Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4.7.2022 07:02
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um minnkandi kaupmátt hér á landi en mjög löngu tímabili hækkandi kaupmáttar virðist nú lokið að mati hagfræðings. 1.7.2022 11:37
Hæstiréttur bannar alríkinu að fyrirskipa aðgerðir í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri. Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Joe Biden forseta, sem hefur lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 1.7.2022 06:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar höldum við áfram umfjöllun um efnahagsmálin og verðbólguna og ræðum við formann Starfsgreinasambandsins sem segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans. 30.6.2022 11:30
Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte. 30.6.2022 07:51
Helmingur vill ákæra Trump fyrir aðkomu hans að óeirðunum í þinghúsinu Um helmingur Bandaríkjamanna er á þeirri skoðun að ákæra eigi Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir aðild hans að óeirðunum í bandaríska þinghúsinu 6. janúar í fyrra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem AP fréttaveitan lét framkvæma. 30.6.2022 07:08
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafund Nato sem nú fer fram í Madríd á Spáni. Tyrkir sættust á það í gær að samþykkja inngöngu Svía og Finna í bandalagið. 29.6.2022 11:35
Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári. 29.6.2022 06:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kæru sem lögð hefur verið fram á hendur Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. 28.6.2022 11:34
Setja verulegar hömlur á sölu eldsneytis Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri. 28.6.2022 08:05