Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en ákveðið hefur verið að greiðslubyrði húsnæðislána megi ekki vera meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum heimilisins. 29.9.2021 11:38
Hraunstraumurinn vellur út í sjó Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið. 29.9.2021 07:55
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á óveðrinu sem nú gengur yfir landið en björgunarsveitir hafa þegar verið kallaðar út á Vestfjörðum og á Vopnafirði vegna lausra muna sem hafa verið að fjúka. 28.9.2021 11:32
Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28.9.2021 08:03
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um óvissu sem uppi er um úrslit kosninganna í Norðvesturkjördæmi en Karl Gauti Hjaltason frambjóðandi Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi ætlar að kæra framkvæmdina til lögreglu. 27.9.2021 11:30
Afganskir karlmenn mega ekki lengur láta skerða skegg sitt Talíbanar í Helmand héraði í Afganistan hafa gefið út skipanir þess efnis að rakarar í héraðinu megi héðan í frá ekki skerða skegg karlmanna. Talíbanar segja slíka iðju vera á skjön við íslömsk lög og að þeim sem brjóta þau lög verði refsað. 27.9.2021 07:07
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við að sjálfsögðu um komandi kosningar en á morgun ganga landsmenn að kjörborðinu og velja fólk á Alþingi. 24.9.2021 11:37
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fylgst verður með málflutningi í Rauðagerðismálinu svokallaða í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Ákæruvaldið fer fram á 16 til 20 ára fangelsisdóm yfir Angjelin Sterkaj, sem grunaður er í málinu. 23.9.2021 11:34
Loftmengun enn hættulegri en talið var Loftmengun er enn hættulegri en áður var talið. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sem hefur nú lækkað heilsuverndarmörk nokkurra helstu mengunarvalda. 23.9.2021 08:05
Stjórnarflokkarnir með 43 prósent samkvæmt nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20 prósenta fylgi í nýrri könnun sem rannsóknafyrirtækið Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun blaðsins en er þó enn stærsti flokkur landsins. 23.9.2021 06:54