
Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Bandaríska söngkonan Roberta Flack er látin, 88 ára gömul. Hún er meðal annars þekkt fyrir smellinn „Killing Me Softly with His Song“. Lífið 24. febrúar 2025 15:53
Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lagið Róa bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið var hlutskarpast í símakosningu almennings bæði í undankeppninni og lokakeppninni. Þá voru erlendu dómararnir líka ánægðastir með lagið. Lífið 24. febrúar 2025 15:33
Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra. Lífið 24. febrúar 2025 09:35
Setja markið á 29. sætið Sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins eru alsælir með sigur laugardagskvöldsins, og eru enn að átta sig á því að þeir verði fulltrúar Íslands í Eurovision. Aðalmarkmið þeirra er að gleðja þjóðina og gera hana stolta. Lífið 24. febrúar 2025 07:46
Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. Lífið 23. febrúar 2025 10:48
Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. Lífið 22. febrúar 2025 22:40
VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Lífið 22. febrúar 2025 22:15
Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Það seldist upp á tónleika bandarísku söngkonunnar Noruh Jones á nokkrum mínútum, samkvæmt tilkynningu frá Guðbjarti Finnbjörnssyni tónleikahaldara. Lífið 21. febrúar 2025 12:32
Bryan Adams seldi upp á hálftíma Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana. Lífið 21. febrúar 2025 11:41
Laufey ein af konum ársins hjá Time Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning. Lífið 21. febrúar 2025 10:11
Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. Tónlist 21. febrúar 2025 09:59