Fólk á gosstöðvunum fram á nótt og óljóst hvenær verður opnað í dag Fólk var á gosstöðvunum fram á nótt og voru síðustu gestirnir ekki farnir af svæðinu fyrr en um tvöleytið að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er óljóst hvenær gossvæðið verður opnað í dag en líkt og í fyrrakvöld var því lokað á miðnætti og hófst þá rýming. 31.3.2021 06:46
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tíu greindust smitaðir innanlands af kórónuveirunni í gær en aðeins einn þeirra var utan sóttkvíar. 30.3.2021 11:30
Nokkuð um hálkuslys á gosstöðvunum Stefnt er að því að gönguleiðirnar að gosstöðvunum í Geldingadölum verði opnaðar klukkan níu en þeim var lokað klukkan níu í gærkvöldi. 30.3.2021 06:45
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en fjórir greindust smitaðir innanlands í gær og voru tveir þeirra utan sóttkvíar. 29.3.2021 11:29
Dauðsföllin í Mexíkó sextíu prósent fleiri en áður var haldið fram Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram. 29.3.2021 07:50
Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29.3.2021 06:55
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og við ræðum við sóttvarnalækni í hádegisfréttum um stöðuna í faraldrinum og það hópsmit sem nú er í gangi í samfélaginu. 26.3.2021 11:36
AstraZeneca verði að standa við gerða samninga um afhendingu Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að lyfjaframleiðandinn AstraZeneca verði að standa við gerða samninga um afhendingu bóluefnis til Evrópuríkjanna áður en hægt verður að heimila útflutning á bóluefni þeirra sem framleitt er í Evrópu. 26.3.2021 06:41
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum dagsins verður sjónum að sjálfsögðu beint að kórónuveirufaraldrinum og þeim hertu takmörkunum sem gildi tóku á miðnætti. 25.3.2021 11:33
Kanna hvort ný sprunga hafi myndast Vísindamenn kanna nú hvort ný sprunga hafi myndast á Reykjanesinu, um sjö kílómetra norðaustur af Keili. 25.3.2021 10:52