Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Hollywood stjarna til liðs við Lauf­eyju

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur sett sinn einstaka svip á jólalagið vinsæla „Santa Baby,“ sem var skrifað af Joan Javits og upprunalega flutt af Eartha Kitt árið 1953. Laufey sett lagið í djass-búning og fékk bandaríska Hollywood leikarann Bill Murray til liðs við sig. 

Lífið
Fréttamynd

„Við vitum aldrei hve­nær draugarnir banka upp­á“

Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því.

Lífið
Fréttamynd

Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi

Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu.

Tónlist
Fréttamynd

Er ein­fald­lega að finna út úr kyn­hneigð sinni

Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. 

Lífið
Fréttamynd

Magnað að að­dá­endur flúri textana á sig

Í haust eru tíu ár frá því að tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gaf út plötuna Heim og ætlar hann að flytja hana í heild sinni næstkomandi laugardagskvöld í Salnum í Kópavogi. Hann segir að margt hafi drifið á daga sína frá því að platan kom út en á plötunni flutti hann í fyrsta skiptið lög á móðurmálinu.

Lífið
Fréttamynd

„Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægi­legt“

Tónlistarmaðurinn Magnús Valur Willemsson Verheul notast við listamannsnafnið Mt. Fujitive og er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lög hans eru sömuleiðis sum með tugi milljóna spilanna en þrátt fyrir það hefur Magnús Valur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina og tilveruna.

Tónlist
Fréttamynd

Lauf­ey fagnaði með Oli­viu Rodrigo og Chappell Roan

Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag. 

Tónlist
Fréttamynd

Val­geir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir

Sá ástsæli tónlistarmaður Valgeir Guðjónsson er allt annað en sáttur hvernig staðið er að heiðurstónleikum Spilverks þjóðanna sem Jón Ólafsson tónlistarmaður hefur veg og vanda að.

Menning
Fréttamynd

„Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“

Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum.

Lífið
Fréttamynd

Til­einkar lagið Grind­víkingum

Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson gaf nýverið út lagið „Bærinn okkar“ sem hann tileinkar Grindvíkingum. Hann segir að hugur hans sé sérstaklega hjá börnunum sem hafa verið rifin upp með rótum frá vinum sínum. 

Tónlist
Fréttamynd

„Það hefur aldrei verið neinn ótti“

„Maður er ennþá að ná sér niður eftir þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Aron Can sem er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann flutti nýju plötuna sína fyrir troðfullum sal. Blaðamaður tók púlsinn á þessari íslensku stórstjörnu.

Tónlist
Fréttamynd

Kælt niður í byrjun og svo búmm!

Frægasta verkið eftir John Cage nefnist 4 mínútur og 33 sekúndur. Það felst í því að píanóleikari gengur fram á svið, sest við hljóðfærið og gerir svo ekkert í nokkrar mínútur. Síðan stendur hann upp, hneigir sig og gengur út.

Gagnrýni
Fréttamynd

Frum­kvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember

Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­skylda Liam Payne biður um and­rými

Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum.

Lífið
Fréttamynd

Liljan er vin­sælasta lagið á Dal­vík

Eitt það allra skemmtilegasta sem heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík gerir er að taka þátt í söngstund einu sinni viku þar sem allir syngja með sínu nefi og njóta lífsins og samverunnar við hvert annað um leið.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er saga af villi­götum“

Íslenski tónlistarmaðurinn SAKI hefur gefið frá sér sína fyrstu plötu, plötuna Dauðvona. Hann segir plötuna vera sögu af villigötum en innblásturinn sótti hann í eigin lífsreynslu.

Tónlist
Fréttamynd

Stappfullt á eina stærstu menningar­há­tíð ársins

Listahátíðin State of the Art fór fram í fyrsta sinn með pompi og prakt í síðustu viku. Á hátíðinni kenndi ýmissa grasa en þar komu fram Bríet, ADHD, Miguel Atwood-Ferguson, kammersveitin Elja og fleiri. Fjölbreyttir og óhefðbundnir viðburðir heilluðu mikinn fjölda fólks sem sótti hátíðina.

Menning
Fréttamynd

„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“

„Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson.

Tónlist
Fréttamynd

DIMMA var flott en ein­hæf

Þungarokkhljómsveitin DIMMA fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún blés til tónleika, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og SinfoniuNord, í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir höfðu áður verið haldnir í Hofi á Akureyri í sumar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á?

Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á?  

Lífið