Gular viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag nema á Austur- og Suðausturlandi Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hálka á vegum í flestum landshlutum og sumstaðar jafnvel flughált Innlent 11. janúar 2020 12:15
Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram eftir degi, einkum norðan til. Búast má við vindhraða upp á um 18-25 m/s með snjókomu eða slyddu fram undir hádegi. Innlent 11. janúar 2020 07:48
Tugir ökumanna í vandræðum á Hellisheiði og í Þrengslum Tugir ökumanna hafa lent í vandræðum nú eftir hádegi á Hellisheiði og í Þrengslum vegna veðurs. Veginum um Hellisheiði var lokað um klukkan 12 og lokað var um Þrengslin um klukkan 13. Innlent 10. janúar 2020 14:41
Sluppu með skrekkinn í Djúpagili Telja má mildi að enginn hafi slasast alvarlega þegar bílaleigubíll fór útaf hringveginum í Skjónugili um einn kílómetra fyrir norðan Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík. Innlent 10. janúar 2020 14:30
Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem ferðalagi helvítis. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars. Innlent 10. janúar 2020 13:30
Búið að loka vegum um Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengsli Vegagerðin þurfti að grípa til lokana á vegum fljótlega upp úr hádegi vegna vonskuveðurs sem geisar víðs vegar um land. Innlent 10. janúar 2020 13:23
Gera ráð fyrir að Hellisheiði verði lokað Fyrirhugað er að manna lokunarpósta beggja megin við Hellisheiði núna um klukkan 11. Innlent 10. janúar 2020 09:25
Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. Innlent 10. janúar 2020 08:00
Gular og appelsínugular viðvaranir frá hádegi Veðurstofan hefur boðað gula veðurviðvörun vegna hvassviðris fyrir Faxaflóa í dag. Innlent 10. janúar 2020 06:10
Biðja foreldra um að sækja börn sín á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið. Innlent 9. janúar 2020 13:35
Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. Innlent 9. janúar 2020 08:56
Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. Innlent 9. janúar 2020 06:30
Lentu þyrlunni á hól til að bíða af sér verstu snjóélin Áhöfnin á TF-EIR sótti tvo sjúklinga til Vestmannaeyja á þriðja tímanum í dag, en vegna veðurs reyndist ekki unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja. Innlent 8. janúar 2020 22:07
Lítið sem ekkert ferðaveður á morgun í suðvestan hríðarbyl Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun. Innlent 8. janúar 2020 21:30
Starfsfólk Mountaineers of Iceland harmar atburðinn og biðst velvirðingar Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland harmar það sem gerðist við Langjökul í gær er 39 ferðamenn auk tíu leiðsögumanna fyrirtækisins urðu veðurtepptir vegna ófærðar og óveðurs. Innlent 8. janúar 2020 20:24
Ferðamenn munu krefjast bóta frá Mountaineers of Iceland Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Innlent 8. janúar 2020 19:45
Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Innlent 8. janúar 2020 19:00
Áfram raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair tekið þá ákvörðun að flýta níu brottförum frá Keflavík sem áætlaðar voru í fyrramálið, fimmtudaginn, 9. janúar. Innlent 8. janúar 2020 17:30
Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. Handbolti 8. janúar 2020 17:05
Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. Innlent 8. janúar 2020 16:49
Ólína segir börnin hafa óttast um líf sitt þessa skelfingarnótt Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til. Innlent 8. janúar 2020 14:39
Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. Innlent 8. janúar 2020 14:25
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. Innlent 8. janúar 2020 13:54
Appelsínugular viðvaranir, vegalokanir og snjóflóð Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Innlent 8. janúar 2020 10:13
Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Innlent 8. janúar 2020 07:50
Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. Fólkið er orðð kalt og hrakt og mikil hætta á ofkælingu. Þá er veður á v-svæðinu að versna. Innlent 8. janúar 2020 01:05
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Innlent 8. janúar 2020 00:10
Festu bílana á vegum sem hafði verið lokað Björgunarsveitir fengu útköll um á tíunda og ellefta tímanum í kvöld um ferðamenn sem höfðu fest bíla sína á vegum sem lokað var fyrr í dag. Innlent 7. janúar 2020 23:36
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. Innlent 7. janúar 2020 23:08
Hellisheiði og Þrengsli opin fyrir umferð Vegunum um Hellisheiði og Þrengsli sem lokað var fyrr í kvöld vegna veðurs hafa verið opnaðir að nýju. Innlent 7. janúar 2020 22:35