Ráðin til Samfylkingarinnar Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata sem skipti síðar yfir í Samfylkinguna, hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4.2.2025 10:40
Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3.2.2025 16:15
Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Snorri Guðmundsson rafrettukóngur og Sverrir Þór Gunnarsson eigandi söluturnsins Drekans hafa verið dæmdir í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða ríkissjóði hvor um sig 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot. 3.2.2025 12:38
Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna verkefnalista ríkisstjórnarflokkanna á vorþingi á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum. 3.2.2025 11:08
Nefndin einróma um kosningarnar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. 3.2.2025 10:17
Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27.1.2025 14:28
Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23.1.2025 13:57
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23.1.2025 11:58
Ærandi þögn og klukkan tifar Þögnin er ærandi þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Enginn líklegur hefur opinberlega boðið fram krafta sína til formanns þó eitt formannsefni vinni hörðum höndum að framboði. 23.1.2025 11:35
Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Formaður Flokks fólksins segir að til standi að breyta skráningu flokksins úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk á landsfundi í febrúar. Fundurinn verður sá fyrsti hjá flokknum í sex ár. Flokkurinn sé ekki á flæðiskeri staddur þegar komi að peningum. 21.1.2025 12:17