Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Í hádeginu verður rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara sem segist undrandi á því umfangi gagna sem fyrrverandi starfsmenn hans hjá Sérstökum saksóknara stálu frá embættinu. Málið var einnig rætt í þingsal í morgun. 8.5.2025 11:39
Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8.5.2025 07:21
Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Í hádegisfréttum verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem í morgun sendi frá sér yfirlýsingu vegna ástandsins á Gasa. 7.5.2025 11:39
Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtækin, eitt umdeildasta mál þessa þings, var frestað á Alþingi um klukkan tíu í gærkvöldi. Þingmenn hafa nú rætt málið fram á kvöld tvo daga í röð og sér ekki fyrir endann á. 7.5.2025 07:51
Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6.5.2025 11:40
Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda sem hann segir brosa hringinn á fyrsta degi veiða. 5.5.2025 11:36
Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5.5.2025 07:58
Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Í hádegisfréttum fjöllum við um mótmæli sem efnt var til á Hverfisgötunni í morgun fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar. 2.5.2025 11:33
Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2.5.2025 07:51
Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Í hádegisfréttum segjum við frá því að Jafnréttisstofa ætli að óska eftir útskýringum frá Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi skipan í stjórn HMS. 30.4.2025 11:43