Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2025 06:45 Árásin átti sér stað í Reykjanesbæ í júní. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og hótanir í Reykjanesbæ í júní síðastliðnum. Fórnarlambið var karlmaður á sjötugsaldri en krafist er miskabóta upp á fimmtu milljón króna fyrir hönd hans. Árásin var gerð um tíuleytið föstudagskvöldið 20. júní og er árásarmaðurinn í ákæru sagður hafa hótað eldri manninum lífláti og skömmu síðar reynt að svipta hann lífi með því að leggja ítrekað til hans með hníf í höfuð, búk og útlim. Vísir fjallaði um málið í ágúst þar sem fram kom að fórnarlambið hefði verið fjölskyldufaðir sem hefði ætlað að reka manninn á brott. Árásarmaðurinn hefði verið kominn að heimili fjölskyldunnar vegna hlaupahjóls sem sonur föðurins var að gera við. Eldri maðurinn hlaut djúpan skurð á innanverðum hægri framhandlegg og fjölmarga aðra styttri skurði um allan líkamann, svo sem á kvið, eyra, hálsi og fingrum. Hann var fluttur á Landspítalann með hraði með meðvitund. Ákærða er einnig gefið að sök brot á fíkniefna- og vopnalögum með því að hafa verið með á heimili sínu marijúana, amfetamín, tóbaksblandað kannabis og alls kyns frammistöðubætandi töflur. Þá fundust haglaskot á heimili hans. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði í sumar að ástand árásarmannsins væri ekki gott. Hann væri í mikilli neyslu, hefði talað um geimverur og ættu í skýrslutökum hjá lögreglu erfitt með að skilja raunveruleikann. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Reykjanesbær Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Árásin var gerð um tíuleytið föstudagskvöldið 20. júní og er árásarmaðurinn í ákæru sagður hafa hótað eldri manninum lífláti og skömmu síðar reynt að svipta hann lífi með því að leggja ítrekað til hans með hníf í höfuð, búk og útlim. Vísir fjallaði um málið í ágúst þar sem fram kom að fórnarlambið hefði verið fjölskyldufaðir sem hefði ætlað að reka manninn á brott. Árásarmaðurinn hefði verið kominn að heimili fjölskyldunnar vegna hlaupahjóls sem sonur föðurins var að gera við. Eldri maðurinn hlaut djúpan skurð á innanverðum hægri framhandlegg og fjölmarga aðra styttri skurði um allan líkamann, svo sem á kvið, eyra, hálsi og fingrum. Hann var fluttur á Landspítalann með hraði með meðvitund. Ákærða er einnig gefið að sök brot á fíkniefna- og vopnalögum með því að hafa verið með á heimili sínu marijúana, amfetamín, tóbaksblandað kannabis og alls kyns frammistöðubætandi töflur. Þá fundust haglaskot á heimili hans. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði í sumar að ástand árásarmannsins væri ekki gott. Hann væri í mikilli neyslu, hefði talað um geimverur og ættu í skýrslutökum hjá lögreglu erfitt með að skilja raunveruleikann. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.
Reykjanesbær Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira